Home › Umræður › Umræður › Skíði og bretti › Telemarkhelgin 16. – 18. mars 2007
- This topic is empty.
-
HöfundurSvör
-
6. mars, 2007 at 09:12 #450820704685149Meðlimur
Nú er undirbúningurinn fyrir Telemarkhelgina enn á ný, kominn á fullt.
Áróðusmaskínan er að hrökkva í gang.– Lokaviðræður og samningatarnir við styrktaraðilar nú á hverjum degi.
Maður er gjörsamlega búinn að selja sál sína til að koma sem flestum norður.– Ráðgjafateam, ferðaþjónustuaðilar og útivistafyrirtæki, allstaðar af landi, lyfta grettistaki til að allt gangi upp og skipulagning Telemarkshelgarinnar 2007
verði sem best.– Athugið að enn er tekið við skráningum á Telemarkhelgina hér á ISALP-síðunni. Það eru nærri 40 manns búnir að skrá sig þegar allt er talið, þótt talan sýni annað.
– Ég hvet sem flesta að skrá sig sem fyrst, hvort sem menn ætla að keppa eða bara taka þátt í gleðinni. Fjöldatalan er nauðsynleg svo við sjáum hvað við þurfum stóran skemmtistað og mikinn mat fyrir Telemarkhófið.
– Það sem af er mars hafa snjóalög verið eins og best gerist á meginlandinu.
– Munið – búningakeppnina. Allir hvattir til að mæta í búning á laugardaginn. Bæði Einstaklingskeppni og Liðakeppni. Síðustu ár hefur varla verið hægt að gera greina mun á hörkuni í búningakeppninni eða á skíðunum, milli liða.
-Nýung – Nú geta fjallaskíðamenn tekið gleði sína, því á sunnudaginn verður þeim boðið að taka þátt í keppni með telemarkliðinu í ,,Fjallaskíðunarkeppni“.
-Munið að taka skinnin með ykkur. Það verður keppt í kvenna- og karlaflokki á sitthvorri skíðategundinni. Keppni þar sem keppnisgleði og skemmtun ráða ríkjum.-Síðan eru fastir liðir eins og venjulega, stökkkeppnin á föstudagskvöldið, samhliðasvigið og svo rauðhærðir á móti rest í Þelamörk…
– Alltaf sól og snjór fyrir norðan yfir Telemarkhelgina. Alveg sama hvað veðurfræðingarnir ljúga…veðurfar er hugafar…
kveðja
Bassi og Böbbi + aðstoðaliðin öll sömul -
HöfundurSvör
- You must be logged in to reply to this topic.