— TELEMARKHELGI 2007 —

Home Umræður Umræður Skíði og bretti — TELEMARKHELGI 2007 —

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #45788
    0704685149
    Meðlimur

    undirbúningur fyrir Telemarkhelgina, er byrjaður. Búið er að ákveða að halda Telemarkhelgina 2007 á Akureyri dagana
    16. – 18. mars.

    Ég vil þess vegna, hvetja alla þá sem eru nokkuð vissir að þeir ætla að mæta á Telemarkhelgina á Akureyri, dagana 16. – 18. mars að skrá sig hérna á ISALP sem fyrst. Skráningin er ekki bindandi.

    Var að koma af skíðum í alveg frábæru færi. Ég ætla ekki að segja meir þar sem enginn trúir mér orðið. En aðrir sem hafa reynt snjóinn hér norðan heiða síðustu daga geta staðfest það.
    Ég lýsi eftir ábyrgum aðilum til að staðfesta orð mín um snjóalög og færi hér norðan heiða….
    kveðja
    Bassi og Böbbi

    #50883
    Sissi
    Moderator

    Ég skrifa nú undir þessum telemark-perra þræði til að spjallborðið hreinlega springi ekki undan nýjum þráðum. Ætla samt ekki að tilkynna þátttöku né staðfesta lygar í þeirra norðanmarða.

    Hver hefur ekki fallið fyrir línum á borð við: „Rosalegt púður og sól veeenur.“

    Svo er keyrt norður og þá heyrist: „Heeefðir átt að vera hérna í gær veeenur.“

    …eeeeen – gerði góða ferð í Bláfjöllin í kveld með Óla Júl og fleiri góðum mönnum í Saumó. Í gilinu er búið að troða eina línu upp sem er prýðileg til göngu og allt gilið er bókstaflega að drukkna í eðal púðri. Frostið niðri var um -12°, og sæmilegt logn í gilinu.

    Nóg af grjóti í troðarafarinu, en í 2 unaðslegum ferðum náðum við bara hreinlega ekki að finna neitt slíkt. Púðrið eins og hveiti.

    Príma aðstæður, gó for itt.

    Siz

    #50884
    3008774949
    Meðlimur

    TAT mætir að vanda og vinnur allt

    #50885
    1402734069
    Meðlimur

    Spurning hvort að einhver trúi mér? :)

    Snjórinn er allur að koma aftur! Fínasta færi í brautum og flestar þeirra opnar aftur. Starfsmenn búa til snjó sem aldrei fyrr og magnað að sjá hvað snjóframsleiðslukerfið nýtist vel í Pipe-inu og barnabrekkunni.

    Dalurinn og gil norðan Norðurbakka fyllast þessa dagana af snjó.

    Það verður enginn svikinn af því að koma Norður á skíði ;)

    Kv.
    Böbbi

    #50886
    Sissi
    Moderator

    Ég lét náttúrulega platast, og að sjálfsögðu sögðu norðanmenn:

    „Þú hefðir átt að vera hérna í gær veeenur, ég fékk köfnunartilfinningur það var svo mikið púður“ ;)

    En annars var bara eðall í Hlíðarfjalli fyrir brettamenn, við vorum í vindpökkuðu púðri í Suðurdal á laugardaginn í góðum fíling. Gott skyggni en töluverðar snjóflóðaaðstæður, þannig að toppaferðir voru offaðar. Enda kom á daginn að nokkur flóð féllu seinnipartinn.

    Sunnudagurinn var svo tekinn rólega, enda fengu lærin að kenna á því í krefjandi færi á lau.

    Alltaf gaman að skreppa norður, og komið fínt undirlag á svæðið.

    Vonandi að eitthvað fari að gerast sunnan heiða.

    Siz

5 umræða - 1 til 5 (af 5)
  • You must be logged in to reply to this topic.