Telemarkbindingar + fjallaskíði

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Telemarkbindingar + fjallaskíði

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #47097
    1709703309
    Meðlimur

    Er að velta fyrir mér að skella hefðbundnum telemarkbindingum á fjallaskíði (BLIZZARD TC EXPEDITION 159 cm)102-73-89. Sjálfur 167 cm á morgnanna og 68 kg.

    Hefur einhver reynslu af þessu?

    Er þetta tóm vitleysa?

    Er maður að fórna miklum skíðaeiginleikum fyrir minni þyngd og fyrirferð?

    Sé fyrir mér að skíðin verða mest notuð á skíðasvæðum en maður er nú með smá lífsmarki og því enn að ganga til fjalla!

    Ef þið hafið skoðun á þessu endilega leyfið mér að heyra.

    #54016
    0808794749
    Meðlimur

    Miðað við þær upplýsingar sem ég fann um skíðin eftir stutt gúggl virðast þetta vera einhver uber fjallaskíði hönnuð fyrir spandex klædda alpabúa sem vilja helst fara upp en eru minna að spá í niðurferðinni.
    Eða hvað?

    Þau virðast allavegana vera súper létt, og ekki með neitt agalegt púðurplanka-lag (21 m radius)
    Finn hinsvegar ekkert um stífleika skíðanna.

    Ef ég væri þú þá myndi ég athuga hvort einhver vilji skipta… einhver sem að vill bæta svona mega léttum skíðum í safnið og getur látið þig fá skíði sem eru kannski betri í bláfjallahark og einstaka toppatúra.
    Annars er ég nú enginn telemarksérfræðingur.
    Sveifla mér um á „the worst ski ever made“ … Rossignol Attaque ’99 árgerð!

    #54017
    Steinar Sig.
    Meðlimur

    Flott skíði til þess að drösla upp, vega svipað og gönguskíði…

    Virðast vera í svipuðum flokk og telemarkskíðin mín Völkl Snow Wolf. Þau hafa reynst mér vel, en eftir á að hyggja hefði ég keypt mér meiri skíði og pælt minna í þyngdinni. En ég skíða líka miklu meira á skíðasvæðum en í labbi.

    Hef séð einhvern á svona skíðum á Íslandi.

    #54018
    1709703309
    Meðlimur

    Pakkinn kominn í virkni í tropinni braut og gengur ágætlega. Meiri reynslu vantar þó áður en loka dómur verður kveðinn upp. Ekki enn komin reynsla á utanbrautar skíðun.

4 umræða - 1 til 4 (af 4)
  • You must be logged in to reply to this topic.