Team Siurana að gera það gott

Home Umræður Umræður Klettaklifur Team Siurana að gera það gott

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #47378
    Siggi Tommi
    Participant

    Valdi og Marianne eru búin að vera í Siurana undanfarið í fantaformi eftir langt sumar á Hnappavöllum.
    Valdi er búinn að rauðpunkta þrjár 8a+ (5.13c), þar af ein sem er talin borderline 8b (Tic i toc í L´Olla). Bíðum spennt eftir 8b og vonandi 8b+ (5.14a) sem Íslendingur hefur enn ekki náð…
    Ekki frétt nógu ítarlega af afrekum Marianne en henni hefur án efa gengið vel enda í góðum gír eftir gott sumar.

    Svo eru Berglind og Arnar nýkomin út líka og vonandi að þau spæni á sér gómana í rífandi fíling á hvössum kalksteininum.

    Nánar á 8a.nu fyrir áhugasama.

    #54690
    2906883379
    Meðlimur

    Eru engir Íslendingar í El Chorro núna?

    #54696
    valdimar
    Meðlimur

    Siurana ferðinn gekk mjög vel og voru hellíngur af leiðum klifraðar.
    Svona lítur tick listinn út fyrir okkur Maríönnu:
    Valdi fór tvær 7c (5.12c) þar af ein onsight, tvær 7c+ (5.13a) ein í öðrú gói, fjórar 8a (5.13b), þrjár 8a+ (5.13c) þar af ein 8a+/b og einn 8b (tóks á fimm tilraunum).
    Marianne klifraði eina 7b (5.12b)á þremur tilraunum, fimm 7a+ (5.12a) og svo margar 7a (5.11d) leiðir að við tíndum töluna á þeim.
    Hún fór nánast allar 6a til 6c+ (5.10b til 5.11c)
    Hún var líka ógeðslega nálægt því að klifra 7b+ (5.12c) og 7c+ (5.13a) en hún var bókstaflega einni hreyfíngu frá því að fara þær báðar, einn hvíldardagur og einn klifurdagur til viðbótar hefðu skilað af sér sigur á þessum leiðum fyrir stúlkunni.
    Ferðin gekk svaka vel og aðstæður voru hin best, ekki einn einasti rigníngardagur og loftið var alltaf svalt og gott.
    Stefnan okkar nú er að vinna hér heima í tvo mánuði og svo fara aftur út til catalunju og massa þessar leiðir sem við áttum eftir.
    Lengri tími skilar af sér betri árang, því ætlum við að vera um þrjá mánuði í næstu ferð.
    Venga!

    #54699
    Hrappur
    Meðlimur

    Sendu Mæju í Mandragora í næstu ferð, enþá einhver fallegasta lína sem ég hef séð (en fyrsta krux er bónaður vibbi)

    #54731
    0703784699
    Meðlimur

    Mér leikur á forvitni að vita hvað voru margir dagar „on“ og hvað margir „off“ af 29 dögum hjá ykkur? Var stuðst við road trið viðmiðið 2-1-2-2 eða var bara klifrað þangað til menn duttu niður dauðir til að nýta tímann sem mest?

    #54732
    2103844569
    Meðlimur

    Hi!
    We had 15 climbing days out of 23 days abroad.
    Startin off with to travelling days, to get to Siurana.
    And at the end 1 traveling day.
    We climbed until we felt we needed a rest-day. Sometimes we planned rest-days on bad-weather days and sometimes we rested before we wanted to send a project.
    So 20 active days, of which just 5 rest-days.
    In other words, no planning, just listened to our body :)

6 umræða - 1 til 6 (af 6)
  • You must be logged in to reply to this topic.