Sælinú
Þrír fræknir bramboltarar staddir á Eyjafjarðarsvæðinu endurtóku 60m WI5 leiðina Super Dupont í Stólnum í Skíðadal á Gamlárdag.
Leiðin er beint ofan við bæinn Dæli (ysta bæ í dalnum) og var fyrst farin af Jökli Bergmann og Ásmundi Ívarssyni árið 1994. Reynt hefur verið við endurtekninguna alla vega þrisvar áður en orðið frá að hörfa í öll skiptin (svo vitað sé).
Leiðin fer því beint á klassíska listann…
Seinni partinn var svo farin ný leið um 1km innar í Stólnum. Er hún WI5- (ish) um 40m og fékk vinnuheitið Gamlárspartý. Er því farið að þynnast í fjölda augljósra leiða í Stólnum og kominn tími á mini-tópó af svæðinu.
Nóg af ís er á þessu svæði enda leiðirnar í 400-600m hæð og því lítið orðið fyrir áhrifum af hlákunni. Alpaleiðirnar í Búrfellshyrnu í Svarfaðardal eru líka í myljandi aðstæðum.
Góður dagur á fjöllum!
Sjá annars myndir á:
http://picasaweb.google.com/hraundrangi/SkAdalurGamlRsdag#
Í förinni voru: Sigurður Tómas, Freyr formaður og Jökull Bergmann