Home › Umræður › Umræður › Ís- og alpaklifur › Sunnudagsmontið
- This topic is empty.
-
HöfundurSvör
-
3. febrúar, 2008 at 20:40 #45844RobbiParticipant
Tja, dagurin fór ekki eins og ætlanir stóðu til. Stefnan var upphaflega sett á Þjórsárdal, en tröllasögur um snjó langt upp fyrir stikur á línuveginum þar uppfrá varð til þess að ákveðið var að fara í Eyjafjöllin.
Ekki var ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur og skelltum við Siggi okkur í Dreyra (held alveg örugglega að leiðin heiti það). Klifrið var hið prýðilegasta, heiðskýrt, sól og logn. Sólinni fylgdi mikið bráð og hef ég aldrey klifrað í annari ein sturtu.
Skabbi og Ági klifruðu í Skorunni en urðu frá að hverfa vegna hruns. Gummi dúlla(ri) valhoppaði fyrir neðan og tók myndir á stjörnukíkinn sinn.
Góður dagur á fjöllum.
Robbi
3. febrúar, 2008 at 20:59 #52384AnonymousInactiveRobbi leiðin ku heita Dreitill og er það í stíl við sturtuna sem þið fenguð á ykkur. Þegar ég klifraði þessa leið með Palla var hún einnig sturta neðst. Dreyrir er minnir mig í Skarðsheiðinni.
Hvernig var með Skabba og co? Þeir hafa ekki komist fyrstu spönnina því þar er aðeins hrun en ekkert þar fyrir ofan og þar byrjar allt fjörið.
Olli3. febrúar, 2008 at 21:04 #52385RobbiParticipantDreyri eða dreitill hvor svo sem það er þá er það þessi hér:
http://picasaweb.google.com/roberthalldorsson/UndirEyjafjLlum/photo#5020812339058560866
myndin er gömul, myndir væntanlegar.
robbi
3. febrúar, 2008 at 21:18 #52386RobbiParticipantBúinn að finna þetta út. Það var hvorki Dreitill né Dreyri…Það var Bjarta Hliðin sem við Siggi klifruðu. Mjög góður og pumpandi dagur á fjöllum.
https://www.isalp.is/gallery.php?id=2386_576_1
robbi
3. febrúar, 2008 at 21:29 #52387Björgvin HilmarssonParticipantThumbs up strákar! Leiðin lítur vel út. Nú bíður maður bara eftir að sjá myndir af henni eins og hún var í dag. Spurning hvenær Gummi kemur einhverju frá sér.
Ég kveð í bili, hoppa væntanlega upp um hátt í 30 gráður í lofthita á morgun. Geri ráð fyrir að sísonið hér á landi sé bara rétt að byrja.
Megi ísinn vera með ykkur Ísalparar…
3. febrúar, 2008 at 21:35 #52388AnonymousInactiveJú rétt hjá þér þetta er Bjarta hliðin hans Palla. Fannst ykkur þetta vera P6??? Hún var mjög björt að sjá í gær og frábært að þið hafði farið þessa leið sem Palli sagði að yrði seint endurtekin. Dreitill er þetta brothætta austan við Paradísarheimt sem þú varst með mynd af.
Olli3. febrúar, 2008 at 21:36 #52389Ágúst Þór GunnlaugssonParticipantVið Skabbi prófuðum einhverja örmjóa línu sem er við hliðina á Paradísarheimt, sem sagt ekki Skoruna heldur einhverja leið sem liggur upp hornið hægra megin við hana.
Ég var komin 15-20 metra upp leiðina þegar að frekar óskemmtileg hrunsería byrjaði niður leiðina okkar sem einhverskonar mjó rás upp klettinn. Nokkrir molar í handboltastærð flugu framhjá hausnum og þá sagði ég stopp.
Skoran var megablaut, ekki bara fyrsta spönn sýndist okkur. Svo var hrun í Paradísarheimt ekki til bæta sjálfstraustið.
En Eyjafjöll er mega flott svæði. Skelli myndum af tilþrifum strákana inn á netið við tækifæri.
Ági
3. febrúar, 2008 at 22:17 #52390AnonymousInactiveLeiðin sem þú talar um var farin fyrir nokkrum árum af Guðmundi Helga og Jóni Hauki minnir mig. Skoran var rennblaut niðri og rétt í byrjun á 2. spönn. En sjálf skoran var alveg þurr og er það í fyrsta skiptið sem ég klifra sjálfa skoruna í algerlega þurrum aðstæðum. Það skal tekið fram að fyrsta spönnin á skorunni eru alveg fullir 40 metrar og enda uppi í eins konar helli undir þakinu þar sem sjálf skoran byrjar. Ef menn eru að stoppa neðar þá eru þeir að setja sig í hrunhættu. Eina hrunið sem við sáum þarna var úr stálinu fyrir ofan og rétt vinstra megin við sylluna góðu. Það kom hrun þegar við vorum báðir komnir upp á sylluna. Já það er alltaf að koma hrun úr fossinum það er alveg eðlilegt en alltaf frekar óþægilegt að heyra þungar drunurnar á c.a. hálftíma fresti þegar stór stykki hrynja niður fossinn. Það gerðist nokkuð oft í gær.
Olli3. febrúar, 2008 at 22:47 #52391Siggi TommiParticipantJa, hvernig á að meta P6 annars?
Þetta var alla vega alveg óheyrilega yfirhangandi og tæknilegt nánast alla leið.
Fyrsta spönnin var sú allra erfiðasta sem ég hef klifrað (mun erfiðari en fyrsta spönnin í Stekkjastaur á Festivalinu í fyrra en Albert og co. sögðu hana vera WI6) og fær Robsterinn stórt prik fyrir að leiða hana svona glæsilega.
Önnur spönnin var aðeins skárri, „bara“ létt í fangið fyrri partinn og svo lúmskt erfitt lóðrétt restina eftir hliðrun undir tjaldi. Erfiðari en flestar 5. gráður sem ég hef prófað og prýðilega leitt hjá Hr. R.
Þriðja spönnin var svo meira hressandi en leit út fyrir með tveimur 5m létt slúttandi höftum og rest aðeins skárri (samtals 25m brattur ís) og svo 25m skrölt upp fyrir brún. Nokkuð hressandi leiðsla fyrir mig en ætli hún hafi ekki verið svona temmileg WI5 (ætli það sé ekki ca. P3?
Var Palli búinn að gráða þessa leið annars?3. febrúar, 2008 at 23:57 #52392AnonymousInactiveÞetta er í raun fyrsta og að mig minnir eina leiðin sem Palli hefur gráðað hærri en 5+. Hann getur staðfest það. Jú okkur grunaði að hún væri í ansi hressandi aðstæðum núna. Palli getur sagt þér(ykkur) frá því hvernig leiðin er núna miðað við það sem hún var þegar hann leiddi hana. Hún er alla vega ekki í auðveldari aðstæðum.
Olli.4. febrúar, 2008 at 08:43 #52393Páll SveinssonParticipantTil hamingju félagar.
P gráða er gríngráða sem festist á mig þar sem ég gráðaði aldrei hærra er 5. Bjarata hliðin er WI6 en ég hún fékk P til að halda gríninu á lífi.
Neðri hluti leiðarinnar leit út fyrir að vera svipaður og þegar ég fór hana en efrihlutinn leit út fyrir að vera mun erfiðari en um árið.
Þetta gerist nú ekki mikið erfiðar ef þetta á að kallast ísklifur á annað borð.
kv.
Palli4. febrúar, 2008 at 09:01 #52394Páll SveinssonParticipantNokkrar staðreindir um Eyjafjöllin.
1. Þar er alltaf íshrun. Stundum mikið og stundum lítið.
2. Þar eru allar leiðir blautar. Versta sem ég hef lent í er að þurfa að líta niður til að anda.
3. Alltaf sól og fallegt veður. (Ef þau eru í aðstæðum)
4. Það eru allir í vandræðum með að lýsa því hversu frábært er að klifra þarna.kv.
Palli4. febrúar, 2008 at 10:34 #52395RobbiParticipantSvo til að gera þetta ennþá meira spennandi vorum við að sjálfsögðu fetlalausir…free your mind.
Robbi
4. febrúar, 2008 at 10:36 #52396AnonymousInactiveEins og ég hef verið að segja ykkur síðustu tvö árin Robbi þá eru þið mikið betri ísklifrarar en ykkur grunar. Þið eruð kannski farnir að gera ykkur aðeins grein fyrir því núna.
Olli4. febrúar, 2008 at 11:25 #523970801667969MeðlimurJá Palli hittir naglann á höfuðið. Eyjafjöllin eru einfaldlega mest og best. Þetta er miðja alheimsins. Annars kann ég ágætis sögur frá þeim bændum sem fylgst hafa með klifrurum þarna á þessu svæði. Allt frá fyrstu ferð upp Paradísaheimt og næstu ferðum á eftir. Held að Palli hafi verið talin sá ruglaðasti af öllum.
Kv. Árni Alf.
4. febrúar, 2008 at 13:31 #52398AnonymousInactiveÉg misritaði í lýsingu minni á fyrstu spönninni í Skorunni. Hún er fullir 60m. Palli var farin að toga í línuna þegar hann rétt komst upp á sylluna góður. Ef maður stoppar í slabbinu þar fyrir meðan er maður að setja sig í óþarfa áhættu.
Olli -
HöfundurSvör
- You must be logged in to reply to this topic.