Stóri Bróðir

Home Umræður Umræður Almennt Stóri Bróðir

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #46319
    Karl
    Participant

    Í kjölfar hvarfs þjóðverjann á Svínafellsjökli er enn og aftur búið að vekja upp drauginn um tylkinningaskyldu fjallamanna.
    Landskunnur göngumaður og Ísalpari talaði um það í morgunútvarpinu að tilkynningaskyldan drægi úr slysahættu á fjöllum. Slíkt er hrein firra þars sem slys á borð við fall og snjóflóð er als ótengd því hverjir vita af ferðum þínum.
    Það að láta vita af ferðum sínum er hinsveg mjög nauðsynlegt til að að fyrr sé komið til hjálpar og staðsetning sé nákvæmari.

    Landsbjörg hefur lengi boðið upp á tylkinningaþjónustu fyrir fjallamenn. Það mætti setja upp nokkur skilti í Öræfum og kynna þessa þjónustu. Það mættti líka leyja mönnum e-h fjarskiptabúnað sem þá þarf sína þjónustu.

    Brýnast tel ég þó að Ísalp berjist fyrir því að komið verði upp GSM sendi/sendum sem dekka flesta dali og brúnir öræfajökuls.

    En ég sé því flest til foráttu að koma upp lögboðnu eftirlitskerfi.

    ps.
    Það er víst verið að leita að fjallamönnum til leitar í Hrútfelli og Hvannadalshrygg…

    #51632
    Anonymous
    Inactive

    GSM símasamband er á mjög mörgum stöðum þarna á þessum stað. Ég stóð uppi á Neðri Dyrhamri og talaði í síma og var fínt samband. Það sama eru um allan Svínahrykkinn og meira. En það væri mjög gott að koma upp GSM sambandi lengra upp fyrir ofan brún. Það væri mikill fengur í því. Mér finnst að það ætti mikið frekar að gefa mönnum kleift að leigja fyrir sanngjarnt gjald Tetra fjarskiptstöðvar og þá er hægt að ferilvakta menn þ.e. sjá hvar þeir eru nákvæmlega(ef þeir kveikja á stöðinni). Það væri mikið öryggisatriði að hafa slíkt og einni að geta sparað stórpening í leit af mönnum ef eitthvað kemur fyrir. Ég er hins vegar á móti tilkynningarskyldu íslenskra klifrara þarna.
    Varðandi leitina mundi ég persónulega einbeita mér af Hrútfjallstindum og stöðum þar sem klifur er mögulegt því það er líklegast að um klifurslys hafi verið að ræða þó margir aðrir möguleikar séu í stöðunni. Mér finnst harla ólíklegt að þeir hafi dottið í sprungu þó ekki sé hægt að útiloka slíkt. Ég er nú búinn að þræða þetta svæði fram og til baka þetta árið og þekki það orðið ansi vel. Þarna eru margar hættur þó svo að fjölmiðlar séu andi iðnir við að spenna þetta upp og gera þetta mikið hrikalegra en það er.
    Olli

    #51633
    Robbi
    Participant

    Þetta var nú ekki „blásið“ upp af fjölmiðlum, þetta svæði var fáránlega sprungið og sprungurnar bæði MJÖG djúpar og stórar. Staður sem ætti ekki að ferðast á þessa dagana.
    Robbi

    #51634

    Tetra er ekki að gera sig í þarna í fjöllunum fyrir austan. Þarna uppfrá var GSM að koma betra út heldur en þetta Tetra drasl. Annars er ég sammála Robba með það að fjölmiðlar voru ekki að blása þetta upp. Aðstæður voru virkilega erfiðar og allir sem komu að þessari leit eiga hrós skilið, hvort sem það eru björgunarsveitarmenn, þyrlusveit LHG eða kvennadeildin á Höfn sem hélt veislu fyrir okkur á laugardagskvöld.

    kv. Ágúst Þór

    #51635
    0510815879
    Meðlimur

    Eins svæðisstjórnin segjir í kvöldfréttum ætti bara loka jöklunum í ágúst og september og þá er þetta ekkert vandamál………..NAT
    Annars ætti ekki að vera svo mikið mál að setja upp upplýsinga/viðvörunarskilti og póstkassa og eyðublöðum utan á þjónustumiðstöð, menn geta svo sem ráðið því hvort þeir vilja láta vita að sér eða ekki. Er ekki viss um að svona þjóðverjar tími að hringja eitthvert eða hafa kveikt á símanum yfir höfuð….

    kv. Arnar

    #51636
    2208704059
    Meðlimur

    „Tetra er ekki að gera sig í þarna í fjöllunum fyrir austan. Þarna uppfrá var GS
    M að koma betra út heldur en þetta Tetra drasl.“

    Athugasemd við skrif Ágústs um Tetra:

    Þetta er alveg rétt og þarf ekki að koma neinum á óvart. Öll kerfi þurfa senda.
    GSM kerfið væri líklega ekki að gera mikið ef sendarnir væru færri eða engir.
    Til allrar lukku er töluvert mikið eftir af sendum og það er væntanlega sjálfsag
    t að reyna að covera þetta erfiðasta fjallasvæði landsins með einhverju af þeim.
    Það sem þú kannski veist ekki er að td. ég, gat hér heima í Reykjavík fylgst með
    öllum VHF fjarskiptum á svæðinu vegna þess að þeim var endurvarpað í gegnum TET
    RA. Sem stjórnanda minnar sveitar leið mér mun betur að heyra „mínar raddir“ öð
    ru hvoru.
    Þar sem stöðvarnar voru í sambandi byrtust leitarhóparnir strax á skjá leitarstj
    órnar sem er gríðarlega mikilvægt, jafnvel þó að það sé bara punktur og punktur
    á stangli.

    Ég ætla að óska öllum sem tóku þátt í aðgerðinni til hamingju með frábæra frammi
    stöðu en jafnframt að vona að menn beri gæfu til þess að skjóta ekki í kaf frábæ
    rt öryggiskerfi sem enn er í uppbyggingu.

    Hlynur Skagfjörð Pálsson Hjálparsveit skáta Reykjavík.

    #51637
    2208704059
    Meðlimur

    Best að halda áfram. Sammála Arnari. Friðrik Jónas gekk nú töluvert of langt í forræðishyggjunni með þessari tillögu.
    Það væri nær að við björgunarsveitarmenn gerðum meira af því að ferðast um jöklana þegar aðstæður eru mest krefjandi.
    Það er jú einu sinni út af svona atvikum sem björgunarsveitir eru til, þó ég sé ekki að óska fleiri dauðaslysa.

    #51638

    Ég nenni ekki í rökræður um tetra hér, enda ekki vetvangurinn fyrir það. Flott kerfi fyrir lögguna og aðra viðbragðsaðila. Ég nenni bara ekki að vera með tvær talstöðvar á mér í aðgerð.

    Annars um tilkynningarkerfi. Í fyrra sá ég fyrir neðan klifursvæðið Yamnuska í Kanada einskonar Log-bók í vatnsheldum kassa sem klifrarar skrifuðu nöfnin sín í og sögðu hvaða leið þeir ætluðu og hvenær þeir lögðu af stað. Það yrðu hins vegar margar svona log-bækur ef við vildum svona kerfi hér heima. Langaði bara að benda á að þetta er leið sem er notuð.

    Svo á bara að brýna fyrir ferðamönnum að láta vita af ferðum sýnum og sýna skynsemi.

    Ágúst Þór

    Lengi lifi VHF

    #51639
    2208704059
    Meðlimur

    Sammála Ágúst í öllu sem hann segir. Nenni heldur ekki að rökræða, nenni heldur ekki að sjá ÍSALPARA baula út í bláinn um hluti sem þeir kunna ekki skil á. Þannig er blaðrað á spjallvef 4×4 en ekki af metnaðarfullum fjallamönnum.

    Hlynur Sk.

    Ps. Annars er ég ánægður með að Ágúst er einn af þessum „ungu“ alvöru fjallamönnum (20 ára) sem einfaldlega er allt of lítið af í björgunarsveitunum.

    #51640
    2806763069
    Meðlimur

    Já þessi svæðisstjórnargaukur í fréttunum var bara nokkuð fyndin. Ef einhver skilur ekki brandrarnn þá hef ég farið á Hnjúkinn í mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, septemer og desember og ef maður segir að aðal hættrnar séu þrjár:
    Veður, sprungur, snjóflóð þá skorar sumarið júní, júlí og ágúst ásamt september lægst í öllum flokkum (miðað við eðlilega ferðahætti og kunnáttu).

    Það eina sem reyndar veldur stundum vandræðum síðsumars er að Hnjúkurinn sjálfur verðu brattur og ísaður.

    Þetta er því ekki bara forræðishyggja heldur fáránleg yfirlýsing á alla kannta. Er þetta alveg rétti maðurinn til að stýra stærstu aðgerð Slysbjargar í fjalllendi?

    Annars alltaf skemmtilegar þessar pælingar um boð og bönn.
    Hver á að framfylgja fjallabanni eða tilkynningarskildu? Lögreglan í Skaftafelli (eða kannski á bara að fá Hnappavallalögguna í hlutverkið ! ) ?
    Og hver yrðu viðurlögin, mannbroddarnir gerðir upptækir? Fángelsun eða bara útlegð í Síberíu?
    Þannig hugmyndir eru allar mjög einfaldlega hlægilegar hvort sem litið er á þær frá praktískum sjónarmiður eða frá því sem teljast verður eðlilegt frelsi einstaklingsins. Geri ráð fyrir að sömu aðilar séu líka að spá í að banna sölu áfengis í miðbæ Reykjavíkur um helgar. Slíkt bann yrði afar áhrifaríkt til að draga úr ofbeldi í miðbænum og myndi vafa lítið bjarga fleiri mannslífum.

    Ég er sammála Arnari með upplýsingaskilti við helstu leiðir. Þar sem varað er við hættunum, hvort sem er fyrir fjallamenn eða alla túrhestana sem koma sér í vandræði með því að fara upp á skriðjökla á strigaskóm.

    Það vill reyndar svo skemmtilega til að lengi hefur staðið til að setja upp svona skilti en af einhverjum ástæðum hefur viðkomandi aðili ekki komið því í verk!!??? Skildi það hafa breyt einhverju?

    Log bókin hljómar líka afar vel!

    #51641
    Sissi
    Moderator

    Úff, hrikalegt að það þarf einhver alltaf að koma með eitthvað af neðangreindu;

    1) Hver á að borga?
    2) Skyldutryggingar fyrir hálendið
    3) Hræðilega dýrt svona útkall – borgarar greiða (NOT)
    4) Banna hitt og þetta

    Ég bjóst hinsvegar ekki við því að sjá einn af „okkar mönnum“ í SL koma með svona punkt. Það þykir mér miður, sem fjallamaður, meðlimur í SL og einn af hinum 5 flippuðu ásamt Ágústi um helgina.

    Það sem mætti gera er að auka upplýsingaflæði, hafa einhverja bæklinga liggjandi frammi um ferðalög á hálendinu og klifur, rétt eins og ökubæklingana sem eru til fyrir túristana, koma upp einhverjum svona baukum og auka upplýsingagjöf.

    Boð og bönn erum engum til góða.

    Athyglisvert einnig að það er ekkert sérlega mikið af efni fyrir útlendinga um klifur á Íslandi á netinu, og enn minna af því sem finnst á praktísku nótunum, hvað ber að varast, hvenær er sísonið í gangi osfrv. Þetta er kannski eitthvað sem væri hægt að henda inn hérna á vefinn, smá pistli og greininni hans Halla Guðmunds t.d.?

    Kveðja,
    Sissi

    #51642
    Sissi
    Moderator

    Jæja, þessi harði með mjúku fyllingunni náði að pósta á undan mér, en ég tek eiginlega undir þetta með honum líka.

    Voðalega eru allir sammála hérna, í einhverjum rúllusleik. Er þetta nýja Ísalp?

    Ef einhver gæti þetta væri það Hnappavallalöggan, er ekki málið að fá hana í miðbæinn um helgar? Þá mætti heyra saumnál detta.

    Siz

    #51643

    Boð og bönn eru ekki málið. Forvarnir og leiðbeiningar eru hins vega klárlega eitthvað sem má bæta. Ekki erfitt fyrir Slysbjörgu að fá að setja upp skilti í tollinu í Leifstöð sem segir ,,Going hiking?. Check this out!!!“ Svo væru upplýsingabæklingar fyrir neðan.

    Pæling sem má útfæra á ýmsa vegu.

    En hvað veit maður- ég er líka geðveikur eins og stendur í mogganum í dag!

    Ági

    #51644
    0311783479
    Meðlimur

    Hæhæ

    Ég henti saman einhverju smálegu um fjallamennsku á Íslandi fyrir fjallaklúbbinn sem ég er í, í Skotlandi. Það er sjálfsagt að setja það á vefinn ef það hjálpar einhverjum.

    Annars trúi ég í prinsipi á fresli einstaklingsins til að taka eigin ákvarðanir og axla ábyrgð á þeim. Að banna eða loka einhverjum svæðum tímabundið fyrir umferð göngu- og fjallamanna út af slæmum aðstæðum er klassískt framsóknarmennska sem við höfum lítið við að gera.

    Btw þá tók Hróbjartur sig vel út á síðum morgunblaðsins þar sem hann stóð í hlíðum Hrútfjallstinda og horfði yfir leikvanginn.

    Erfið leit og líklega sannar þetta hvað mikilvægt það er fyrir björgunarsveitir að hafa á að skipa top class fjallamönnum.

    Kveðja
    Halli

    #51645
    Anonymous
    Inactive

    Ég á ekki til eitt einasta orð. Loka jöklinum!!!!!. Hvernig í ósköpunum ætla þessir menn að fá mannskap til að koma í veg fyrir að ég fari á næstunni upp Svínafellsjökulinn og upp Svínahrygg. Ég á eftir að gera það í mínu verkefni. Mér þætti bara gaman að sjá þá reyna. Ef þeir loka jöklinum fer ég bara upp Morárdal og fer löngu leiðina. Að loka jöklinum er álíka viturlegt og banna fólki að keyra bíl ef dauðaslys verða.
    Þessir merku menn hjá Landsbjörgu(sem eru að vísu að gera mjög gott starf) ættu kannski að tala við okkur klifrara betur til þess að vita hver örlög þessara manna hafa líklegast orðið.
    Þeir segja að líklegast sé að þeir séu ofan í sprungu eða svelg.
    Ég spyr ykkur klifrara. Þegar þið hafið klifrað(sigið) ofan í sprungu eða svelg farið þið þá allir ofan í??? Takið þið alltaf allt dótið ykkar með ykkur niður? Ég hef margoft sigið ofan í svelg en aldrei dottið í hug að taka allt dótið mitt með mér. Ef ég er eingöngu með einum öðrum dytti mér aldrei í hug að við báðir færum ofan í samtímis.
    Ef ég er að ganga á slæmu sprungusvæði(sem ég gerði í gær á Skálafellsjökli) þá göngum við alltaf hver á eftir öðrum. Ef einn fer ofan í sprungu er annar til frásagnar. Ef við erum í línu er það ekki mjög erfitt mál að halda manni sem dinglar í sprungu og ná honum upp. Fyrir tvo menn að fara í einu ofan í sprungu er annað hvort alveg ótrúleg ólukka eða nánast ómögulegt.
    Hvað hefur þá gerst? Ég ætla nú ekki að fara að segja mig í spámannssætið en segja líklegast sé á klifurslysi eða að hafa fengið yfir sig ísblokk á stærð við einbýlishús sem er nóg af þarna í ísfallinu fyrir vestan Tindaborgina(Kirkjuna). Ég veit bara þegar einhver missti út úr sér að Virkisjökull væri svo sprunginn að hann væri bara fyrir sérþjálfaða fjallamenn að þá fór maður að hugsa sig tvisvar um. Ég hef farið með 20 hópa af algerlega óvönu fólki yfir Virkisjökul og aldrei dottið í hug að segja mannbrodda á nokkurn mann.
    Ég vil nú taka ofan af fyrir þeim sem klifruðu Hrútfjallið á þessum tíma það var hrauslega gert.

    Kveðja Olli,.

    #51646
    2806763069
    Meðlimur

    Ef menn fara í að gera svona upplýsingarbæklinga eða skilti þá er eitt athygglisvert vandamál sem verður að fylgja. Ég veit ekki alveg hvernig á að skýra þetta í stuttu máli þannig að hér kemur enn ein langlokan. kannski einhver annar geti svo set þetta betur fram í væntanlegum upplýsingarpésa.

    Mjög margir fjallamenn frá Evrópu nota svokallaða short-rope tækni til að ferðast í fjalllendi. Þessi tækni nota þeir þar sem að fjallaleiðsögumenn í Ölpunum nota hana til að auka öryggi viðskiptavina sinna.

    Tækning fer í megin atriðum þannig fram að leiðsögumaðurinn festir sig við viðskiptavininn með línum þannig að á milli þeirra eru nokkrir metrar. Hann tekur svo mest af línunni í hönk og hefur aðeis stutt í kúnan og getur þannig stýrt honum í tæknilegum erfiðleikum. Þegar á þarf að halda getur leiðsögumaðurinn nýtt alla línuna til að klifra sjálfur óhindrað upp stutta erfiðleika og síðan tryggir hann kúna á eftir sér.

    Þeir sem hafa snefil af skilningi á ferðamennsku á jöklum sjá strax að þessi aðferð er ekki tilþess fallinn að auka öryggi. Þvert á móti verða áhrifin sú að ef annar aðilinn fellur í sprungu nær hann miklum hraða áður en línan verður strekt milli hans og félagans. Það eru því góðar líkur á að félagin fylgi með niður í sprunguna.

    Ef ég ætti að skrifa skáldsögu um örlög þjóðverjanna væri þetta sú atburðarrás sem ég teldi best til þess fallna að tveir menn hverfi með húð og hári um mitt sumar.

    Íslendingar eru duglegri við að ganga í strektri línu á jöklunum. Ég hef hinsvegar oft á tilfinningunni að þeir hópar sem maður hittir á jöklinum séu ekki alveg með á nótunum um það hvernig ná á félaganum upp úr sprungu. Flestir gera einfaldlega ráð fyrir að hægt sé að toga menn upp með handafli (sem er vissulega hægt í vissum aðstæðum hafa maður nægan mannskap).

    Annars verð ég að játa að ég er ekki fullkominn andstæðingur þess að hafa reglur um ferðamennsku á jöklum.
    Þær reglur sem ég vill sjá snúa þó eingöngu að þeim sem þiggja greiðslu fyrir að lóðsa aðra um þessi svæði.
    Það eru annsi mörg tilfellinn þar sem maður hefur séð til hópa á jöklinum þar sem „leiðsögumaðurinn“ hefur algerlega mist stjórn á hópnum (ég hef jafnvel mætt línulausum kúnum sem hafa gefist upp og eru að rölta niður einir og eftirlitslausir).
    Auk þess sem maður hefur litla trú á að leiðsögumennirnir hafa yfir fullnægjandi kunnáttu í línuvinnu að ráð til að geta náð einhverjum upp.

    Á hverju vori, þegar mestar líkur eru á að menn brjóti í gegnum snjóþekjuna og veður koma hvað hraðast inn, sér maður þetta. Og það er ekki spurning um hvort heldur hvenær slys gerast.

    Slíkar reglur yrðu ekki síst til að auka virðingu almennra fjallamanna fyrir þeim hættum sem eru á jöklum landsins og maður sæi færri tilfelli þar sem hann Jón Jónsson sem fór upp í fyrra og lærði 8-tu hnút og vistaði leiðina inn í GPS tækið sitt kemur með alla vini sína og „leiðir“ þá á toppinn.

    #51647
    2806763069
    Meðlimur

    Ég var búinn að skrifa ofangreint áður en Olli skrifaði sinn pistil hér kemur því framhaldið (já, það er rólegt í vinnunni í dag):

    Ástæðan fyrir því að ÍFLM notar ekki Virkisjökulinn er einfaldlega sú að það er mun auðveldara að fara Sandfellið. Þar eru einnig engar brekkur þar sem snjóflóð geta fallið (nema í Hnjúknum sjálfum). Það sem gerði útslagið með þetta var það að jökullinn hafði hörfað mikið í stóru fönnunni þar sem hækkunnin byrjar eftir að komið er af skriðjöklinum. Landslagið þar varð einfaldlega of óstöðugt og erfitt yfirferðar.

    Áður en til þessa kom vorum ÍFLM farnir að færa sig yfir á Sandfellið þegar leið á sumarið vegna þess að stór sprunga lokaði leiðinni við Dyrhamar. Reyndar er líklega enn hægt að fara þessa leið á hvaða árstíma sem er með því að læðast undir Dyrhamarinn. Það er hinsvegar ekki hægt að réttlæta hættuna á grjóthruni úr Dyrhamrinum þegar menn eru á ferð með óvant fólk og/eða stóra hópa.

    Svo held ég ekki að þú þurfir að hafa neinar áhyggjur af því að menn meini þér aðganga að fjallasvæðum á landinu. Þetta er fyrst og fremst bara fyndið og ekki nokkur hætta á að málsmetandi menn taki svona pælingar alvarlega.

    Ég hvet þig (Olli) og aðra þá sem hafa bakgrunninn til að meta þær hættur sem eru í fjalllendi að taka ákvarðanir á eigin forsendum. Það sem kemur í fjölmiðlum er ekki endilega það rétta og ég hef aldrei litið á það sem einhvern heilagan sannleik.
    Á sama tíma er mikilvægt að menn geri sér grein fyrir að þegar ferðast er með óvönnu fólki eru öryggiskröfur allt aðrar en þegar maður er með félaganum. Því verður að meta hættur og taka ákvarðanir á annan hátt. T.d. nota ekki Virkisjökulinn vegna hættu á grjóthruni!

    #51648
    2707662939
    Meðlimur

    Ég er nú lítt vanur að tjá mig á spjallþráðum hér og þar en langar að leggja orð í belg. Ég held að menn megi ekki taka orð þessa ágæta svæðisstjórnarmanns of alvarlega um að loka jöklinum, held að hann hafi fyrst og fremst verið að tjá sína skoðun en ekki aðgerðarstjórnarinnar eða SL. Sjálfur var ég í aðgerðarstjórn þarna stóran hluta tímans og þessi umræða kom aldrei upp þar né eftir aðgerðina.
    Það sjá það allir sem þekkja til að þetta væri hvorki hægt í framkvæmd né í raun nokkur nauðsyn á. Mun skynsamlegar er að efla forvarnir, fræðslu og leiðbeiningar til ferðamanna, hvort sem þeir koma af klakanum eða annars staðar frá. Þar getur Ísalp lagt fram góðan skerf sem fulltrúi fjallamanna t.d. með því að efla enskar síður (veit…auðvelt að segja :o) ).
    En aðstæður þarna voru erfiðar og hættulegar og þeir menn sem lögðu sig alla fram eiga mikinn heiður skilinn fyrir þeirra framlag. Án þessa að vilja gera upp á milli margra góðra manna þá langar mig eh að heyra betur „ferðasögu“ þeirra Freysa, Gústa Þórs, Sissa og fleiri á Hrútfjallstind á laugardeginum. Þessir menn og margir fleiri til sýndu ótrúlega elju í að klára sín verkefni.
    Umræðan um „tilkynningaskyldu“ er hinsvegar af hinu góða og til þess fallinn að skref verða stigin og vonandi í rétta átt. Þar verða félagasamtök og aðilar í ferðaþjónustu að taka höndum saman og vinna saman að málum.
    Takk
    Jónas G

18 umræða - 1 til 18 (af 18)
  • You must be logged in to reply to this topic.