Staða mála

Home Umræður Umræður Almennt Staða mála

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #44913
    Hrappur
    Meðlimur

    Það var fjölmennt í Ömtinni um helgina. Fjórar línur voru hreinsaðar og ein boltuð í vesturhlutanum (þrátt fyrir norðan 25 metra) Það voru settir vinnuboltar uppá að Vestan og komast menn í þó nokkrar línur úr þeim.
    Að sunnan verðu er komin boltuð leið 10 boltar og sirka 18 metrar hún er um 5.8 /5.9 og fer það eftir hvort maður taki hana Valshamar style eða ekki (það er stígi út á næsta stuðul) Eftir miklar vangaveltur var horfið frá því að kalla fyrstu leiðina Anus til heiðurs mönunum sem gerðu Janus á hnappavöllum og fékk hún nafnið Guðlast! í ljósi þess að þetta eru boltar í nágreni Stardals. Ef veður verður slæmt fyrir austan en skaplegt hérna í bænum verður amsk 1 borvél þarna uppfrá um helgina ef einhver hefur áhuga. Svo þarf að setja stikur uppeftir við tækifæri.

    p.s Kamarinn fór upp á völlunum um þarsíðustu helgi.

    Kv Anus

    #49767
    0309673729
    Participant

    Frábært framtak!

    kveðja
    Helgi Borg

    #49768
    Páll Sveinsson
    Participant

    Það er algjört möst að fá að setja inn einn bollta. Minna má það ekki vera eftir allt tuðið.

    kv.
    Palli

    Fæ ég annars ekki græuna lánaða;-)

    #49769
    Hrappur
    Meðlimur

    Getur verið að ég verði þarna með bensínrokkinn um helgina þá færðu að sjálfsögðu snúning. Það má ekki hafa af mönnum þá sælu tilfinningu að bolta í Stardalskennt bergið eftir það sem undan er gengið.

    P.s Ef einhverjir vilja gera leiðir uppfrá þá er bara að ganga í það. Við getum svo verið mönnum innan handar með vélar og verkfæri (og tuð). En menn verða helst að kaupa sína bolta sjálfir (ég hef skaffað þá hingað til) Augun verða svo í boði Boltasjóðsins. Bendi mönnum á að kaupa helst 95mm langa og 10mm þykka heitgalv bolta. Fisher,Upat eða Hilti. þetta er svona lágmarks lengd. Þið sjáið strax hvað er búið að þrífa og vinnsamlegast veljið aðralínu. Þetta er aðalega að austan, það á að vera hægt að síga í þó nokkrar nýjar línur úr þeim vinnuboltum sem settir voru um daginn.

    p.p.s Palli ég skal meiraðsegja lána þér bursta líka, held þú hafir aldrei átt svoleiðis ;-)

    #49770
    0309673729
    Participant

    Hvað þarf að kaupa í top-akkerið?

    kveðja
    Helgi Borg

    #49771
    Hrappur
    Meðlimur

    Það er bara sama 95 mm í top líka

    #49772
    0309673729
    Participant

    Þarf ekki keðju, hlekki í augun og stálkarabínu?

    #49773
    Hrappur
    Meðlimur

    það er eithvað lítið til af keðjum. gammlar karabínur verða víst að duga til að byrja með. Svo þarf að endurnýja keðjur í Valshamri þær voru vitlaust settar, karabínan á að vera í boltanum og lásinn svo í karabínuna. Þetta sem var skipt um nýlega er alt orðið haugryðgað vegna spennutæringar. Það þarf að gera þetta allt aftur :(

    #49774
    Hrappur
    Meðlimur

    Fer því miður austur um helgina. Bendi á Jökul drangan, en hann er í bæjnum um helgina og er með besínrokkinn okkar undir höndum.

    Kv Hrappur

9 umræða - 1 til 9 (af 9)
  • You must be logged in to reply to this topic.