Núna eru allar skíðaleiðir í Bláfjöllum sem landmótaðar voru í fyrrasumar og snjógirðingar reistar meðfram komnar inn. Þ.m.t. Norðurleiðin lang vinsælasta skíðaæðin.
Það er því í raun engin fyrirstaða að opna nema helst skítaveður a.m.k. næstu daga.
Ég tel að þarna sé komin enn ein sönnunin fyrir byltingarkenndu gildi þess að girða og landmóta. Skíðaleiðir sem ekki hefur verið landmótað og girt við eru hins vegar ekki inni þ.e.a.s. snjólausar að kalla. Þetta sýnir kannski best mátt girðinganna.
Að það sé fræðilega hægt að opna Bláfjöllin svona snemma sýnir hvað landmótunar- og girðingastefnan er að skila skíðafólki.
Kv. Árni Alf.