„…verður hafist handa við lagningu veitukerfis um skíðasvæðið sem verður um 2.600 metrar að lengd en um kerfið verður hægt að dæla 80 sekúndulítrum af vatni sem fást úr 18.500 m3 tjörn sem grafin verður nokkru sunnan við skíðasvæðið. Búist er við því að framkvæmdum ljúki um miðjan október og hefst þá snjóframleiðsla um leið og aðstæður leyfa.
Til að búa til snjóinn þarf að vera í það minnsta tveggja gráðu frost en því meiri sem kuldinn er því meiri verður framleiðslugetan. Stefnt er að því að opna skíðasvæðið eigi síðar en 3. desember 2005.“
Já þeir eru nú bestir í því norðan menn að láta dæluna ganga! Mér skilst að í Þingeyja-sveit sé verið að vinna að svipuðu verkefni nema dælt verður lofti í stað vatns, mér skilst að heimamenn verði notaðir í stað tjarnar sem uppspretta.