Snjóflóðafyrirlestur part 2

Home Umræður Umræður Almennt Snjóflóðafyrirlestur part 2

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #47544

    Á morgun (20/01/2010) kl. 20, er seinni fyrirlesturinn um snjóflóð og að þessu sinni er það Árni Jónsson (www.snjoflod.is) sem talar.

    Það hafa þrír seljendur snjóflóðabúnaðar nú þegar boðað komu sína til að kynna vörur sínar, þ.e. RS-Import (Garmin-búðin) sem eru með ARVA og Garmin, Fjallakofinn sem er með Pieps og fleira og Safalinn sem er með Barryvox.

    Ég mun segja frá kynningarafsláttum hér um leið og ég fæ upplýsingar um þá en nú hef ég fengið staðfest að RS-Import verða með 20% afslátt af ARVA og Garmin sem gildir annaðkvöld og tvo næstu daga þar á eftir.

    Fylgist vel með þessum þræði…

    Sjáumst annaðkvöld!

    #55052

    Dóri í Fjallakofanum mætir með dót til að sýna og hefur framlengt sitt tilboð á snjóflóðabúnaði til 20. jan. Svo það gildir þá enn annakvöld og síðasti séns að nýta sér það. Hann er sem dæmi með 25-30% afslátt af ýlum. Sjá nánar á http://www.fjallakofinn.is

    #55053
    Skabbi
    Participant

    Það er ánægjulegt að sjá hvernig þessi fyrirtæki eru tilbúin að koma til móts við félagsmenn Ísalp þegar kemur að grundvallar öryggisbúnaði. Ég tek að ofan fyrir þessum ágætu fyrirtækjum og vonast til að sjá sem flesta á fundinum á morgun.

    Allez!

    Skabbi

    #55054
    Skabbi
    Participant

    Og svona rétt til að koma fólki í stemminguna fyrir kvöldið:

    http://vimeo.com/6581009

    …heppinn…

    Skabbi

    #55057
    1108755689
    Meðlimur

    Frábær fyrirlestur í gær. Nördaskapur á hæsta plani.

    Takk fyrir mig
    B

    #55058
    1908803629
    Participant

    Ég tek undir það. Alveg merkilegt hvað maður er búinn að læra mikið á tveimur kvöldstundum – lífsnauðsynleg þekking sem maður hefur lítið spáð í til þessa.

    Meira af þessu takk fyrir… t.d. first aid á fjöllum, klæðnaður á fjöllum eða eitthvað sniðugt sem stuðlar að auknu öryggi á fjöllum. Nefnið tíma og ég mæti.

    #55060

    Gott að heyra af því að menn séu ánægðir með fyrirlestra sem þessa og frábært að fá ábendingar um hvað menn vilja sjá í framhaldinu. Það er stefna okkar að vera með eitthvað djúsí annan miðvikudag í mánuði hér eftir, hvort sem það er fyrirlestur eða eitthvað annað gagnlegt.

    En látið endilega í ykkur heyra ef þið hafið góðar hugmyndir varðandi þessi kvöld. Það er alltaf skemmtilegra ef almennir félagar vilja hafa áhrif á hvað er að gerast í klúbbnum.

    #55061
    Smári
    Participant

    ég er einmitt alltaf upptekinn annan miðvikudag í mánuði….:(

    #55062
    0111823999
    Meðlimur

    Mjög svo sammála fyrri ræðumönnum. Gott framtak hjá stjórninni að standa fyrir flottum og fræðandi fyrirlestrum.
    Væri gaman að hafa veður á fjöllum einhvers staðar á listanum ;)

    Takk fyrir mig,
    Helga María

    #55063
    Anna Gudbjort
    Meðlimur

    Ég mætti á fyrri fyrirlesturinn og var mjög hrifin. Þetta er frábært framtak og vona að við getum átt vona á fleiri svona fyrirlestrum. Það eina sem ég hef út á að setja er það að ég kemst ekki á miðvikudögum klukkan 20.00.
    Það væri ekki hægt að rótera þeim dögum sem fyrirlestrarnir eru haldnir þannig að við sem erum alltaf upptekin á þessum tíma kæmumst allavega af og til. Long shot kanski, en maður má láta sig dreyma.

    ..er einnig sammála Helgu hvað varðar veður á fjöllum.

    #55064
    Gummi Ingi
    Meðlimur

    Tek undir þetta hjá síðasta ræðumanni. Frábært ef hægt væri að hafa þetta á mismunandi dögum. Vinn alltaf á miðvikudögum.

    #55067
    0801667969
    Meðlimur

    Þakka nafna fyrir fróðlegan fyrirlestur. Gott framtak hjá stjórn að taka rispu í svona fræðslumálum. Skemmtilegt að sjá svona þétt setið. Minnir á ÍSALP kvöldin fyrir þrjátíu árum þegar ég var að byrja. Minni á að ÍSALP kvöld hafa alltaf verið á miðvikudagskvöldum a.m.k. síðan ég byrjaði. Þá var klúbburinn örfárra ára gamall.

    Kv. Árni Íhaldsami

    #55071
    1001813049
    Meðlimur

    Fyrst þetta snýst um snjóflóð þá fell eitt risastórt efst í Dalnum í Hlíðarfjalli fyrir um viku síðan sennilega. Brotstálið er örugglega um 300m langt og á að giska 50cm hátt (hef ekki skoðað nákvæmlega) og flóðið rann langleiðina niður dalinn með risaköggla. Þetta er áminning fyrir alla þá ófáu sem hafa tekið góðar púðurbeygjur á þessum stað.

    Kv Kristinn

    #55072
    Sissi
    Moderator

    Heitir þetta ekki Suðurdalur? Maður hefur ansi oft séð flóðarusl niður allan þennan dal úr stóru skálinni. Örugglega góð þróun að færri eru að renna sér í þessari skál núorðið, og labba þar upp. Betra að hafa traffíkina úti á hryggnum (Mannshrygg?).

    Svo kom nú líka stórt flóð norðan megin við hann fyrir svona 2-3 árum.

14 umræða - 1 til 14 (af 14)
  • You must be logged in to reply to this topic.