Voða fínt. Takk fyrir það.
Athyglisvert að sjá menn klifra með twin-rope aðferðinni (as opposed to „half-rope“). Ekki margir notað þetta hérna heima svo ég viti.
Yfirleitt er ísklifur svo mikið zikkzakk að menn fagna því að geta klippt línunum til skiptis til að minnka rope-drag (rosa er lítil íslenska í þessu hjá mér…
Twin-rope minnkar þó mögulegt spaghettí sem getur orðið (og verður æði oft) þegar verið að klippa þvers og kruss og hægri vs vinstri hlutverkum ekki haldið nógu vel til haga.
En svo komast menn líka upp með að nota þynnri línur í twin-rope, sem eru ekki hannaðar til að taka fall einar og sér. Gefa þannig kosti tveggja spotta (tvöfalt sig, þrír í teymi) en eru léttari en tvær half-rope.
Óska mönnum annars gleðilegra klifurjóla og vona að menn nýti frídagana í leikaraskap og tóma vitleysu.