Home › Umræður › Umræður › Klettaklifur › Slys í munkanum
- This topic is empty.
-
HöfundurSvör
-
21. september, 2008 at 13:28 #468682109803509Meðlimur
Það var sagt frá slysi í Munkaþverá í útvarpsfréttum í gær. Tekið var fram að maður á þrítugsaldri hefði fallið 6m og brotið nokkur bein þar sem hann var að stunda klettaklifur. Það væri fróðlegt að vita hvort einhver viti nánar um málið.
21. september, 2008 at 20:50 #530751908803629ParticipantJá, varð smá slys en fór furðu vel miðað við fallið, en sá sem lenti í því er Smári Stefánsson – stjórnarmeðlimur Ísalp með meiru.
Ég mætti á svæðið rétt eftir að hann datt niður ca. 6-10 metra úr leið 11, Flögutex. Hann var að leiða hana í dótaklifri, búinn að skella í fjórum hnetum á leiðinni og meira að segja búinn að síga niður á einhverjum þeirra. Svo á fjórðu hnetu þurfti hann að setjast niður og hún gaf sig strax og allar hinar líka.
Þannig að Smári féll niður í nokkurn vegin frjálsu falli en af einhverri ótrúlegri lukku tognaði hann eingöngu á ökkla á öðrum fæti, og hugsanlega slitið liðband.
Lögga, sjúkraliðar og vaktlæknir mættu á staðinn og ég hjálpaði til við að koma honum upp úr gilinu, sem tók ágætis tíma.
Kaldhæðnin við þetta fall er reyndar það að Smári var með klifurnámskeið og var nýbúinn að segja „þetta er 100% öruggt, þið getið alveg treyst þessu“ (eða eitthvað í þá áttina).
En kallinn er það mikill nagli að hann var mættur niður í gilið aftur í morgun (daginn eftir) og hélt áfram námskeiðinu. En hann seig niður og júmmaði sig upp í lokin. Svo fékk hann mig til aðstoðar við hluti sem kröfðust tveggja heilla ökkla… þ.e klifur og sýnikennslu
Annars eru allar líkur á því að Smári hafi skellt hnetum í stóru flöguna sem er í raun laus, og er varað við í leiðarvísinum. En þar sem Smári hélt að hann væri í annarri leið, nr. 10 Horninu við hliðiðina, áttaði hann sig ekki á því.
Hér er því kjörið að vekja athygli á því hve varasöm þessi flaga er og það mætti alveg skoða þann möguleika að losa hana alfarið frá, en það er hugsanlega ekki svo mikið mál.
Annars vil ég bara hrósa Smára fyrir að láta þetta ekki stoppa sig og mæta aftur í dag og síga niður með meiru, enda eðlilegt að vera pínu smeikur eftir svona fall. Svo er hann eflaust fyrsti fatlaði maðurinn á hækjum í Munkaþverárgili.
Ég vona að ég hafi ekki eyðilagt sögustundina fyrir Smára en hann kemur eflaust með betri upplýsingar um atburðinn.
21. september, 2008 at 22:31 #53076SmáriParticipantJá þetta slapp betur en á horfðist!
mín útgáfa af sögunni er eitthvað á þá leið:
Ég var staddur með 6 nemendur af íþróttabraut Háskóla Íslands í munkanum en þessir nemendur eru í valnámskeiði í klettaklifri. Ætlunin var að eyða helginni fyrir norðan í klifur í ofanvað og jafnvel leiðslu í boltum.
Þegar við komum byrjuðum við á að koma fyrir línu í toppakkeri í Talíu 5.7. Að því loknu var ætlunin að koma fyrir toppakkeri í Hornið 5.5. Ég leiddi af stað og freistaðist aðeins of langt til hægri þar sem tryggingamöguleikar virtust betri. Setti inn hnetu í flöguna (sem ég komst að seinna að er laus) fannst hún léleg og setti inn aðra rétt fyrir ofan. Þaðan ætlaði ég að hliðra tilbaka í Hornið. Var samt ekki allveg sáttur við þessar hnetur þannig að ég setti inn eina enn í sprungu fyrir ofan flöguna, þessi virtist vera skotheld!!! Þessu næst bað ég nemandann sem tryggði mig að taka inn slaka til að ég gæti sest til að spjalla aðeins við þau. Ég sest og það næsta sem ég veit er að ég er í frjálsu falli, ég bíð eftir að línan taki í en það gerist ekki. Ég lendi á flötum hallandi steini og enda svo á bakinu fyrir neðan hann. fann starx að ökklinn var ekki í lagi en fann hvergi annarstaðar til.
Bað nemendur um að hringja á neyðarlínuna og biðja um hjálp þar sem að það var augljóst að ég færi ekki fótgangandi upp á veg. Vakthafandi læknir sem kom á staðinn og leit á ökklann var ekki lengi að álykta að um brot væri að ræða, læknir á slysadeild var einnig nokkuð viss um að öklinn væri brotinn. Röntgen leiddi hins vegar í ljós að öll bein eru heil. Væntanlega er um slæma tognun eða slitin liðbönd að ræða.
Feillinn liggur væntanlega í því að ég gerði mér ekki grein fyrir því að tvær hnetur sem ég setti í voru milli veggjarins og stórrar flögu sem er laus. Þegar efsta hnetan klikkar dett ég smá vegalengd áður en næsta hneta tekur í en krafturinn sem fallið hefur leyst úr læðingi hefur komið flögunni af stað og tvær næstu hnetur því gangslausar.
Það má með sanni segja að ég hafi verið heppinn að ekki fór verr, þegar maður groundar eftir 7,1 m (sú vegalengd sem rannsóknarlögreglumaður mældi að fallið hafi verið) dettur manni ekki í huga að maður sleppi eins vel og raunin varð, tognaður ökkli eða slitin liðbönd!
Þess má geta að ég er búinn að henda frá mér hækjunum og geng um haltrandi og er staðráðinn í að ná komandi ísklifur og skíðaseasoni.
kv. Smári
21. september, 2008 at 22:49 #53077Björgvin HilmarssonParticipantÞú ert heppinn drengur, það er óhætt að segja. Fínt að fá útlistun á því hvað gerðist því það er alltaf gott að fá áminningu um að það er víst aldrei of varlega farið.
Hef heyrt að í nýja ársritinu sé frásögn af öðru óhappi. Það er hið besta mál og reynslusögur sem þessar verða að fá að koma fram í dagsljósið svo það megi læra af þeim. Legg til að þessi verði skráð í næsta ársrit.
Óska þér góðs bata…
22. september, 2008 at 09:30 #53078gulliParticipantJá, gott að ekki fór verr. Við bara sjáumst á ísfestivalinu Smári!!!
22. september, 2008 at 11:04 #53079RobbiParticipantGott að þú ert heill.
Það er nauðsynlegt að fá allar svona fréttir fram í dagsljósið. Það er engin skömm að slasast við þessa iðju enda er það staðreynd að þetta getur alltaf komið fyrir. Maður á það til að gleyma áhættunni sem fylgir þessu.Góðan bata.
Robbi
22. september, 2008 at 11:23 #53080Páll SveinssonParticipantJa hérna.
Þú ert ekki feigur.Það væri nú sind að losa flöguna sem leiðin ber nafnið af.
Þeir sem hafa ársritin við hendina geta séð Brodda Magnússon með flöguna í fanginu á forsíðu tímaritsins 1986.kv.
Páll Sveinsson22. september, 2008 at 11:32 #53081SkabbiParticipantKallanginn!
Ég segi eins og hinir, mikið er ég feginn að ekki fór verr.
Mig minnir að þessi flaga hafi verið til umræðu áður. Voru menn ekki frekar á því að reyna að líma flöguna fasta, frekar en að ryðja henni niður með tilheyrandi brambolti?
Láttu þér batna félagi, þú verður með kommbakk á ísfestivalinu.
Allez!
Skabbi
22. september, 2008 at 11:35 #53082SissiModeratorLíka synd ef einhver drepur sig á henni.
Munkinn er orðinn boltað sportklifursvæði núna, var kannski meira headpoint svæði í gamla daga skv. því sem ég hef heyrt og lesið. Æfðar leiðir í top-rope og svo hálf sólóaðar sumar hverjar. Ekki langt síðan ST+R dúndruðu boltum í nokkrar leiðir til viðbótar og svæðið breyttist við það.
Sportklifursvæði eru einu sinni þess eðlis að fólk býst við því að þau séu örugg og hreinsuð (og kannski margir að klifra þar sem eru bara ekkert að spá í þessu).
Reyndar heyrði ég einhvern tíman að hjónin Róbert og Sigurður hefðu verið að skoða þann möguleika að líma flöguna. Veit ekki hvort slíkt virkar eður ei.
Bottom line – þurfum líklega að hafa svona svæði (Valshamar, Hnappó, Munkann, Vatnsdal etc) súper örugg og kannski fórna smá sögu í leiðinni. Enda búið að þrusa inn boltum þarna í leiðir sem voru dótaðar (sólóaðar) þegar menn átu nagla og skitu keðjum, eins og Skabbi orðar það.
En gott að þú ert standandi í lappirnar Smári, frábært að heyra. Skjótan bata.
Sissi
22. september, 2008 at 12:06 #530832411784719MeðlimurKemur sér vel í ísklifrinu i vetur að vera með stífann og góðann ökkla
Gott að heyra að ekki fór verr, skjótann bata félagi
Rúnar
22. september, 2008 at 12:41 #530840311783479MeðlimurHalló
Gott að heyra að ekki fór verr.
Í útlandinu er oft siður á sportklifursvæðum að spengja lausar blokkir fastar við traustara berg með steypustyrktarjárnum. Ekki myndi ég segja að það væri mjög „dekóratívt“ og að sama skapi veltir maður oft fyrir sér hversu langt er þangað til þær hrynja.
Ekki að ég sé að mæla með að fara í massa járnabindingu í Múkkanum…
Tek undir með fleirum hversu mikilvægt það er að skrá niður slys í fjallamennsku og skapa smá umræðu um þau til að fólk geti lært af. Ennfremur gæti það auðveldað íslenskum fjallamönnum, sem ekki eru í björgunarsveitum, að fá tryggingar á mannsæmandi verði hjá íslenskum tryggingafélögum ef til er statistík til að sýna fram á hversu fátíð þau eru nú.
kveðja
Halli22. september, 2008 at 16:37 #53085Siggi TommiParticipantSjitturin titturinn. Gott að ekki fór verr.
Hefði verið frekar skuggalegt ef hneturnar hefðu torque-að flögunni af stað fram af syllunni með tilheyrandi lífshættu fyrir Smára og tryggjarann og e.t.v. fleiri.Ég er enn á báðum áttum með hvort eigi að fleygja stykkinu niður. Langar til að líma en það verður að vera almennilegt til að skapa ekki falskt öryggi.
23. september, 2008 at 10:38 #530861108755689MeðlimurGott að þú slasaðist ekki alvarlega. Þó að teygð liðbönd geti verið fjandanum verri að eiga við. Nú er tveir krypplingar í stjórninni. Geri aðrar stjórnir betur!
B -
HöfundurSvör
- You must be logged in to reply to this topic.