- This topic is empty.
-
HöfundurSvör
-
19. ágúst, 2011 at 14:02 #47521SissiModerator
Er aðeins að velta fyrir mér staðsetningum á þessu slysi, þetta er væntanlega ekki klassíski íshellirinn í Kverkfjöllum sem erlendi leiðsögumaðurinn lést fyrir framan í sumar, hann er náttúrulega í göngufæri við bílastæðið.
Eru hellar þarna uppi á neðra hverasvæðinu, voru þessir ferðamenn þar? Einhver sem er inni í þessu?
Annars mætti nú alveg koma þeim skilaboðum skýrar á framfæri að fólk ætti einfaldlega ekki að koma nálægt íshellum í hjaðnandi jöklum. Enski textinn á skiltinu við stóra íshellinn í Kverkfjöllum (eftir dauðaslysið) var: „Beware of falling ice“ ef ég man rétt. Mætti nú alveg taka sterkar til orða. Sama gildir uppi í Skeri og á Sólheimajökli (er ekki hellir þar ennþá annars?)
Sissi
19. ágúst, 2011 at 16:35 #568690801667969MeðlimurÞað stendur reyndar á öllum þessum skiltum:
„Watch out for falling ice“ sem er brandari út af fyrir sig.
„Vertu á varðbergi gagnvart íshruni“???
Þetta eru beinlínis banvænar ráðleggingar.
Hljómar eins og það sé í lagi að fara þarna inn ef menn eru bara á varðbergi. Þetta gerist hins vegar á 1-2 sekúndum. Skiltin eru því banvæn.
Það þarf að koma fram að það sé lífshættulegt að koma nálægt svona íshellum a.m.k. að sumarlagi.
Almennar upplýsingar til ferðamanna um hættuna af íshellum eru mun vænlegri forvörn en eitt og eitt skilti. Íshellarnir eru óteljandi og koma og fara flestir á stuttum tíma.
Kv. Árni Alf.
P.S. Veit ekki nákvæmlega hver ber ábyrgð á þessum skiltum en þetta er eitthvað tengt Landsbjörgu.
19. ágúst, 2011 at 17:12 #568700801667969MeðlimurSkoðaði þetta betur og ekki batnar það.
Danger:
„Watch out for falling ice in the ice caves“
Mér finnst nú eiginlega að það sé verið að bjóða fólk velkomið þarna inn.
Dæmi nú hver fyrir sig.
Kv. Árni Alf.
19. ágúst, 2011 at 18:21 #56871SissiModeratorJá einmitt, minnir að orðalagið hafi verið eitthvað sterkara á íslensku. Mér fannst landverðirnir við Snæfell vera alveg með þetta, þau voru að búa til skilti sem á stóð einfaldlega „No entry“ fyrir einhverja hella upp við Eyjabakkajökul að ég held.
En væri fróðlegt að vita hvar þetta var nákvæmlega.
19. ágúst, 2011 at 20:52 #56873Arni StefanKeymasterVarðandi Sólheimajökul þá er enginn hellir þar, amk ekki neðarlega á honum. Hitt er svo annað mál að ferðamenn eru mjög duglegir við að rölta inn á jökulinn og sumir hverjir ansi langt.
20. ágúst, 2011 at 11:52 #56874ÖddiParticipantVar að vinna lengi á Sólheimajökli og var orðinn langþreyttur á að smala broddalausu fólki á stuttbuxum og með litla krakka niður af jökli. Þó að Sólheimajökull sé auðveldur yfirferðar þá eru stórir svelgir neðarlega á honum og heppni að ekki hafi orðið alvarlegt slys til þessa. Svo var staðsettningin á varúðarskiltinu alger brandari. Neongult skilti sem var staðsett upp á jökli fyrir framan hellinn og laðaði að sér óbúið fólk upp að hellinum í stað þess að fæla frá :-s
Hjá Falljökli erum við búin að setja upp skilti sem segjir fólki að vera ekki að fara á ísinn án búnaðar og reynslu eða með leiðsögumanni.
Kv.Öddi22. ágúst, 2011 at 10:25 #568790808794749MeðlimurÞað vill svo til að ég þekki til gaursins sem lenti í slysinu í hellinum. Hann var þar á ferð með konu sinni sem er meðal annars hér á landi til að safna sýnum af bakteríum sem lifa í hellum vegna doktorsverkefnis. Þetta gerðist á svæði þar sem svissneskir hellamenn voru á ferð fyrir nokkrum árum, held að Ómar Ragnarsson hafi gert um það frétt. Hinn slasaði er mikill hellamaður og hafði heyrt af þessum helli. Félagi hans sem býr hér á landi og er líka mikill hellaáhugamaður ákvað að vera eftir í skálanum því honum leist ekki á þetta brölt. Þau vissu því klárlega af hættunni. Voru einmitt á leið út vegna þess að þau sáu að mikið hafði hrunið út. Þá féll á hann blokk, strauk á honum hausinn (hjálmurinn brotnaði) og féll svo á lappirnar á honum. Mikil mildi að ekki fór verr. Annar ferðalangur hjálpaði svo konunni að hreinsa burtu ísinn en þau voru töluverðan tíma inni í hellinum.
Ég efast um að skilti hefðu haft áhrif á þeirra gjörðir en þau gætu örugglega fengið hinn almenna túrhest til að hugsa sig um. Þá vildi ég frekar sjá „You will DIE“ á skiltum heldur en hálfkveðnar vísur um að mögulega kannski falli stundum ís bleeeh… En eins og Árni segir þá væri líklega best að fræða túrhesta almennt um þessar hættur. Kannski hægt að setja alla á hálftíma námskeið sem keyra/ganga inn á hálendið og inn í þjóðgarði. -
HöfundurSvör
- You must be logged in to reply to this topic.