Skíðafrýr á ferð

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Skíðafrýr á ferð

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #45785
    0808794749
    Meðlimur

    Ég og Björk ákváðum að taka smá garpaskíðun í dag. Lögðum á bílastæðinu við gönguleiðina upp að Móskarðshnjúkum. Héldum sem leið lá upp Þverárdal og völdum okkur eina snjólænu til að rölta upp. Hún lá að klettabeltinu við hornið sem hefur ekkert nafn. Eftir smá boulder í skíðaskóm í klettabelti þá höfðum við það upp á brún. Hiti og logn, en svart ský hlífði okkur við útsýni yfir borg óttans.
    Röltum með brúninni upp á topp Hátinds (909 m) þar sem búið er að koma fyrir gestabók. Vei. Við gátum kvittað fyrir komu okkar og sáum að þar var fyrr um daginn á ferðinni 7 tinda maðurinn Ásgeir Jónsson (www.aj.is).
    Austan Hátinds er stór og mikil skál sem við ákváðum að renna okkur niður. Færið var með besta vor-móti, mjúkt og hressandi. Gátum við rennt okkur alla leið niður að Þverárdalsá þaðan sem við röltum í nokkra stund tilbaka í bílinn.

    Uppskrift að góðu nesti fyrir 2 í 6 tíma ferð: 1 snickers, 1 larabar, 1 kellogs bar, nokkur maryland kex og saltstangir. Ekki gleyma að taka með heilan lítra af vatni, maður kemst langt á því.

    #52684
    0203775509
    Meðlimur

    Við fórum 3 í svipuðum erindagjörðum á Snæfellsnesið á laugardaginn. Snjóalög þarsíðustu helgar lofuðu góðu fyrir Ljósufjöllin. Eitthvað hafði snjórinn minnkað svo á laugardaginn tók um 1 klst að komast í fínan snjó. Fórum á toppana 3 í Ljósufjöllum í blankalogni og fínu útsýni. Þarna er nóg af brekkum af öllum gerðum og skíðuðum niður skálina milli toppanna í blautasta vorfæri ársins. Með því að rekja okkur eftir lækjar- og árfarvegum náðum við svo nærri því alla leið niður í bíl.

    Góður dagur á flottu svæði sem maður hafði ekki skoðað áður.

    #52685
    2401773319
    Meðlimur

    Ég, kallinn og vinur okkar fórum á gönguskíðum á topp Eiríksjökuls (1675m) á laugardaginn. Komum seint á föstudagskvöldið, tjölduðum og héldum af stað á laugardagsmorgni eftir talsvert lélegan nætursvefn, sökum dýnu vandræða. Búin takmarkaðri gönguskíðareynslu en gríðarlegri bjartsýni örkuðum við með skíðin í hendi, annað í vinstri, hitt í hægri, yfir hraunið í átt að jöklinum, eða þar til við föttuðum „skíða-hengi-græjuna“ á bakpokunum :)
    Við jökulrætur gátum við sett upp skíðin og gengum við upp jökulinn í bongó-blíðu. Sólin skein og útsýnið dásamlegt.
    Niðurferðin var skrautleg og skemmtileg, enda áhugavert að skíða niður í móti á gönguskíðum í „frjálsu falli“.

    Ellefu klst., 30 km, 6 Magic og einum poka af þurrkuðum eplum síðar lentum við í bílnum, vel tönuð og 3 kg. léttari.
    Heimferðin fór í að plana næstu ferð, enda fátt eins frábært og góður dagur á fjöllum :)

    #52686
    1103803489
    Meðlimur

    Ég, kallinn og vinur okkar fórum á gönguskíðum á topp Eiríksjökuls (1675m) á laugardaginn. Komum seint á föstudagskvöldið, tjölduðum og héldum af stað á laugardagsmorgni eftir talsvert lélegan nætursvefn, sökum dýnu vandræða. Búin takmarkaðri gönguskíðareynslu en gríðarlegri bjartsýni örkuðum við með skíðin í hendi, annað í vinstri, hitt í hægri, yfir hraunið í átt að jöklinum, eða þar til við föttuðum „skíða-hengi-græjuna“ á bakpokunum :)
    Við jökulrætur gátum við sett upp skíðin og gengum við upp jökulinn í bongó-blíðu. Sólin skein og útsýnið dásamlegt.
    Niðurferðin var skrautleg og skemmtileg, enda áhugavert að skíða niður í móti á gönguskíðum í „frjálsu falli“.

    Ellefu klst., 30 km, 6 Magic og einum poka af þurrkuðum eplum síðar lentum við í bílnum, vel tönuð og 3 kg. léttari.
    Heimferðin fór í að plana næstu ferð, enda fátt eins frábært og góður dagur á fjöllum :)

    #52687
    2401773319
    Meðlimur

    Hulda, Viðar og Hermann (átti að koma þarna neðst)

    #52688
    1103803489
    Meðlimur

    Hulda, Viðar og Hermann (átti að koma þarna neðst)

    #52689
    1908803629
    Participant

    Takk fyrir hvetjandi sögur af fjallalífi. Ýtir vel við okkur hinum sem sitja sveittir í sófanum ;-)

7 umræða - 1 til 7 (af 7)
  • You must be logged in to reply to this topic.