fín leiðarlýsing hjá ívari á glæsilegum austurvegg skarðatinds. þrátt fyrir framfarir í fjallamennsku og klifri ímynda ég mér að þessi leið komi alltaf til með að njóta mikillar virðingar meðal fjallamanna. allt umhverfi og aðstæður, bæði á upp- og niðurleið koma í veg fyrir að leiðin teljist nokkurn tímann auðveld viðureignar.
það telst því til tíðinda þegar skarðatindur er klifinn eftir þessari leið og gaman væri að heyra frá þeim sem gert hafa tilraunir við vegginn, hvort sem menn hafa haft árangur af erfiði sínu eður ei.
sjálfur hef ég heyrt um fimm uppferðir en eflaust hafa þær verið fleiri og er hér með auglýst eftir þeim.
snævarr og jón ´88
hallgrímur, helgi og palli ´93
gummi tómasar og kristján birgis ´96
styrmir steingríms og ingólfur ólafs ´97
gummi spánski og ívar hardcore ´99
kv. d