Silvretta bindingar

Home Umræður Umræður Almennt Silvretta bindingar

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #46774
    Skabbi
    Participant


    Eftir dauðagönguna að Skessuhorni síðasta vor hef ég verið að velta því fyrir mér hvort ekki sé til skíðabinding sem hægt sé að nota við stífa gönguskó. Það myndi opna verulega spennandi möguleika og auðvelda aðkomu að mörgum klifurleiðum.

    Það eina sem ég hef rekist á hingað til eru bindingar frá Silvretta (404 og 500) sem eiga að vera brúkanlegar með hvaða stífa skó sem er.

    Hefur e-r hér reynslu af þessum bindingum? Er jafnvel séns á að þær leynist inni í skáp hjá fyrrum alpahetjum í klúbbnum?

    Allez!

    Skabbi

    #53116
    2411784719
    Meðlimur

    Sælir, ég hef séð þessar bindingar hér á ólafsfirði hja einhverjum amarískun vonabee skíðajötni sem var hérna síðasta vetur. Hann notaði þessar bindingar á svarta svarpa alstífa plast skó, þann tíma sem hann stóð á skíðunum þá virtist þetta virka vel, en ég held að þessi týpa sé ekki neitt voðalega góð í mikið þramm því það eru bara 2 stillingar á hælnum, laus hæll ekki með neinni hækkun og kannski tæpar 2 tommur. kálfarnir fara fljótt að brenna í brekkum ef þú hefur ekki meiri hækkun en það.

    #53117
    Gummi St
    Participant

    Sæll,

    Ég hef verið að nota klifurskóna á fritschi bindingarnar frá diamir.

    Fór í vor á þeim á Arnarfell í Hofsjökli og svo Kálfafellsdalur-Breiðamerkurjökul.

    á Arnarfelli var ég í Ice evo og á Vatnajökli var ég í Nepal extreme, Ice evo kom betur út útaf hæl-festingunni, en það gæti svosem verið stillingaratriði. Ég kom þessu t.d. ekki á scarpa vega skóna ef ég man rétt.

    kveðja
    Gummi St.

    #53118

    Ég er með gömul fjallaskíði sem eru með Silvretta 300 bindingum. Virka fínt fyrir alstífa skó. Engar hælaupphækkanir takmarka brattann á þeim brekkum sem hægt er að stíma upp, svo er auðvitað vita vonlaust að skíða niður á ísklifurskónum.

    Ági

    #53119
    Skabbi
    Participant

    Takk fyrir þetta strákar!

    Nú verður maður bara að vona að rússagullið pressi gengið e-ð niður svo að hægt verði að kaupa drasl í útlöndum aftur.

    Ef e-r á svona dót inni í geymslu hjá sér má gjarnan senda mér línu, skabbi(hjá)gmail.com

    Allez!

    Skabbi

    #53120
    Sissi
    Moderator

    Stífu skórnir virka afar vel á split board OG það er hægt að renna sér þokkalega.

    Hliðarrennsil 4evuh

    #53121
    0703784699
    Meðlimur

    er með tvö sett af Voile split kitti….eina sem vantar er Voile eða Burton split bretti á það og brettabinding….(þeas þetta er bindingin undir brettabindinguna til að geta labbað ásamt skinnum)

    ónotað og bíður eftir sprækum hliðarrennslis ferðum til að fara í…selst á genginu 65 miðað við kostnaðarverð útúr búð í USA (flutningur+skattar innifalið).

    Svo á ég líka til sölu burton split bretti með bindingum + þessu kitti…..sendu mér tilboð í það ef áhugi f. hendi,

    himmigimp (hja) hotmail (punktur) com

    kvGimp

    PS: http://www.voile-usa.com/Merchant2/merchant.mvc?Screen=CTGY&Store_Code=VEOS&Category_Code=SB

    #53122

    Nú tilheyri ég hliðarrennslishópnum en hef góða reynslu af því að nota skíði til að ferðast í fjalllendi (síðri af því að renna mér niður). Nú megið þið Sissi og Himmi segja mér (okkur) í fullri hreinskilni… hvernig er þetta splittbrettadæmi að virka? Erum við að tala um að þegar þetta er samsett þá sé maður bara með solid bretti undir löppunum með flestum þeim eiginleikum sem prýða gott bretti, eða er þetta gott MIÐAÐ VIÐ að þetta er í tveimur pörtum? Og gerir það sig virkilega að renna sér svo í plastskóm t.d.?

    Mig langar massa mikið til að prófa gott splittbretti, þ.e. labba á því með skinnum, upp slatta bratta og svo njóta þess að renna mér á hlið niður aftur. Það ætti líka að fara minna fyrir þessu á bakpoka en heljarinnar löngum skíðum.

    Komið með endilega með eitthvað um pros and cons…

    Hils,
    BH

    #53123
    0703784699
    Meðlimur

    miklu betra en ég átti von á og stóðst allar mínar væntingar og meira en það. Get hæglega mælt með þessu, var mjög efins fyrst um sinn hvernig þú næðir að beita ökklanum, þar sem bakið á snjóbrettabindingunni gefur lítið sem ekkert eftir.

    Vorum með 4 burton bretti í umferð (eitt af gömlu útgáfunni sem er með ekki skemmtilegu bindingasystemi og því skipti burton yfir í að nota Voile systemið, síðan nýja frá Burton sem er á heimsíðunni þeirra)

    Helgi Hall á Voile bretti að mig minnir með bindingum f. stífa skó (og notaðist hann við Scarpa skó, þeas touring skó, Laser þessa appelsínugulu ). Held að það sé ekki mælanlegur munur á brettunum svo sem, frá burton eða voile….

    Vegna þess hve brettin eru breið að þá var ekki alveg eins auðvelt að kanta (nota stálkantinn) þegar þú gengur upp stífa brekku. En ef þú ert vanur að ganga á skíðum að þá aftrar það þér ekki….var frekar vandræði f. brettamenn með litla reynslu af því að labba á skíðum (eða bretti).

    Einu vandræðin sem ég lenti í með mitt burton bretti var þegar ég lenti í harðfenni einu sinni (maður á ekki að notast við svona græju á slíkum dögum hvort eð er….hannað fyrir púður og ultimate backcountry…ekki harðfenni) var að festingin sem er efst og neðst á brettinu til að halda því saman losnaði útaf víbringnum sem gerði það að verkum að brettið var ekki eins stíft (sem er einmitt það sem þú vilt og þarft í harðfenni/ís). Þurfti þá að stoppa festa það og svo losnaði það aftur eftir smá stund. Þetta var bara vesen með 2 af 4 nýjum burton brettum, ekki á því gamla og ekki á Voile brettinu. En lítið mál að laga, eitthvað sem maður þarf bara að skoða,

    Persónulega myndi ég velja (sem og ég gerði) að notast við venjulega snjóbrettaskó og venjulega snjóbrettabindingu frekar en að vera með þessa stífu plastskó (fjallaskíðaskó). Þetta snýst jú um rennslið og á leiðinni niður er miklu skemmtilegra betra að mínu mati að renna mér í snjóbrettaskóm. Ókostirnir við það er ef þú þarft að brölta mikið, sérstaklega í hörðu undirlagi að þá þarftu einhvern í stífum skóm til að búa til spor (sparka þau f. þig)…en við vorum ekki með brodda sem gæti leyst þann vanda. Ég hef aldrei tekið af mér brettið og labbið upp, þó á mínum ferðum hafi það gerst að meira að segja skíðamenn hafi farið úr skíðunum til að klifra upp (allt bara spurning um hvað þú vilt og ætlar þér held ég)

    Annars eini gallinn við split vs. touring skíði…..er að þegar þú lendir á smá flata að þá stinga skíðin þig af. Á leiðinni upp er jafnræði, hliðarrennslið rúlar á leiðinni niður (skemmtilegra rennsli og meiri hraði?) en ef það kemur 500 metra flatur kafli f. næstu brekku og þú nærð ekki hraða til að fara það að þá þarftu að fara úr bindingunni, labba eða breyta brettinu í split sem tekur 1-5 mínutúr + þegar þú kemur að brekkunni að setja það saman aftur til að geta rennt þér…meðan skíðin bara skauta flatann og eru komin yfir áður en þú ert búinn að breyta úr rennsli í labb. En hey…..veldu bara leiðir sem eru brekka alla leið niður og þa´er þetta ekkert mál.

    kv úr sólinni

    PS; http://www.boreaadventures.com/photos/25/

    mynd 2+5+6+7 sýna smá af brettunum

    Ég hef ekki mikinn áhuga á að selja þetta split bretti, alfarið mótfallinn því að vera alltaf að selja dótið sem maður er búinn að koma sér upp, en þar sem ég bý langt í burtu frá græjunni og geri ekki ráð f. að nota hana næsta árið að þá má vel hugsa það…en ég bíð eftir tilboði sem er vel ásættanlegt….en er með tvö aukasett af þessu Voile bindinga kit-i sem má missa sín

    #53124
    0703784699
    Meðlimur

    ….þegar þú kantar á mjúkum brettaskóm að þá finnst þér þú vera smá laus (eitthvað sem hægt væri að líkja við að vera í strigaskóm að klifra í klettum…þú hreyfist allur til í skónum miðað við túttur þar sem þú ert miklu fastari fyrir)…hef ekki reynsluna af því að vera í stífum skóm að kanta á leiðinni upp…..gæti trúað þvi að það veiti meiri „öryggistilfinningu“…en auðvelt að redda því með durex eða libres…eða á það ekki að veita manni aukna öryggistilfinningu?

    …en jú verð víst að viðurkenna það að ég hef sett það á bakið og borið það upp, en þá var það líka það bratt að enginn skinnaði,

    #53125
    0703784699
    Meðlimur

    …og ef ég var ekki búinn að segja það að þá segi ég það aftur….

    Bókaðu ferð með ROK í skútusiglingu um vestfirði, það er hverrar krónu virði.

    kv.Himmi

    #53126
    0703784699
    Meðlimur

    …svo er það algert lykilatriði að þegar þú ert að renna þér á hlið að vera ekki í níðþröngum klifurgallanum…..

    kv.Tískulöggan

    #53127
    Skabbi
    Participant

    Ég þakka aftur ýtarleg svör, reyndar um alltannað en ég spurði.

    Sem ferðamáti til og frá klifurleiðum í miklum snjó held ég að skíðin séu frekar málið. Hvað rennsli varðar hef ég síður en svo gefið lateral lífstílinn upp á bátinn.

    Himmi, hefur þú prófað að kljúfa bretti og skella Voile kittinu á það?

    Allez!

    Skabbi

    #53128
    0703784699
    Meðlimur

    Nei hef ekki prófað það, hef líka takmarkaða trú á svoleiðis……

    En ættir að beina fyrirspurn þinni til Freysa, hann er búinn að eiga svon kit til að splita bretti í sundur í mörg ár.

    kv.Himmi

    #53129
    Freyr Ingi
    Participant

    hehehhe… Rétt, hef átt svona splitt-kitt í mange or en ekki farið útí það splitta plötu og mála og skrúfa og mauva.

    Einfalda lausnin á touring vandanum var að fá sér bara skíði fyrir svoleiðis nokk.

    Svo rædar man bara púðrið á FISK!

    „Þó maður eigi skíði er maður alltaf Brettari inn við beinið“

    Kv,

    FIB

    #53130
    0703784699
    Meðlimur
    #53131
    0506824479
    Meðlimur

    Ég prufaði einu sinni að stilla diamir bindingarnar mínar fyrir salomon klifurskóna mína.

    Þetta var í Frakklandi

    Planið var að taka liftuna upp í Grand Monet og skíða síðan þaðan niður í gil sem er þar fyrir neðan, var nefnilega í slagtogi með ákveðnum Dana sem hafði ekki mikinn vilja til að labba.

    Samkvæmt heimildum átti þetta nefnilega að vera vel gerlegt.

    Hef sjaldan lennt í jafn miklu puðiog að hafa reynt að renna mér niður í þetta gil (brekkan var ca. 30-35°, hnéjúpt púður og fokking tré) á mjúkum ísklifurskóm með allar græur á bakinu.

    Var auk þess næstum búinn að skíða framaf ísfossinum sem við ætluðum að kifra

    Síðan var algert vesen að skíða út úr gilinu aftur til byggða.

    Hefðum ábyggilega sparað okkur 2-3 tíma ef við hefðum bara drullast til að labba upp gilið strax, lofaði allavega sjálfummér að gera þetta allavega ekki aftur.

    En það er s.s. hægt að stilla diamir bindingar fyrir skíðaskó.

    kv.
    Doddi

    #53132
    0506824479
    Meðlimur

    ég meina klifurskó

18 umræða - 1 til 18 (af 18)
  • You must be logged in to reply to this topic.