Scarpa Mont Blanc stærðir

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Scarpa Mont Blanc stærðir

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #47266
    andrisv
    Participant

    Var að fjárfesta í Scarpa Mont Blanc og er smá í vafa um stærðina á þeim. Ég nota á venjulegum skóm 44 en tók 45,5 í Mont Blanc. Mér finnst þeir vera fínir þegar ég er í einföldum ullarsokkum en ef ég ætla mér að vera í tvöföldum sokkum finnst mér þeir þrengja að í tánni. Samt finnst mér að það sé svoldið pláss eftir í hælnum en eins og stuðningspúðarnir þar hindri að maður fari alveg aftur.

    Hvaða reynslu hafið þið af passlegum stærðum þeir sem eiga þessa skó?
    Það verður síðan kannski engin þörf á að vera í tvöföldum sokkum þar sem þeir eru nógu hlýir og einangra vel?
    Eiga þeir kannski líka eftir að mótast eilítið að fætinum og þá púðarnir í hælnum?

    #56700
    Sissi
    Moderator

    Keyptu þér liner frekar til að vera í innanundir sokkunum. Tvöfaldir sokkar eru ekki málið.

    Fæst í öllum útivistarbúðum.

    #56704
    2006753399
    Meðlimur

    Mont Blanc eru ekki mikið einangraðir og geta verið kaldir í frosthörkum eins og aðrir sbrl. skór.
    Gott að hafa þá aðeins rúma fyrir fótkalda en 1,5 yfir í stærð er líklega heldur mikið, betra að fá sér einangraða háfjallaskó ef þú ert fótkaldur og átt seðla, t.d. phantom?

3 umræða - 1 til 3 (af 3)
  • You must be logged in to reply to this topic.