Home › Umræður › Umræður › Klettaklifur › Óskráð leið í Fallastakkanöf
Tagged: Fallastakkanöf, Orgelpípurnar, Stefnið
- This topic has 1 reply, 2 voices, and was last updated 5 years, 6 months síðan by Helgi Egilsson.
-
HöfundurSvör
-
13. maí, 2019 at 01:44 #67755Siggi RichterParticipant
Við Magnús Ólafur létum loks verða af því að klifra Nöfina um helgina. Stóra spurningin var hvort við ættum að láta reyna á Orgelpípurnar eða skoða stóru sprunguna á nefinu. Þar sem við höfðum m.a. fengið stóru vinina lánaða frá BB og höfðum dröslað heljarinnar rakk upp, nýttum við tækifærið og klifruðum stóru sprunguna.
Mér skilst að einhverjir hafi prófað sprunguna áður, en að hún hafi aldrei verið klifruð í heild sinni og hafi hún haft vinnuheitið Stefnið (endilega leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál).
Leiðin sem við fórum fylgir sem sagt stefninu sjálfu fyrri tvær spannirnar en sameinast svo orgelpípunum í seinustu spönn.
1. spönn, 5.7/8 20m, byrjar við þrjá brotna stuðla yst á nefinu, fer þaðan upp um 6 metra mjög víða sprungu upp á þokkalegan stall. Nokkrar mögulegar útgáfur af þessari spönn eru í boði.
2. spönn, 5.[mjög góð spurning] 40m, fer upp augljósu, stóru sprunguna framan á stefninu. Lykilkafli leiðarinnar er um 15-20 metra sprungan sem víkkar úr höndum í mjög vítt offwidth. Líklega er ekki hægt að komast upp með annað en hreina sprunguklifurtækni hér, enda lítið annað í boði en tveir sléttir stuðlar. Mögulega ein besta offwidth landsins (þó ég segi sjálfur frá)! Eftir sprunguna er hvíld og svo brölt-hliðrun til hægri yfir í annan stans.
3. spönn, 5.9 30m, sama lokaspönn og í Orgelpípunum tveim, hornsprungu fylgt upp á topp, í nokkuð lausu bergi á köflum, gott að hafa varann á.Varðandi gráðun á leiðinni, þá þori ég eiginlega ekki að slá tölu á hana… Offwidth sprungan er lykilkaflinn, og var búðingurinn ég allur lurkum laminn og stóð á öndinni eftir átökin við hana. En á hinn bóginn er ekki óvíst að þessi sprunga sé auðklifin með góðri tækni. Eina sprungan sem ég man eftir sem er sambærileg, er Litlir Hnefar í Gerðubergi, en þessi er nokkuð stífari og lengri en hún.
Í það heila var þetta frábær dagur og full ástæða fyrir fólk að leggja oftar leið sína í Nöfina!
Nokkrar myndir úr leiðinni:
https://photos.app.goo.gl/7ZUb3Bkyg1vG5php813. maí, 2019 at 21:49 #67758Helgi EgilssonKeymasterTil hamingju með þetta! Hrikalega flott sprunga!
-
HöfundurSvör
- You must be logged in to reply to this topic.