Home › Umræður › Umræður › Ís- og alpaklifur › Önnur mixleið í Tvíburagili – Ólympíska félagið.
- This topic is empty.
-
HöfundurSvör
-
21. desember, 2008 at 18:29 #46489ABParticipant
Í dag var frumfarin ný mixleið í Tvíburagili.
Þetta er lína sem ég prófaði í ofanvað ásamt Helga Borg fyrir ca 7 árum. Ég hafði alltaf ætlað að síga þarna niður og sjá hvort hægt væri að koma fyrir tryggingum. Nú, þegar ég sá að Ívar og co voru farnir að láta verkin tala var mér ekki til setunnar boðið! Sérstaklega þar sem sú leið byrjar á sama stað og þessi.
Við Freysi, Ágúst Þór og Haukur Grönli vorum saman í dag. Ég seig í leiðina og kom fyrir tryggingum. Það er erfitt að tryggja klettakaflann og ég brá á það ráð að setja inn tvær góðar ísskrúfur fyrir ofan og langan sling í þær svo hægt væri að tryggja sig á viðunandi hátt.
Eftir smá æfingar í ofanvað var leiðin leidd og ber nú nafnið Ólympíska félagið.
Klettahreyfingarnar eru magnaðar og kraftmiklar. Nokkrar þeirra eru töluvert tæpar. Hins vegar fær maður góða hvíld á stórri syllu áður en ráðist er í afganginn, fríhangandi kerti sem leiðir í auðveldari ís.
Ég er mjög hlynntur því að þessi leið verði boltuð og þykist vita að Ívar og co vilja það sama með sína leið, ekki satt Ívar? Það er alveg málið að gera aðgengilegt mixsvæði svona rétt utan við borgarmörkin.
Okkur skorti úthald og tíma til að reyna Síamstvíburann, en ég get vottað að sú lína er fjári glæsileg. Ætla pottþétt að reyna hana næst.
Ég set inn myndir og myndband seinna í kvöld.
Kveðja,
AB
21. desember, 2008 at 19:33 #53455AnonymousInactiveFrábært að heyra af þessari ótrúlegu grósku í mixklifri. Ég skal segja ykkur frá einu svæði þar sem hægt er að prufa góðar mix leiðir. Það er í Glyms gili neðarlega til vinstri. það er svæðið fyrir ofan (hægra megin) við leið sem heitir Spönnin. Við reyndum einn dag við leið þar sem er talsvert mikið yfirhangandi og væri gaman að sjá ykkur kappana reyna við þá línu. Við höfðum enga mix reynslu þá og prufuðum þetta í ofanvaði og höfðum ekki einu sinni hugmyndaflug til að „prefixa“ leiðina eins og gert er núna. Þarna er sprunga upp sem endar í fríhangandi kerti. Alls ekki gefnis. Þar fyrir ofan er áberandi nef (klettanef) þar sem hægt er að fara frábæra línu en það þarf sennilega að prefixa leiðina. Við fórum hana á sínum tíma í ofanvað og þótti ekki leiðinlegt.
Ísklifurkveðjur Olli21. desember, 2008 at 20:39 #534562806763069MeðlimurÆ, æ. Þetta var næst á dagskrá hjá okkur.
Hef svo sem ekkert á móti því að okkar leið sé boltuð enda á hún skilið að verða vinsæl. Hinsvegar er þetta alltaf spursmál þegar á annað borð er hægt að tryggja leiðirnar.
En annars flott og svo sannarlega nóg eftir í tvíburagili.
kv.
Ívar21. desember, 2008 at 20:40 #53457SkabbiParticipantHæ
Þetta er brjálæðislega töff. Tvær nýjar grodda mixleiðir fyrir stálbenta leðurpúnga. Vonandi verður fleirum bætt við á næstunni þannig að Tvíburagil verði sá mixkraggi sem það hefur burði til að vera.
Ég trúi ekki öðru en að mixboltasjóðurinn geti séð af nokkrum augum í þetta svæði.
Allez!
Skabbi
21. desember, 2008 at 20:59 #53458Siggi TommiParticipantAllt að gerast. Mikil gróska og eistnaflug í gangi…
Styð boltun heilshugar enda sé ég ekki meginmun á boltun og að fortryggja leiðir með dóti og skrúfum eins og gert var með þessar báðar.
Ef grjóthlutinn er það morkinn eða illa til dóts fallinn að það þurfi „hreiður af dóti“ eins og Síamstvíburinn og Ólympíska þurfi ístryggingu og langan sling, þá er ég ekki að sjá að menn séu að fara að leiða þær „hreint“. Eða hvað?
Held það sé alveg ljóst að leið sem fær bolta í sig verður 10x vinsælli en óboltuð leið. Jafnvel klassík…Er ekki potential í nokkrar leiðir í viðbót þarna?
Fyrir þá sem ekki vita, þá var mixsjóðurinn búinn að hálfbolta tvær leiðir (og setja upp eitt akkeri) í klettunum ofan við bíltastæðið í Múlafjalli. Þar voru fjórar línur prófaðar, frá M4/5 upp í M6/7 eða svo. Svo kom ísinn og menn gáfu sér ekki tíma til að klára þetta í hlákutímanum. Áhugasamir mega gjarnan klára þetta mín vegna.
Robbi (s: 866 2235) situr annars á augunum sem sjóðurinn var kominn með (ca. 20 eftir). Dúllarinn ætlaði að gefa slatta af boltum en síðast þegar ég vissi voru þeir ekki enn komnir til skila og því verða menn enn sem komið er að gefa eigin bolta í málefnið.
21. desember, 2008 at 21:40 #534592806763069Meðlimurok, hver lumar á borvél?
Annars er hægt að tryggja Síamstvíburann með fáeinum ísskrúfum, einum sling og einum litlum vin í leiðslu. Maður þarf bara að vita nákvæmlega hvar vinurinn á að fara og hafa öflugri framhandleggi en við sem að þessu stóðum.
Ég er því alls ekki viss um hvort rétt sá að bolta leiðina til að gera hana vinsæla á kostnað þess að ræna þá sem eru nógu sterkir til að klifra hana „hreint“ ævintýrinu. Hinsvegar eru hreyfingarnar það góðar að það væri leiðinlegt ef þetta yrði ekki klassík.
Og jú, það er sko nóg af línum þarna eftir.
Kv.
Ívar21. desember, 2008 at 22:08 #53460Gummi StParticipantSnilld, sá ykkur þarna fyrir neðan í morgun, en við Addi skruppum svo í Grafarfoss í mestu snjóaðstæðum sem ég hef lent í. (vorum 1,5 tíma uppað fossi vegna snjóþunga).
Bíð spenntur eftir myndum og videoi frá ykkur.
GF
21. desember, 2008 at 23:06 #53461ABParticipantHér eru myndir:
http://picasaweb.google.com/andribjarnason/LympSkaFLagiTvBuragiliDes2008#
Ég er að rembast við að koma myndbandi inn á youtube en það gengur hálf brösulega. Ég hendi inn hlekk ef þetta gengur.
Ég vil bolta Ólympíska félagið og hef fyrir því margar röksemdir. Ég er hins vegar of dasaður núna til að skrifa um siðferði við boltun leiða. Ég segi þó að mikilvægt er að fólk ræði þetta. Hvað finnst ykkur?
Kveðja,
AB
22. desember, 2008 at 00:10 #53462ABParticipantHér er myndband í hörmulegum gæðum. Smá brot úr efri hluta leiðarinnar. Ágúst tók upp.
http://video.google.com/videoplay?docid=-3628771074372834374&hl=en
Veit einhver um vefsíðu sem tekur við og birtir myndbönd í góðum gæðum?
AB
22. desember, 2008 at 00:26 #534630112873529MeðlimurJá þetta er alveg mega foltt svæði væri gaman að setja nokkra bolta þarna. En ég og Trausti skelltum okkur í kvöldklifur í Grafarfossinn og var það bara hin mesta skemmtun. Snjórinn var hjúds mikill en sem betur fer voru Gummi og Addi búnir troða fyrir okkur : ).
Flottar myndir Andri.
Kv Danni G
22. desember, 2008 at 01:36 #534641902834109MeðlimurTöff stöff, styð boltun á svæðinu.
Undanfararnir í HSSR hafa haft aðgang að borvél. Mæli með að bæði batteríin séu hlaðin áður en haldið er af stað í boltaleiðangur svo hann endi ekki eins og síðasti boltunarleiðangur í Múlafjall í haust.
Gunni Magg
22. desember, 2008 at 14:00 #53465SkabbiParticipantHæ
Má ekki bolta þetta Tvíburagil í drasl? Ég veit að Robbi iðar í skinninu að fá að flexa Hilti rakkinn aðeins.
Íslenskt mixklifur hefði ekki nema stórgott af því að fá sæmilega aðgengilegt boltað svæði í grennd við bæinn. Menn geta svo farið inn í Múlafjall með míkró hneturnar, hexurnar og Tri-camana í leit að „hreinni“ viðfnagsefnum.
Alzo!
Skabbi
22. desember, 2008 at 15:06 #534661902834109MeðlimurVar að ganga frá pöntun á 100 augum í viðbót í mixboltasjóðinn sem koma til landsins fyrir áramót. Bendi á Robba ef menn vilja nálgast augu.
Núna ætti lítið að stoppa menn í að bolta í drasl Tvíburagil eða önnur vel valin mixklifursvæði ef vilji er fyrir hendi. Spurning hvort það þarf að halda umræðufund um uppbyggingu mixklifursvæða svipað og var gert með topp tíu ísklifurleiðirnar?
Minni bara á bnr og kt mixboltasjóðsins ef menn eru aflögufærir á þessum síðustu og verstu tímum. Níu manns lögðu 2000 kall á haus í sjóðinn núna í haust og svo hefur stjórn Ísalp gefið vilyrði fyrir 25000 kr í sjóðinn.
Kt. 290786-2749
Bnr. 528-14-603712Gunni
22. desember, 2008 at 15:26 #53467Páll SveinssonParticipantÞetta er nú meira vesenið. Allt of mikið að gerast. Bæði á vefnum og klifrinu. Tuflar stórlega vinnuna hjá mér.
Ég vil bolta þetta. Sé engan mun á að hengja langa slinga ofan af brún sem hægt er að klippa í eða bolta leiðirnar.
Ef leið er tryggð í leiðslu verður viðkomandi að gefa grænt ljós á boltun.
Svo er nú áralöng hefð fyrir boltun í Búhömrum.
kv.
palli22. desember, 2008 at 16:45 #53468Gummi StParticipantLíst vel á að bolta þetta, væri alveg til í að koma í einn dag í svoleiðis mission, get ath. hvort ég gæti fengið svona vél lánaða ef einhver kemur með augu.
kv. Gummi St.
22. desember, 2008 at 22:41 #534690309673729ParticipantMega! Til hamingju Andri. Mál til komið að einhver kláraði þessa leið. Ég pumpaði mig út nokkrum sinnum í þessari leið og fleirum þarna fyrir mörgum árum (í toprobe) . Nefndi það við einhverja á sínum tíma að það þyrfti endilega að bolta svæðið, en ekkert varð úr þá.
Það er ekki spurning að það á að bolta þessa leið og fleiri þarna. Gera þetta að aðgengilegu svæði fyrir byrjendur og lengra komna í mixi. Frábært að geta skroppið þangað eftir vinnu og pumpað sig út.
Muna að skjala svæðin vel hér á vefnum svo allir finni leiðirnar!
22. desember, 2008 at 23:56 #53470RobbiParticipantLíst vel á þetta. Verð þó að taka aðeins undir það sem Ívar sagði. Ef það er augljóslega hægt að tryggja þetta á náttúrulegan hátt þá skal vanda það að bolta þetta í drasl.
Góð viðbót í mixheiminn.Líst vel á að halda mixfund fljótlega.
robbi23. desember, 2008 at 23:05 #53471ABParticipantÉg er sammála. Það á að fara afar gætilega í að bolta leiðir sem hægt er að tryggja með náttúrulegum tryggingum. Þetta flokkast undir almennt klifursiðferði og er samþykkt af flestum klifrurum.
En svo þarf að vega og meta ólíka hagsmuni.
Það er staðreynd að boltaðar mixleiðir verða oftar klifraðar en leiðir sem tryggðar eru með náttúrulegum tryggingum. Það er því hóflegt að draga þá ályktun að boltaðar leiðir myndu stuðla að meiri framþróun í mixklifri á Íslandi heldur en leiðir tryggðar með dóti. Við viljum að mixklifur komist á hærra plan. Boltað mix-svæði í nágrenni RVK myndi aldeilis hjálpa til við það.
Hitt er annað, að með boltun erum við hugsanlega að taka fram fyrir axirnar á einhverjum sem geta og vilja leiða Ólympíska félagið og Síamstvíburann án bolta og fyrirfram innsettra trygginga. Það er vissulega hægt að klifra Ólympíska félagið með náttúrulegum tryggingum og án þess að nota langa slinga. Með því að hreinsa betur úr ísfylltum sprungum hefði kannski mátt finna staði fyrir meira dót. Ég sá hins vegar fyrir mér fínasta möguleika á því að „grounda“ úr leiðinni hefði ég dottið í það dót sem var hægt að setja inn í klettakaflann þennan dag. Ég var ekki tiltakanlega spenntur fyrir því, en ég veit að þeir eru til sem yrðu ofsakátir með tækifæri til slíks spennuklifurs. Hvort á að miða við mig eða þá þegar ákvörðun um boltun er tekin? Þetta er alveg gild spurning.
Í mínum huga er skýrt að framþróun mixklifurs á Íslandi og hagsmunir hins venjulega Klifur-Jóns/Gunnu vega þyngra en fræðilegi möguleikinn á því að boltun Tvíburagils ræni einhvern ævintýrinu sem felst í að klifra leiðirnar með dóti.
En má ekki nota sömu röksemd fyrir boltun í Stardal? Hmm, nei, því þar er staðfest, skjalfest og þinglýst sú hefð að klifra án bolta.
Það er engin hefð í Tvíburagili – við erum að búa hana til.
Kveðja,
AB
24. desember, 2008 at 09:52 #534722806763069MeðlimurOk Andri.
Nú erum við komnir á hættulegar slóðir. Ég skoðaði reyndar ekki ykkar leið nema mjög yfirborðslega að neðan, en sá svo sem ekki annað í stöðunni en að bolta hana.
Í mínum huga er þetta ákvörðun þeirra sem fyrstir klifra leiðirnar. Hinsvegar eru til hlutir sem ekki má bolta vegna þess að það er augljóslega hægt að tryggja með náttúrulegum tryggingum.
Það getur svo oft verið matsatriði hvað er hægt að tryggja náttúrulega og hvað ekki. Eins og þú bendir á er þetta mat mjög einstaklingsbundið.Hvað það snertir að skapa hefð á ákveðnum svæðum þá er ég algerlega ósammála þér með það. Þetta er alltaf spurning fyrir hverja leið fyrir sig. Ef þú vilt setja öll svæðin undir sama hatt þá er víst næsta verkefni að bolta Vöflujárnið á Hnappavöllum!
Það er hinsvegar hefð fyrir því að menn bolti leiðir til vinsælda á íslandi. Um þetta eru nýmörg dæmi á Hnappavöllum. Can-Can er gott dæmi sem fáir hugsa út í. Í ansi mörgum löndum væri líklega löngu búið að klippa boltana úr Grænubyltingunni og Doug Scott feldi víst tár þegar hann sá boltana í Janus (þó ég verði nú að viðurkenna að ég sé ekki fyrir mér hvernig á að tryggja hana).
Klifur er hinsvegar ekki vinsældarkeppni, klifur er ævintýri. Íþrótt með fáum og oft á tíðum nokkuð óljósum reglum.
Ég hef velt þessu töluvert fyrir mér síðustu daga. Hvað Síamstvíburana varðar er um tvo kosti að ræða. Bolta leiðina til að gefa fleirum tækifæri á að fara hana og ræna þar með menn eins og Robba og Sigga tækifærinu á að fara hana á náttúrulegum tryggingum. Hinn kosturinn er að bolta hana ekki. Afleiðingarnar af því verða þær að fjöldi klifrara sem gæti haft gaman af að klifra leiðina og eiga fullt erindi í hana kemur ekki til með að reyna hana.Þeir eiga hinsvegar val. Þeir geta farið leiðina í ofanvað, gert eins og við og æft hana og fortryggt. Ef leiðin hinsvegar er boltuð eiga menn ekkert val lengur. Jafnvel sá sem ákveður að fara leiðina án þess að klippa í boltana veit af þeim. Ævintýrið verður aldrei það sama aftur.
Ef það hefði verið einhver vafi á því hvort mögulegt er að tryggja þetta væri það mér sönn ánægja að bolta leiðina. Það er hinsvegar þannig að við Haukur klifruðum leiðina báðir á náttúrulegum tryggingum, þó stíllinn hafi kannski ekki verið alveg fullkominn. Við duttum ítrekað í eina trygginguna (sling utan um ís) og héngum og sigum frá klettatryggingunum. Það er því fullkomlega ljóst að það er hægt að tryggja þessa leið á fullkomlega ásætanlegan hátt.
Jólagjöfin mín er því til Elítunar þetta árið – ég segi nei við boltun.
Ef Haukur er annarar skoðunar þá má hann ráða hvað gert verður.
Kv.
Hardcore – Gleðileg Jól!24. desember, 2008 at 12:14 #53473ABParticipantÉg skil þessi sjónarmið og virði þau.
Hins vegar væri það einmitt alls ekki rökrétt skref að bolta Vöfflujárnið á Völlunum. Það hefur reyndar ekki bara með hefð að gera: Að bolta dótaleiðir á besta boltasvæði landsins stuðlar ekki sérstaklega að framþróun sportklettaklifurs. Sá er punkturinn.
Boltaðar leiðir í Tvíburagili gætu raunverulega haft mikil áhrif á heila undirgrein klifurs á Íslandi. Ég held að fórnarkostnaðurinn sé ásættanlegur: möguleikinn á því að draga úr ánægju fárra sterkra klifrara. Ég sé þetta sem mikilvæga undantekningu á almennu reglunni vegna sérstakra hagmuna fyrir sportið í heild sinni.
Ég skil þegar þú segir að þetta sé spurning um hverja leið fyrir sig. Því er ég sammála! Ég átti alls ekki við að í lagi væri að ofurbolta allar línur á einhverju svæði ef búið væri að bolta eitthvað. Boltun á Ólympíska félaginu réttlætir ekki boltun á Síamstvíburanum ef höfundar þeirrar leiðar telja hana vera dótaleið – skárra væri það nú ef þeir sem fyrstir fara leiðirnar hefðu ekkert með þær að segja!
Hefðir skipta máli. Þótt hefð sé fyrir boltun á tilteknu svæði þýðir það EKKI að bolta megi allt. Ef hefð er fyrir náttúrulegum tryggingum á tilteknu svæði þá þýðir það oftast að ekki má bolta neitt. Þetta er heilbrigð viðmiðun sem heldur boltun innan skynsamlegra marka.
Ég sagði í fyrri pósti: „Það er engin hefð í Tvíburagili – við erum að búa hana til.“ Það sem ég á við er að við værum ekki að brjóta neina hefð ef við kjósum að bolta leiðir í Tvíburagili. Einfaldlega vegna þess að hefðin er ekki til staðar (ólíkt því sem er í Stardal, t.d.).
Þið Haukur veljið fyrir ykkur. Ég vel fyrir mig.
Jólagjöfin mín er til allra klifrara sem vilja geta mixað í nágrenni RVK án þess að hugsa um hvort þeir séu að skemma eitthvað fyrir Robba og Sigga Tomma: Ég stefni á að bolta Ólympíska félagið. Ég skal sérstaklega gæta þess að fyrsti bolti trufli ekki ykkar línu; það er sjálfsögð kurteisi.
Ef elítan ætlar að buffa mig mætti hún gjarnar bíða með það fram yfir jól. Og ég á hnúajárn og kylfu.
Gleðileg jól!
AB
24. desember, 2008 at 12:42 #53474Siggi TommiParticipantBoltar munu ekki skemma neitt fyrir mér persónulega enda hef ég ekki stundað klifur í leit að sjálfsmorðsvettvangi (nema í hóflegu mæli). Mig hefur einmitt vantað fleiri leiðir til að jöppa í enda hef ég afar lítið mixklifrað með dóti og hef engar sérstakar ambisjónir í þá veru.
Styð Andra heilshugar í þessu máli og mun bolta í tætlur hugsanlega nýjar leiðir sem ég mun setja þarna upp.
Held einmitt að hagsmunir sportsins liggi í að gera þetta aðgengilegt og öruggt svo allir geti farið og jóðlað í þessu í stað þess að úr verði stáleistnaleiðir sem farið verði í á 5 ára fresti eða álíka. Það finnst mér sóun á góðum leiðum.
Toprope er einfaldlega ekki það sama og að leiða og transitionið frá toprope í mixleiðslu verður illyfirstíganlegt ef engar verða boltuðu leiðirnar…Skora á þá sem ætla að bolta að gera það helst þannig að hægt sé að mixklifra þarna jafnvel þegar lítill eða enginn ís er til staðar. Þá væri hægt að koma þarna allan ársins hring og skemmta sér.
Jólalega gleði!
24. desember, 2008 at 12:43 #534752806763069MeðlimurGott mál. Ég gerði ekki ráð fyrir öðru en að þú skildir þessi sjónarmið. Og ég er mjög sammála því að ykkar leið sé boltuð.
Hinsvegar hefur það að aðeins Robbi setti spurningarmerki við hvort ætti að bolta eða ekki bolta aðeins styrkt mig í þeirri trú að þeir sem eru í fararbroddi hverju sinni verði að virða þær óskrifuðu reglur sem almennt eru við líði.
Ég vona að þessi umræða hafi vakið einhverja til umhugsunar og ég vona að fleirri en bara við Haukur eigi eftir að húkka og berja í Síamtvíburan þó að engir verði boltarnir. Ég iða svo í skinninu að klippa í boltana frá Oympíska félaginu.
Ég skil einnig vel þessi sjónarmið um að lyfta mixi á hærra plan – fyrir mér eru vissar grunnreglur einfaldlega mikilvægari. Án þeirra væri klifur bara eins og hver önnur íþrótt!
Það er líka nóg af línum þarna sem verða ekki klifraðar án bolta – svo ég hef engar áhyggjur af því að þeir sem bara vilja nota tvista og örfáar ísskrúfur hafi nóg að gera þarna á næstunni.
Jóla jóla,
Ívar
24. desember, 2008 at 13:43 #53476ABParticipantMikið er ánægjulegt þegar netumræður skila sér í bættum skilningi milli manna. Slíkt er óhemju sjaldgæft.
Síamstvíburinn verður heimsóttur við fyrsta tækifæri, engin hætta á öðru.
Jólakveðja,
AB
25. desember, 2008 at 02:14 #53477RobbiParticipantÞið eruð ágætir….stefnum á fund eftir jól. Bjalliði bara ef ykkur vantar bolta. Hvort sem þið ætlið að bolta eða ekki, þið ráðið þessu bara.
robbi
-
HöfundurSvör
- You must be logged in to reply to this topic.