Nýr formaður kosinn og tveir nýjir í stjórn

Home Umræður Umræður Almennt Nýr formaður kosinn og tveir nýjir í stjórn

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #44684
    0309673729
    Participant

    Á aðalfundi Ísalp í gærkvöldi var nýr formaður kosinn og tveir nýjir komu inn í stjórn. Þar af er kvennmaður sem lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Mér líst vel á nýju stjórnina.

    Fundarritari var Þorvaldur Þórsson. Ég á frekar von á því að stjórnin tilkynni breytingarnar innan skamms hér á vefnum, og að með fylgi skýrsla stjórnar og ársreikningur síðasta árs!

    Ég kynnti hugmyndir að breytingum á vefnum. Þær fengu góðar viðtökur. Engar ákvarðanir voru þó teknar enda arfaslöpp mæting á fundinn og þetta allnokkrar breytingar sem vel þarf að hugsa.

    Eftir fundinn lenti ég á stórskemmtilegu pöbbarölti með Simon Yates ásamt Kristjáni Guðna og Árna Alfreðs. Það er skemmst frá því að segja að Simon er stórfínn náungi, mikill sögumaður og húmoristi sem hefur frá mörgu að segja. Ég hvet alla til að mæta á sýninguna hans á mánudagskvöldið.

    með kveðju
    Helgi Borg

1 umræða (af 1)
  • You must be logged in to reply to this topic.