Ný leið í Munkaþverárgili

Home Umræður Umræður Klettaklifur Ný leið í Munkaþverárgili

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #47397
    Skabbi
    Participant

    Ég var fyrir norðan um helgina, fór m.a. í Munkann að klifra. Tók eftir því að búið er að bolta nýja (?) leið lengst til vinstri í klettinum. Prýðileg leið, 5.7-8 giska ég á. Er vitað hver á heiðurinn af þessari leið? Nafn og formleg gráða?

    Lát heyra!

    Allez!

    Skabbi

    #55466
    2401754289
    Meðlimur

    Hvað er langt síðan þú varst þarna síðast? Við Jökull settum upp leið þarna til vinstri sem er létt, en það eru kominn þó nokkuð mörg ár síðan!
    bk

    freon

    ps. farinn út aftur á morgun, það var gaman að rekast á þig þótt að hafi bara verið í 3 mín. Alltaf velkominn hjá okkur úti!

    #55467
    gulli
    Participant

    Er þetta ekki leiðin sem Siggi og Eiki boltuðu í fyrra sbr þetta:

    http://www.isalp.net/umraedur/8-klettaklifur/8905-ny-leie-i-munkanum.html#8910

    #55468
    Skabbi
    Participant
    Quote:
    Hvað er langt síðan þú varst þarna síðast? Við Jökull settum upp leið þarna til vinstri sem er létt, en það eru kominn þó nokkuð mörg ár síðan!
    bk

    freon

    ps. farinn út aftur á morgun, það var gaman að rekast á þig þótt að hafi bara verið í 3 mín. Alltaf velkominn hjá okkur úti!

    Þú ert líklega að tala um Talíu sem er leið númer 1 í leiðarvísinum. Þessi leið er ennþá lengra til vinstri og var örugglega ekki þarna síðasta sumar.

    Það var gaman að sjá þig um daginn félagi, ég hefði stoppað lengur til að spjalla ef ég hefði verið betur klæddur, hehe.

    Allez!

    Skabbi

    #55469
    Skabbi
    Participant

    Guðlaugur Ingi Guðlaugsson skrifaði:

    Quote:
    Er þetta ekki leiðin sem Siggi og Eiki boltuðu í fyrra sbr þetta:

    http://www.isalp.net/umraedur/8-klettaklifur/8905-ny-leie-i-munkanum.html#8910

    Sjitt hvað ég er mikill gúbbí fiskur, kommnetaði meirað segja sjálfur á þetta…

    Prýðileg leið en ekki 5.9 á borð við aðrar 5.9ur í Munkanum (Stóru mistökin, Undir brúnni, Stuð fyrir stutta). Mér fannst hún svipuð og UV, allavega langt frá því að vera tveimur gráðum stífari.

    Allez!

    Skabbi

    #55470
    Siggi Tommi
    Participant

    Gúbbígúbb já.
    Lokakrúxið er nú nokkuð hresst og náði minn ágæti boltunarfélagi ekki að negla hana þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
    Hvort hún er 5.8 eða 5.9 skal fjöldinn dæma um en 5.7 finnst mér full lágt, því þetta er kröftugt múv á meðan t.d. krúxið í UV er bara balance act, ekkert páer sem þarf.
    Ja, nema Skabz hafi fundið eitthvað töfraafbrigði af þessu sem ég sá ekki í þessum nokkru góum sem ég var að smakka á henni (fyrir og eftir boltun).

    #55472
    Páll Sveinsson
    Participant

    Svona var maður vitlaus í gamladaga. Rétt svo klórað sig upp þessar leiðir með fátæklegan rakkin og skellti svo á leiðirnar gráðu eftir bestu getu.
    Svo þegar fyrstu boltarnir voru settir inn þá var nú ekki verið að spreða þeim af óþörfu og leiðirnar gáfulega gráðaðar eftir því.

    Er bara ekki kominn tími á að leiðrétta þessar gráður í munnkanum?
    Allavegana þessar elstu.

    kv
    ps

    #55473
    1908803629
    Participant

    Ég mundaði mig við Englarykið (nýju leiðina) um helgina og held barasta að hún sé 5.9 eins og smiðurinn spáði. Allt fram að krúxinu er hún auðveld, ca. 5.7, en krúxið sjálft reyndist mér erfitt og alveg í línu við aðrar 5.9 hreyfingar í Múnkanum.

    Ég reyndi þó bara einu sinni við hana og náði henni ekki í þeirri atrenu þannig að kannski leynist eitthvað lúxusgrip sem breytir henni í 5.7-8…

    Þakka annars fyrir glimmrandi góða leið. Múnkinn er held ég bara skemmtilegasti klifurklettur landsins, enda allt morandi í klifurleiðinum fyrir mína getu.

    #55474
    Skabbi
    Participant

    Ágúst Kristján Steinarrsson skrifaði:

    Quote:
    Ég mundaði mig við Englarykið (nýju leiðina) um helgina og held barasta að hún sé 5.9 eins og smiðurinn spáði…Ég reyndi þó bara einu sinni við hana og náði henni ekki í þeirri atrenu þannig að…

    Póstaðu endilega aftur þegar þú ert búinn með leiðina. Getur þá borið hreyfingarnar saman við Stuð fyrir stutta, Stóru mistökin, Skóreimarnar, Rauða Turninn og aðrar gamalreyndar 5.9ur á landinu.

    Annars er ég sammála þér með Munkann, snilldarsvæði. Hvergi fleiri 5.9ur á jafnlitlum kletti.

    Allez!

    Skabbi

    #55475
    Skabbi
    Participant

    Páll Sveinsson skrifaði:

    Quote:
    Svona var maður vitlaus í gamladaga. Rétt svo klórað sig upp þessar leiðir með fátæklegan rakkin og skellti svo á leiðirnar gráðu eftir bestu getu.
    Svo þegar fyrstu boltarnir voru settir inn þá var nú ekki verið að spreða þeim af óþörfu og leiðirnar gáfulega gráðaðar eftir því.

    Er bara ekki kominn tími á að leiðrétta þessar gráður í munnkanum?
    Allavegana þessar elstu.

    kv
    ps

    Ég veit ekki, mér finnst Munkinn ekkert verr gráðaður en önnur svæði á landinu. Kannski heldur undirgráðað en það er allavega ágætis samræmi á milli leiða. Ég tek bara að ofan fyrir mönnum sem fóru þessar leiðar í dóti á sínum tíma, hreystileg framganga það.

    Allez!

    Skabbi

    #55476
    2808714359
    Meðlimur

    Ég er sammála Ágústi, enda vorum við þarna saman. Þessi leið er frekar auðveld alveg fram yfir næst síðasta bolta, þá kom eitthvað skrítið sem ég er ekki búinn að átta mig á ennþá.

    Upp að næst síðasta bolta er þetta auðveldari leið en Stóru mistökin og Stuð fyrir stutta.

    kv
    Jon H

    #55477
    gulli
    Participant

    Skabbi fór hana ábyggilega bara í toppróp ef ég þekki hann rétt … það skefur c.a. heila gráðu af þessu.

    Hlakka annars til að prófa þetta marg umtalaða stykki.

    #55478
    Siggi Tommi
    Participant

    Þetta er gríðarlega spennandi.

    Menn tala hérna um stórkostlegar yfirgráðanir og svo fá sæmilega öflugir menn hressilega flengingu… :)
    Vissulega er fyrri parturinn léttur en leiðin gráðast jú skv. erfiðasta múvi eða heildarerfiðleika ef um mjög sustained leiðir er að ræða.
    Bara virkilega gaman að fá debatt um gráður á leiðum enda sýnist jú sitt hverjum.
    Held ég geti vottað að ég fann ekkert „falið undragrip“ í lokin heldur er þetta lockoff upp í stóra vasann á vinstri veggnum erfitt og svo löng hreyfing þaðan upp á slópí brúnina (Eiki datt t.d. alltaf þar).
    Held að Skabbi hljóti að hafa óvart dottið niður á hrossasterakaffi uppi í háskóla…
    En við Skabz þetta á leiðinni á Hnappó um helgina og ég féllst með semingi á að þetta væri 5.8 en upphaflega ágiskun mín upp á 5.9 er enn inni í myndinni. Held þessu opnu út sumarið og við neglum einhverja dipló tölu á þetta í haust…

    Það vantar að setja upp svona gráðugjafakerfi eins og var á einhverjum af erlendu klifursíðunum. Þá gætu menn séð „official“ gráðuna og svo einhverja dreifingu á því sem fólki fannst að hún „ætti að vera gráðuð“ (ekki alltaf samræmi í því náttúrulega).
    Skora á isalp.is og/eða klifur.is vefsmiðina að hendi inn svoleiðis plugin.

    T.d. gráðaði Palli Sveins Undir brúnni upphaflega 5.8 en miðað við gengi fjölmargra í henni gegnum árin henti ég 5.9 á hana í tópónum. Svo eru leiðir eins og Bláa ullin merktar 5.9 en hún er líklega frekar 5.8 ef eitthvað er. Stuð fyrir stutta er sett 5.7-5.9 (sennilega aldrei 5.7 sama hvað maður er tröllvaxinn) en hún er með smá tvisti og án þess verður hún mjög erfið fyrir 5.9. Mörgum finnst Sófus létt fyrir 5.8 en það er upp og ofan. Stóru mistökin var upphaflega gráðuð 5.10a minnir mig sem dótaleið en nýja gráðan upp á 5.9 finnst mér persónulega alveg sanngjörn (snúin en ekki svo hræðileg þegar menn vita hvað á að gera).

    Atkvæðin standa þá svona:
    Siggi Tommi: 5.8-5.9 (aldrei 5.7)
    Skabbi: 5.8, aldrei meira!!! :)
    Eiki: ekki búinn en búinn með flestar ef ekki allar 5.9ur á svæðinu
    Ágúst: ekki búinn en hallast að 5.9
    Jón Heiðar: sama og Ágúst
    fleiri?

    #55479
    Skabbi
    Participant

    Guðlaugur Ingi Guðlaugsson skrifaði:

    Quote:
    Hlakka annars til að prófa þetta marg umtalaða stykki.

    Passaðu bara að láta Manu fara á undan og setja tvistana í, annars verður mun minna fyrir þig að toga í.

    Ekkert Allez fyrir þig :p

    Skabbi

    #55484
    0703784699
    Meðlimur

    Flott forsíðumynd dagsins….

    kvHimmi

15 umræða - 1 til 15 (af 15)
  • You must be logged in to reply to this topic.