- This topic is empty.
-
HöfundurSvör
-
16. janúar, 2012 at 21:47 #46763Arnar Þór EmilssonParticipant
Hér eru góðar pælingar varðandi það hvernig menn klippa sig inn í stans og munurinn á dineema og nylon sling.
Gott að pæla í svona hlutum.
http://blip.tv/a-fuerza-de-plafon/dyneema-and-nylon-drop-tests-4509845
kv Arnar Þór
16. janúar, 2012 at 23:43 #57366Arni StefanKeymasterKlárlega eitthvað sem menn (og konur!) ættu að vita af.
Annars er ég mjög hrifinn af því að nota prússellu til þess að festa mig í stans. Hún hefur þann kost að það er mjög auðvelt að stilla sig af og einnig minnkar hún höggið ef fall á sér stað þar sem prússikinn skrikar undir of miklu álagi.
Síðan er hestahnúturinn alltaf möguleiki.
16. janúar, 2012 at 23:47 #57367RobbiParticipantJá, fannst þetta einstaklega áhugavert video. Hef lesið um þetta áður en þetta negldi það alveg. Hef séð marga sem eru búnir að hnýta sér „daisychain“ úr svona slingum og nota til að klippa sér í akkeri. Gott að hafa þetta á bakvið eyrað. Akkerið á að vera sterkasti hlekkurinn í þessu öllu saman…þá geta menn gleymt því að nota svona slinga til að stilla akkerispunkta saman því skv. videoinu þá tapar slingurinn uþb helming styrks við það að setja hnút á hann. Skrúfan á að þola 11kN, setur inn 2 svoleiðis en slingurinn með hnút þolir svo bara 12kN ? Það eru ekki góð vinnubrögð.
Robbi
17. janúar, 2012 at 19:49 #57380Arni StefanKeymasterÞað er ekki alveg sambærilegt. Slingurinn tapar helming af styrk sínum þarna í fullkomlega statísku kerfi sem verður fyrir höggi (shock load). Þar sem hann tognar ekkert og dregur þar með ekkert úr högginu. Í þeim tilfellum sem slingar eru notaðir í akkeri er línan hluti af kerfinu og þar með hellings dempun. Fyrir þetta tilfelli, þar sem mikil dempun er í kerfinu væri nærri lagi að prófa að slíta svona sling með hnút í tjakk (slow pull test). Ég hef ekki séð neinar slíkar mælingar, spurning hvað kæmi út úr því (væri mögulega hægt að prófa þetta uppí háskóla, þar er stór tjakkur).
Ég er samt fullkomlega sammála niðurstöðunum úr vídjóinu, en ég er bara ekki viss um að þær eigi við í því tilfelli sem þú stilltir upp Robbi.
17. janúar, 2012 at 23:06 #57385Björgvin HilmarssonParticipantVona að menn séu ekki umvörpum að dóla sér í stansi með slaka á slingnum (deisunni, prúsellunni eða hverju því sem verið er að nota) sem þeir festa sig með í akkerið.
Það ætti að vera hluti af beisikk hugsun í stansi að vera alltaf með strekkt á slingnum. Sama pæling bara og að vera alltaf með vel jafnað akkeri.
En það breytir því ekki að niðurstöður þessarar tilraunar er nokkuð afgerandi svo ekki sé meira sagt.
.
18. janúar, 2012 at 10:06 #57388SmáriParticipantSvo verða menn að hugsa hvað mjaðmagrindin á manni þolir… ég væri ekki til í að detta í svona sling sama hvort það er hnútur á honum eða ekki. Málið með hnútinn er samt að við snöggt átak þá hitnar hann og veikist við það (þess vegna slitnar slingurinn við hnútinn, held því að test í tjakki mæli ekki það sem verið er að mæla þarna þ.e. að maður í stansi dettur (tryggður í megintryggingu með sling). Aðal málið er að vera ekki með slaka, daisychain er einmitt hugsað til þess að þess þurfi ekki, getur stillt fjarlægðina í ankerið.
Smári
19. janúar, 2012 at 00:28 #573942808714359MeðlimurÞessi umræða var í gangi í fyrra líka
https://www.isalp.is/forum/5-almennt/10618-haettan-af-statiskum-akkerum.html#10618
-
HöfundurSvör
- You must be logged in to reply to this topic.