Miðnætursól á Hraundranga

Home Umræður Umræður Almennt Miðnætursól á Hraundranga

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #47137
    0801852789
    Meðlimur

    Sælir ísalpmenn og konur.

    Vorum 4 félagar að koma heim úr vel lukkaðri Hraundrangaferð.
    Fórum öxnadalsmegin og mæli ég með þeirri leið en uppgangan er gríðar tignarleg og flott utsýni yfir fés Drangafjalls, Þverbrekkuhnjúk og vötnin, ber þó að varast skriðurnar,
    og til að komast upp á topp eru svona 1-2 nettar klifurhreyfingar yfir í lausa skriður og er auðvelt að koma á stað grjóthruni og einn af okkur fékk smá á lúðurinn en smá plástur og teip reddaði því og kláraði hann með stæl.

    Þar sem okkur grunaði að þetta væri fyrsta ferð sumarsinns fórum við yfir fleyga og teip, skárum eitt vel sólbrunnið og trosnað neðst í Dranganum (festing milli tveggja fleyga)
    Millistansinn var góður, nýlegur slingur og allir fleygar þar solid.

    Bættum við einum fleyg fyrir ofan millistannsinn þar var einn hel riðgaður er á sama stað.

    Við síðasta haftið er eldgamall fleygur og teip í stíl en gott að koma inn vin í sprungunni.

    vírin er góður eftir veturinn en slingarnir eru orðnir harðir og gamlir eins línan utan um sjálfan toppinn hún er nú ekki orðin beisin.
    En góð ferð í frábæru veðri enduðum á Staðarbakka sóttir og skuttlað að Hrauni í bílinn.

    Kv frá norðurlandi.
    Magnús.

    #54297
    Siggi Tommi
    Participant

    Glæsilegt drengir.
    Hraundrangi er snilld…

    Þegar þú segir „…upp á topp eru 1-2 svona 1-2 nettar klifurhreyfingar…“,ertu þá að meina til að komast úr skriðunum Öxnadalsmegin og yfir í söðulinn til að komast inn í hefðbundnu klifurleiðina? Eða fóruð þið nýja leið alveg upp á topp?
    Þið siguð augljóslega niður orginalinn en ég átta mig ekki alveg á þessari lýsingu á uppleiðinni.

    Minni á ársritið.
    Spurning hvort þið getið sent mér ítarlegri lýsingu á „hvar og hvernig“ með þessa uppgönguleið til að geta bætt við væntanlegan leiðarvísi að Hraundranga í næsta ársriti. hraundrangi(hjá)gmail(.)com
    Var ekki einhver ykkar félaganna sem fór á Kistuna um árið. Spurning um myndir og lýsingu að henni til að gera tópóinn afar hressandi.

    #54300
    0801852789
    Meðlimur

    Sæll Sigurður,

    Þessar 1-2 nettu klifurhreyfingar eru efst í skriðunum áður en maður kemur upp á söðulinn (skal reyna redda myndum)
    Eru reyndar 3 línur sem hægt er að velja en þessi sem við fórum lookaði skárst en svo þarf það ekkert endilega að vera ég sýð saman einhverja lýsingu.

    Uppklifrið var hefðbundið.

    Friðjón massaði Kistuna fyrir einhverjum árum ég skal pumpa hann með einhverja leiðarlýsingu.

    Kv.
    Magnús

    #54307
    0808794749
    Meðlimur

    Hljómar eins og hin besta kvöldskemmtun!

    Nú leikur mér forvitni á að vita hvort pelinn góði sé kominn á sinn stað í boxinu?

    #54308
    Karl
    Participant

    Klifurleiðir og tryggingar eru aukaatriði.
    Það er hisvegar stórmál að viskímenningin á dranganum hefur að jafnaði verið það óábyrg að ég hef ekki séð nokkra ástæðu til að fara þarna upp.
    Það er ekki fyrr en ég get treyst því að pyttlan á toppnum innihaldi amk jafn góðan drykk og þangað var ferjaður forðum, -eða betri, að ég geti hugsað mér að brölta upp þessa skriðu…..

    Upphaflega hugmyndin var að fara í smökkunarferð að 12 árum liðnum en ég óttast að vera orðinn elliheimilistækur áður en ég geti treyst því að þarna sé eftir e-h að slægjast…

    Skál!

    #54309
    1908803629
    Participant

    Snilld, ég bíð spenntur eftir topoi um leiðina. Annars var ég búinn að sjóða saman leiðarvísi fyrir hefðbundnu leiðina sem á einmitt að birtast í næsta ársrit. Ef þið hafið áhuga á að bæta ykkar við þá hafið þið samband.

    Ágúst Kr.

6 umræða - 1 til 6 (af 6)
  • You must be logged in to reply to this topic.