Fjöldi fólks beið spennt eftir úrslitum í ljósmyndasamkeppninni en þau voru kynnt í hléinu á Banff í gær. Fjallakofinn veitti glæsileg verðlaun fyrir bestu myndirnar.
Dómnefnd sá ástæðu til að verðlauna tvær ólíkar myndir.
Guðmundur Jónsson fékk glæsilega hjálm og karabínur frá Fjallakofanum fyrir mynd sem hann tók af Albert Liectfried og Marcus Bendler klifra Stekkjastaur.
Guðlaugur Ingi Guðlaugsson fékk tvistasett einnig frá Fjallakofanum fyrir svala mynd af Herdísi Sigurgrímsdóttur.
Fjöldi flottra mynda berst í keppnina og munum við setja þær hér inn á síðuna bráðlega.
Ég held það sé óhætt að segja að ljósmyndasamkeppnir séu komnar til að vera. Næst verður stefnt af því að keppa í fleiri flokkum. Haldið því myndavélunum áfram á lofti!