Leifsbók

Home Umræður Umræður Almennt Leifsbók

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #45304
    Freyr Ingi
    Participant

    Á meðan Ama Dablam strákarnir eru að leggja lokahönd á undirbúninginn fyrir sitt ævintýri situr Leifur Örn uppi í hæstu hæðum og bloggar.

    http://www.utivera.is/frettir/nr/1046

    http://www.mountainguide.is/is/nr/231

    Gangi ykkur öllum vel!

    Freyr Ingi

    #51697
    2806763069
    Meðlimur

    Spennan eykst hjá Leifi.

    Enn og aftur órtúlega gaman hjá svona sófafjallamanni að fá að fylgjast með þessu nánast í beinni.
    Greinilegt að það þarf ekki Hardcore til svo að menn fái nóg af leiðangursstjórum. Reyndar ekki öfundsvert starf þegar kúnarnir eru vanari að segja öðrum fyrir verkum.

    Einnig báðir þumlar upp til Olla, You can do it!

    kv.
    Sófacore

    #51698
    2806763069
    Meðlimur

    Og en eykst spennan. Ég þori varla lengur að fara á klósettið eða að fá mér að borða.

    Ekkert elsku mamma í sól og blíðu lengur, Leibbi kominn í alvöru fjalla pakka. Ekki spurning um að hann er réttur maður á réttum stað – en hefur leiðangurinn tíma – og tekur leiðangursstjórin auðveldu og öruggu leiðina út og blæs allt af eða er hann líka réttur maður á réttum stað?

    Hvað ef minni spámennirnir í hópnum missa móðin, fær okkar maður back-up til að klára málin?

    Það er án efa mikil pólitík í gangi núna í Base Camp. Sumir vilja bara fara heim með reisn (geta sagt að engin annar hafi toppað) en aðrir eru gallharðir á að halda út og bíða færis.

    Leiðangursstjórarnir eru líklega farnir að sveigjast á það að halda heim, klára snemma og koma með alla heim. Heillar oft meira en að vera ábyrgur þegar allt fer til fjandans.
    Eins og venjulega í fjallamennsku er línan milli þess að vera hetja og fáviti ansi þunn! Þeir hjá Adventure Consultants vita það víst nógu vel af reynslunni (Leifur er í Adv.Consultants leiðangir)!

    Spennandi, spennandi!

    Það verður einnig gaman að frétta hvort þessi stormur hefur áhrif á vini okkar á Amadablam.

    #51699
    2806763069
    Meðlimur

    Leifur og co. eru enn negld föst í búðum 1 eins og sjá má á síðunni hjá Adv. Consult.

    http://www.adventureconsultants.co.nz/AdventureInternational/ChoOyu2007/

    Vona bara að strákurinn fái sitt tækifæri!

    #51700
    Sissi
    Moderator

    Úff hvað þetta hlýtur að taka á sálina.

    #51701
    Anonymous
    Inactive

    Í mínum huga væri betra að gera svona með annan félaga sem maður getur treyst og bara fara og gefa skít í leiðangursstjórann ef maður sér fram á að hann vilji lúffast burtu bara til að bjarga eigin skinni og komast létt út úr málunum. Ég bara virkilega vona að Leibbi fái tækifæri því ég veit að hann fer létt með þetta.
    Olli

    #51702
    2806763069
    Meðlimur

    Já Olli
    Eins og þú hefur líklega komist að núna á síðustu mánuðum er ekki alltaf auðvelt að finna góðan félaga sem er til í að fara út að leika.

    Þetta hjá Leifi virðist nú allt vera í góðum gír. Hann virðist vera í góðum hóp (svona eftir fyrstu grisjun) og leiðangursstjórinn virðist ekki vera á þeim buxunum að gefast upp nema til að ná fluginu heim. Svo þetta er nú allt í góðu. Enn!

    Hinsvegar get ég alveg tekið undir það með þér að góður félagsskapur traustra vina gefur svona ferð aukið gildi.
    Á hinn bogin er ekki mikið auðveldar að finna félaga í svona ferð en í Esjufjöllinn eða Mýrdalsjökul (svo ég taki nú dæmi af Hálandahöfingjanum sjálfum).
    Þá er lítið annað að gera en að drífa sig bara af stað út í hinn stóra heim og vonast til að lenda með skemmtilegu fólki.

    Það er jú aðeins ein ákvörðun sem maður getur tekið í svona sem maður getur verið alveg viss um að sjá eftir. Það er að ákveða að fara EKKI!

    Svo til allra sem er að hugsa um að fara að klifra, stórt eða smátt, segi ég bara:

    ……………….GO, GO, GO!!!!!!!!!!!!!

    Og þá er það bara stóra spurning til Olla:

    Hvað kemur næst?

    #51703
    Anonymous
    Inactive

    Veistu það Ívar minn að ég hef ekki hugmynd. Nú sé ég fyrir endan á þessu verkefni (loksins!!!!) og ætla ekki einu sinni að hugsa um hvað er næst heldur njóta þess að klára það sem maður stefnir að og slappa svolítið af. Eftir að ég kláraði Tröllaskagann á 39 tímum var ég spurður þessari sömu spurningu og sagði ég einnig „Ég hef ekki hugmynd!!“ Það er bara það eina sem ég get sagt er að hlutirnir gerast bara og hugmyndirnar fæðast bara þegar þær eru tilbúnar til þess. Ég tel mig alla vega vera færan um að gera ýmislegt en ætla ekki að vera með neina yfirlýsingar hér. Ég bara vona að næsta verkefni(ef til þess kemur) verði jafn skemmtilegt og krefjandi og þetta en ég gæti alveg hugsað mér eitthvað sem tekur svolítið styttri tíma en tæpt 2 ár í undirbúningi og framkvæmd.
    Nú veit ég að fólk gerir sér almennt litla grein fyrir þeim fórnum og þeirri stefnufestu sem þarf til þess að klára eitthvað svona en ég veit að þú Ívar hefur talsverða hugmynd um það.
    Það eina sem ég veit er að ég hef skapað mér ótrúlega margra minninga sem ég ætla að njóta lengi vel og þær tæplega 3500 myndir sem ég er búinn að taka á árinu verða vandlega yfirfarnar og nokkrar (um 100) bestu teknar út og búin til myndasýning fyrir aðra til að njóta.
    Fjallakveðja Olli
    P.S. er að fara upp í Vonarskarð á miðvikudag en geri ekki ráð fyrir að einhver geti farið með :) Þar verða farnir 3 tindar og eru þá eftir 4 toppar og vonandi verða 3 af þeim farnir í Skaftafelli um næstu helgi ef veður verður ekki snarvittlaust.

    #51704
    2806763069
    Meðlimur

    Bíð spenntur og krosslegg fingurnar fyrir síðsta áfangan þinn!

9 umræða - 1 til 9 (af 9)
  • You must be logged in to reply to this topic.