Leiðavísir af Mýrarhyrnu

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Leiðavísir af Mýrarhyrnu

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #46747
    Robbi
    Participant

    Er búinn að setja gróflega saman leiðavísi af mýrarhyrnu. Um er að ræða austurhliðina. Njótið og klifrið.

    http://hi.is/~roh2/Lei%d0arv%a1sar/

    Robbi

    #52272
    Skabbi
    Participant

    Flottur leiðarvísir robbi, skýr og vel upp settur.

    Ætla samt að agnúast út nokkur smáatriði.

    Það vantar leið nr. 1 inn á. Vorum við ekki sammála um staðsetninguna á henni?

    Furðulegt að tala um „einar flottustu leiðir“. Einn virkar betur í eintölu en fleirtölu.

    Og þetta fatta ég ekki:

    „Mjög falleg og brött klifurleið sem virðist vera erfiðari en hún lítur út fyrir að vera.“

    Er hún erfiðari en hún lítur út fyrir að vera eða virðist hún erfiðari en hún er?

    Mér fannst hún líta út fyrir að vera drullu erfið, og vera það!

    En að lokum, glæsilegt verk, trú því að við fáum fleiri svona áður en veturinn er á enda!

    (Sjáiði þessa frábæru complement samloku? Byrja með hrósi, rífa svo niður og enda á hvattningu! Svona á að gera þetta!)

    Allez!

    Skabbi

    #52273
    Robbi
    Participant

    Lýsingarnar á leiðunum eru teknar beint upp úr ársriti, kanski með smá breytingu á orðalagi einhverstaðar.

    „Mjög falleg og brött klifurleið sem virðist vera erfiðari en hún lítur út fyrir að vera.“ Þetta stendur í ársritinu.

    Leið nr 1 er ekki inná þar sem ég hef ekki hugmynd um hvar hún er en hú verður sett inn á um leið og ég hef fundið út úr því. Þessvegna byrjar hann á leið 2.

    Þetta er ekki lokaútgáfa heldur „gróflegur leiðarvísir“ eins og stendur hér að ofan.

    Góðar stundir.
    Robbi

    #52274
    Robbi
    Participant

    Er talsvert erfiðari en hún lítur út fyrir að vera átti þetta að vera og stendur íársritinu, prentvilla.
    rob

    #52275
    Anonymous
    Inactive

    Frábært framtak Robbi, ég held að ég geti upplýst hvar leið 1 er eða réttara sagt nokkurn veginn. Málið er að Einar Öræfingur fór við annan mann einhverja leið í rauða kassanum á topoinum. Það tókst aldrei á sínum tíma að fá nákvæmlega hjá honum staðsetninguna þannig að það var látið liggja á milli hluta. Núna ef Einar les þetta væri tilvalið fyrir hann að merkja inn á tópóinn hans Robba hvar leiðin liggur eða segja honum það og Robbi uppfærir. Ég trúi ekki öðru en að hann vilji eiga kredit fyrir leiðina.
    Kveðja Olli

    #52276
    Páll Sveinsson
    Participant

    Shitt… Ég var búinn að gleima hvað þetta eru flottar leiðir.

    Frábært framtak.

    kv.
    Palli

    #52277
    0703784699
    Meðlimur

    Davíð Halldór Marínósson (Golli) klifraði með EinarÖ þennan sunnudag á ísfestivalinu……veit ekki hvort þú sért að tala um sömu leið þó.

    Flott framtak Róbert, og já vonandi ná menn að koma þessu í betra horf á næstu mánuðum,

    Lærði þessa taktík sem þú talar um Skabbi, að fyrst hæla, svo brjóta niður og ljúka því með hóli aftur, á ferð minni með Grönli nokkrum í haust, sem hafði lært þetta við störf í félagsmiðstöð hjá ÍTR og hef reynt að notast við þetta síðan þá við góða raun.

    Svo þarf að klára hin svæðin og taka þetta saman á einn stað. Hvernig er það voru ekki alltaf tekin fram FF dagsetning?

    kv.himmi

    #52278
    Stefán Örn
    Participant

    Þetta er glæsilegt!

    Ekki spurning að mar verður að kíkja þarna hið fyrsta!

    Hils,
    Steppo

    #52279
    Gummi St
    Participant

    Flott !

    ég keyrði þarna framhjá um daginn og gjörsamlega starði þarna uppí Hyrnuna… gegggjaðar leiðir!

    THUMBS UP ROBBI !!!

    kv. Gummi

    #52280
    0304724629
    Meðlimur

    Lítur vel út en… er Comeback og Abdominal ekki með vitlaus númer? 5 á að vera 6 og öfugt.

    kv
    rok

    #52281

    Hvernig var það Rúnar, voru þið Olli ekki sammála um að leiðin hafi verið nefnd Abdominalis? Ekki málið halda sig við það sem rétt er svo rangnefnið festist ekki í hugum fólks?

    #52282
    Anonymous
    Inactive

    Ég held að lítil ástæða sé til að rífast um nöfn á leiðum sem eru nefndar í ársriti Ísalp. Ég hef nú ekki haft nennu til að fletta því upp.
    Olli

12 umræða - 1 til 12 (af 12)
  • You must be logged in to reply to this topic.