Hér á Akureyri hefur snjóað látlaust í nokkra sólarhringa og nú hefur stytt upp. – Lausamjöll/logndrífa/púður upp í mitti og þá er gaman að leika sér á skíðum!
Iss þetta er nú ekki neitt. Hér í Bláfjöllum höfum við haft látlausa heiðríkju og blíðu undanfarið og hardcore snjó. Gamlir kallar kalla þetta harðfenni eða skara. Svona hardcore snjór krefst hardcore skíðamennsku.
Verð að taka undir orð Kristínar um eðalfærið í Hlíðarfjalli. Í gær dömpaði slatta og utanbrautaraðstæður eru að verða ansi krassandi á nýjan leik. Ekki sakar að hafa sem sverasta planka undir löppunum.