Laus steinn í Eilífi

Home Umræður Umræður Klettaklifur Laus steinn í Eilífi

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #47569
    Arni Stefan
    Keymaster

    Ég og nokkrir aðrir vorum á ferð í Valshamri í dag. Í Eilífi var stór laus steinn vinstra megin við 5. bolta. Við sigum aftur niður að honum eftir að klára leiðina og skoðuðum betur, hann var það þungur að við ákváðum að velta honum ekki, en hins vegar nógu laus til þess að hann gæti valdið hættu áður en langt um líður. Spurning um að menn kíki á þetta á laugardaginn. Ég held að það „skemmi“ leiðina ekki ef honum væri velt, en líklega væri betra að fá álit annarra.

    #56715
    Sissi
    Moderator

    Ef þú ert að tala um flöguna sem er búin að lúkka svolítið laus í áraraðir myndi ég nú ekki hrófla við henni án þess að láta einhvern með tilskilin réttindi (menn á borð við STÞ eða Stefán Steinar) taka út hvort það hefur orðið einhver breyting til hins verra.

    Þetta er náttúrulega úber klassík leið og það er ákveðin hætta á að þú yrðir barinn í harðfisk ef þú gerðir einhverjar óvinsælar breytingar :)

    Góð ákvörðun að geyma þetta, en spurning um að menn fari þá varlega þar til það er kominn dómur í málinu.

    Sissi

    #56739
    Siggi Tommi
    Participant

    Hmmm, erum við að tala um eitthvað dót inni í sprungunni vinstra megin við standard klifurlínuna?
    Get varla ímyndað mér að það sé eitthvað sem menn taka venjulega í en óneitanlega drifta margir þarna yfir ef þeir lenda í vandræðum með efra krúxið. Maður þarf greinilega að hafa augun hjá sér í næsta túr í V.
    Klárlega að henda þessu niður frekar en að fá þetta í toppstykkið á einhverjum (fór nærri illa í Pöstunum um daginn) nema þetta sé algjört lykilgrip og þá þarf að skoða að líma þetta.
    Annars er ég svo ungur í þessu að ég var enn með bleyju þegar gömlu refirnir voru farnir að brölta þarna svo ég hef engan atkvæðisrétt í þessu.. :)

    #56740
    Sissi
    Moderator

    Ég skildi Árna þannig að þetta væri stóra flagan þegar maður kemur upp úr krúxinu, vinstra megin.

    #56769
    Sissi
    Moderator

    Meira um Eilíf – það er einhver smáfuglinn búinn að búa sér heimili í sprungunni við fyrsta bolta í Eilífi. Manni getur brugðið hressilega þegar hann kemur þarna askvaðandi út og einnig er rétt að fara gætilega þarna svo allir íbúar sleppi heilu og höldnu frá stálgripi klifrara (ætti ekki að vera problem samt, öllu verra að bregða og detta úr fyrsta bolta)

    #56795
    Sissi
    Moderator

    Enn meira um Valshamar, menn hafa tekið sig til og lagað slóðann að bílastæði klifrara, hann er enn ansi bömpí en stórt grjót hefur verið fjarlægt. Svo nú ætti þetta að vera auðveldlega Yaris-fært.

    Sissi

    #56800
    0808794749
    Meðlimur

    Það er nú staðfest að Maríuerla hefur gert sér hreiður efst í sprungunni sem er í byrjun Eilífs. Skabbi sagðist hafa séð að minnsta kosti eitt egg. Fuglgreyið var fljúgandi í kring í allan gærdag og nýtti tækifærið um leið og klifrarar færðu sig fjær, til þess að athuga með eggin sín.

    #56803
    gulli
    Participant

    Sveinborg Hlíf Gunnarsdóttir wrote:

    Quote:
    Það er nú staðfest að Maríuerla hefur gert sér hreiður efst í sprungunni sem er í byrjun Eilífs.

    Já, og Maríuerla hefur einnig gert sér hreiður í veggnum fyrir utan Tóftina á Hnappavöllum. Kemur þessum þræði eiginlega ekkert við en þetta er hundraðasti þráðurinn minn þannig að ég ákvað að láta vaða!

    Húrra fyrir mér.

    #56812
    0703784699
    Meðlimur

    Er ekki málið að losa okkur við þennan stein áður en næsti þráður verði um slys í Valshamri útaf lausum stein?

    http://www.youtube.com/watch?feature=player_embedded&v=K0Tj2dWiXPk

    Það getur ekki verið svo heilagt að halda í gamlar leiðir að við þurfum að hafa þær hættulegar?

    kv.Himmi

    #56814
    vikgud
    Meðlimur

    Smá meiri slóðaumræða.

    Ég fór upp í Valshamar í dag, þar var bóndinn á svæðinu að vinna í slóðanum inn að ÍSALP stæðinu. Hann stoppaði mig og sagðist vera laga veginn fyrir okkar og spurði í leiðinni hvort við þyrftum stærra bílastæði. Ég sagði að það þyrfti nú ekki að vera neitt mikið stærra þó smá stækkun væri kannski fín, en aðallega það að fólksbílar gætu lagt í öll stæðin, ekki eins og þetta er nú þar sem fólksbílar geta í raun bara notað svona tvö stæði. (Ég sá 1x síðasta sumar að bíll þurfti að vera lagður fyrir utan girðingu sökum plássleysis).

    Annars er bóndinn nú búinn að keyra fullt af efni í veginn og var að reyna vinna og gera þetta gott.

    Hann vildi bara að ég kæmi þessum skilaboðum til stjórnar og sagði að það þyrftu kannski nokkrir að rölta allan veginn og grjóthreinsa þetta lausa sem verður eftir ofaná en miðað við það efni sem hann var að setja í veginn þegar ég keyrði hann þá ætti það nú ekki að vera mikið. Annars þakkaði ég honum bara kærlega fyrir hans vinnu.

    #56817
    0808794749
    Meðlimur

    Sweet! Í kvöld voru einmitt fjórir fólksbílar inni í girðingu og einn yfir utan. Einnig höfðu einhverjir lagt hjá sumarbústöðum þar sem þeir höfðu einhver tengsl. Sumsé fullt af fólki í Valshamri í kvöld og þ.a.l. slatti af bílum. Þökk sé bóndanum og hans vinnu komust allir þessir fólksbílar léttilega inn eftir á fína veginum.

    #56823

    Í nælonblíðu í Valshamri í gærkvöldi voru 5 bílar og einn af þeim fyrir utan bílastæðið. Held að það megi alveg stækka það ef allir eru sáttir. Sá bóndann taka eina umferð á gröfunni og slétta slóðann í gær. Hann á skilið hrós og klapp á bakið. Mér finnst að stjórn Ísalp ætti að koma á framfæri þökkum til hans, ef það er ekki þegar búið. Varðandi lausar flögur og grjót þá er vissulega eitthvað af því í hamrinum. Ég skil vel þá afstöðu að vera ekki að breyta leiðum sem fólk hefur klifrað frá blautu barnsbeini. En væntanlega eru allir sammála um að setja öryggi ofar öllu. Er ekki bara mál að láta nokkra reynslubolta kíkja á þetta og taka ákvörðun. Svo ætla ég að reyna að muna eftir skiptilykli til að hækka skiltið okkar aðeins á staurnum við afleggjarann í næstu ferð. Skora á einhvern að verða fyrri til.

    PS. frú María Eilífsdóttir var ansi spök þrátt fyrir klifurtraffík og talsvert tíst barst úr sprungunni.

    #56824
    Skabbi
    Participant

    Bóndinn á Meðalfelli, mig minnir að hann heiti Sigurþór, hefur ævinlega verið vinveittur okkur klifrurum og á allar þakkir skildar fyrir að laga veginn.

    Varðandi skiltið við afleggjarann þá hafa hestarnir nýtt sér það sem klóruprik þegar skiltið er hærra á staurnum. Sjálfur hef ég alloft hækkað það á staurnum en það er ævinlega orðið loðið af skít niðri við jörð aftur skömmu síðar.

    Allez!
    Skabbi

    #56826
    Björk
    Participant


    heimsótti loksins Valshamar í gær.

    Tók eftir því að hestarnir eru farnir að nota plastgirðingastaurana í kringum bílastæðið sem klóruprik fyrir góminn í sér. Einn var síðan að japla á bandinu!

    Þær hættu sér nú samt ekki inn fyrir girðinguna!

    Einn klifrari lenti í því óhappi að tjóna bílinn sinn inneftir, steinn skemmdi olípönnu og þurfti að fá dráttarbíl til að sækja bílinn. Þannig að þið sem eruð á lágum bílum farið varlega.

    Annars var rjómablíða uppí Valshamri í gær, hægt að klifra í hotpants og ermalausum bol til allaveg kl. 22 þegar við yfirgáfum svæðið :)

14 umræða - 1 til 14 (af 14)
  • You must be logged in to reply to this topic.