Varðandi ís á S-Austurhluta landins.
Ég var um helgina stutt frá Kirkjubæjarklaustri og þar var nóg af ís, Sexí og Hertoginn af Kolbeinsey virtust í aðstæðum. Á sunnudaginn gekk ég inn í Hörgsárgljúfur sem er við bæinn Múlakot, aðeins um 5 mínútna akstri frá Klaustri. Það var töluvert af ís í gljúfrinu þrátt fyrir asahláku á föstudeginum. Í gljúfrinu er ógrynni leiða í en flestar eru þær sennilega einnar spanna leiðir i mjög fallegu umhverfi. Á góðum degi er mögulegt að ná mörgum leiðum. Ég náði aðeins að ganga inn um rétt hálft gljúfrið en hafði mjög gaman af.
Skellti inn nokkrum myndum á http://www.agust.smugmug.com
Mæli með að menn kíki á þetta ef svo vildi til að menn ættu leið hjá.
ný-ísklifursvæðakönnunarkveðja
Ágúst