Klifur um helgina

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Klifur um helgina

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #47586
    2308862109
    Participant

    Við fórum 4 Ég, James, Viðar og Einar Torfi í Óríon í dag í frábærum aðstæðum. Nóg af ís og mjúkur og góður.

    Hvert fóru önnur teymi?
    Við sáum einhverja með hjálm á haus standa fyrir ofan ísinn á Korputorgi þegar við renndum í bæinn.

    Myndir frá deginum:

    http://picasaweb.google.com/halldor86/Orion2011#

    #56186
    Arnar Jónsson
    Participant

    Kíktum í ný uppgötvuðu perlunar norðan Bröttubrekku og fórum þar Single malt on the rocks í feitum og fínum aðstæðum. Single malt og Appelísn leit líka vel út en bíður betri tíma. Nóg er af ís í þessum stórabróðir Ýrings og eitthvað fyrir alla að finna þar, byrjuendur sem lengra komna. Hláka suðvesturlandsins hefur ekki verið með mikil vandræði þarna og efast ég stórlega um að hún eigi eftir að gera eitthver ursla fyrir morgundaginn ef menn hafa áhuga að skella sér í smá bíltúr og 5-10 mín aðkomu ;)

    Myndir koma seinna.

    Kv.
    Arnar

    #56189
    Siggi Tommi
    Participant

    Fór með Skabba og Eiríki Gísla í fýluferð inn í Glymsgil en í stað þess að leggjast í volæði drifum við okkur í Þrándarstaðafossana í Brynjudal, þar sem við áttum sérdeilis prýðilegan dag.
    Lentum í alveg fáránlegum „spray-on“ aðstæðum í tveimur leiðum, sem við ofanóðum ítrekað og varð úr því snilldar tækni- og úthaldsæfing í frábærum passlega blautum ís.
    Mælum sterklega með þessu svæði. Býður upp á allt frá þægilegum leiðslu- eða ofanvaðsfossum upp í massív yfirhöng sem gjött er að naga í með tólunum. Víðast eru bunkar á brúninni til að setja upp akkeri og hægt að ganga upp og niður ef menn vilja það.

    Var með hausmyndavél í láni og tók eitthvað af klifrinu upp. Sjá:
    http://vimeo.com/18856156

    NB Þetta er frumraun mín í „hero-cam“ bransanum og ég kann ekkert að klippa svona vídeó en vonandi hafa menn alla vega gaman að þessu, þó ekki sé von á Óskarnum fyrir þetta.

    Tók eitthvað af skotum af strákunum að neðan en þar sem linsan er svo gleið á vélinni, þá eru þeir bútar alveg vonlausir til sýninga. Skelli kyrrmyndum af þeim inn á Picasa síðuna í vikunni svo þeir fái uppreisn æru.

    Eina stóra leiðin í Hvalfirði sem við sáum að væri í góðum gír var Óríon. Ýringur var ekki til, Rísandi aðeins að byrja, Stígandi ekki til, annað í Múlafjalli afar dapurt. Sáum ekki inn Eilífsdalinn fyrir þoku á leiðinni heim.

    #56190
    0304724629
    Meðlimur

    Við Búbbi reyndum við gamlan félaga í Galtardal, Önundarfirði í gær. Fjórða tilraun. Komums tloks hálfa leið í mjög bröttum ís en seinni spönnin byrjar á risa fríhangandi drjóla með vonlausu móbergi á bakvið. Skrúfan var aðeins of langt fyrir neðan til að ég tæki sénsinn. Bíður betri tíma. Þá verður kertið vonandi frosið saman. Annars flottur dagur og klárlega erfiðasta klifur vetrarins hingað til. Ég teipaði Hero vélina á ísexina. Vídeóið er soldið kúl. Á eftir að smella því saman. Prófa að setja inn mynd. Sem gengur yfirleitt ekki…

    galtardalur.jpg

    #56192
    2308862109
    Participant

    Ég og James fórum í Kjósarskarð(Grenihlíð) í gær. Klifruðum Hrynjanda 150m 3 gráðu um 35min labb frá sama slóða og ef maður fer í Áslák, Síðan vinstra megin við hana leið sem er ekki skráð 30m 4 gráðu. Enduðum síðan daginn á að klifra upp mjög flotta skoru 120m 2/3 gráðu sem við einfórum. Allur ís á svæðinu alveg frábær.
    James lætur inn einhverjar myndir við tækifæri.

    Kv Dóri

    #56193
    Gummi St
    Participant

    Við sváfum til 11 í gær og fórum svo í óríon eftir spennandi upplýsingar á isalp.is en snerum við í testofunni þegar skollið var á svartamyrkur og slydda. Frábært klifur annars og sáum við greinilega förin eftir Dóra og félaga frá deginum áður.

    #56194
    gulli
    Participant

    Arnar Jónsson wrote:

    Quote:
    Nóg er af ís í þessum stórabróðir Ýrings og eitthvað fyrir alla að finna þar, byrjuendur sem lengra komna.

    Stóri bróðir Ýrings, hvernig í fjandanum færðu það út?

    #56195
    James McEwan
    Meðlimur

    Finally joined Isalp!

    Here are some photos from the weekend

    http://www.facebook.com/album.php?aid=2096129&id=1040752361&l=0af41b3dc7

    James

    #56196

    Yeah! About fu**ing time!

    Velkominn í klúbbinn James :)

    #56220
    Gummi St
    Participant

    Það eru nokkrar myndir frá helginni inná http://www.climbing.is fyrir áhugasama úr Single malt on the rocks og Óríon sleepoverinu um helgina.

    #56236
    Siggi Tommi
    Participant

    Nokkrar myndir frá Þrándarstaðaklifrinu hjá okkur Skabba og Eiríki Gísla komnar á
    http://picasaweb.google.com/hraundrangi/RandarstaIr16Jan2011#

    #56390
    0304724629
    Meðlimur

    Það er kominn mánuður frá því að bætt var í þennan þráð. Eru menn og konur dauðar úr öllum æðum???

    Erum búnir að vera nokkuð virkir hér. Við Búbbi og Danny fórum á Óshlíðina um helgina og klifruðum langleiðina upp leið sem við Ívar fórum fyrst fyrir mörgum árum. Glæsileg 5gr. leið sem í þetta skiptið var of blaut til að klára. Ansi mikið hrun úr jöðrunum sem sendi mig holdvotan og grenjandi niður. Klifruðum aðra línu við hliðina í góðum alpafíling.

    Erum líka búnir að finna nýtt og spennandi svæði á Ingjaldssandi með a.m.k. fimm leiðum sem voru of þunnar þegar á hólminn var komið. Klifruðum samt eina leið sem við skírðum Þorraþræl 4gr. 70 metrar.

    Kallinn í efsta haftinu (70m) stuttu áður en var beilað. P2200148.jpg

    Aðrar leiðir við hliðina sem oft ná saman. Fjærst sést í efsta hlutann á leiðinni Eiríki rauða (4+) sem við Eiríkur klifruðum fyrir súrkáli síðan P2200112.jpg

    #56412
    0304724629
    Meðlimur

    Vídjó úr Önundarfirði. Ný leið WI5 og eitthvað.

    #56413
    0808794749
    Meðlimur

    Svalt vidjó og ótrúlega töff sjónarhorn!
    Það lítur út fyrir að veturinn sé allur hjá ykkur fyrir vestan.

    #56414
    0808794749
    Meðlimur

    Svalt vidjó og ótrúlega töff sjónarhorn!
    Það lítur út fyrir að veturinn sé allur hjá ykkur fyrir vestan.

    #56415
    2308862109
    Participant

    Virkilega flott videó. Metnaðarfullar æfingar með herocamið.

    Dóri

16 umræða - 1 til 16 (af 16)
  • You must be logged in to reply to this topic.