Nú gerðist það loksins eftir mikla og langa baráttu að Klifurfélag Reykjavíkur fékk inngöngu í Íþróttabandalag Reykjavíkur.
Sportklifurfélag Reykjavíkur sótti fyrst um inngöngu árið 1996 en fylgdi því ekki nógu vel eftir. Mikið var um bréfaskriftir fram og til baka um lagabreytingar sem enduði í skúffunni í nokkur ár.
Þegar Klifurfélag Reykjavíkur var stofnað (m.a. til að reka Klifurhúsið) var þráðurinn tekinn upp að nýju og fékk það inngöngu.
Árni G. og Björn B. byrjuðu þessa baráttu sem Ívar fylgdi svo eftir á þessum vetri og eiga þeir allir hrós skilið.
Þetta er viðurkenning fyrir alla þá sem stunda klifur, sérstaklega þá sem æfa og keppa í klifri hérlendis sem og erlendis.
Kv
Halli