Home › Umræður › Umræður › Ís- og alpaklifur › Klifur í Kjalardal
- This topic is empty.
-
HöfundurSvör
-
22. júlí, 2007 at 23:25 #457470401794539Meðlimur
Á hverjum vetri myndast skemmtilegar ísklifuraðstæðr í norðanverðu Akrafjalli, þ.e.a.s. í Kjalardal.
Þetta vídeo sem ég tók árið 2001 sýnir hluta af því.
Njótið…
http://www.youtube.com/watch?v=w3lPTE82JRo
Kveðja Gunnar
23. júlí, 2007 at 10:35 #515752806763069MeðlimurFlott, hvað segirðu um góða yfirlitsmynd af svæðinu?
Svo er ég mikill talsmaður þess að F.F. séu skráð (með þeirri undantekningu þegar menn hyggjast sjálfir ná nýjum leiðum og vilja halda nýfundnum svæðum fyrir sig í TAKMARKAÐAN tíma).
Hvað eru þessi kerti há sem litið var yfir síðast í myndbandinu?
23. júlí, 2007 at 17:01 #515760401794539MeðlimurÞað er svolítið breytileg milli ára, fer kannski eftir hvort snjói snemma að vetri og þá safnast meira í skálina. Í þessu tilfelli voru kertin kannski allt að 15-20 m. há án ábyrgðar.
En þetta er í c.a. 30 mín fjarlægð frá RVK og gangurinn að gilinu þar sem við klifrum án línu er 15 mín. Þar neðsti fossinn hæðstur svo 2 litlir stallar. Svo er nokkura mínútna gangur í botn skálarinnar þar sem kertin myndast.Hafa ber í huga að þetta er þekkt snjóflóðasvæði, þ.e. brekkan ofan við skálina en hættan er þó minni þar sem klifrð er.
Varðandi yfirlitsmynd þá gæti það verið verkefni vetrarinns, og eitt enn hvað er F.F?
Kveðja Gunnar
24. júlí, 2007 at 15:20 #51577SkabbiParticipantHæ
Þetta er flottur ís og verulega kúl að hann sé svona nálægt bænum.
F.F. þýðir fyrst farin eða fyrsta ferð. Við í Ísalp reynum að halda utanum hvað er klifrað af nýjum leiðum í ís, snjó og klettum á hverju ári. Hægt er að skrá nýjar leiðir hér á vefnum eða spreyja á spjallsíðunum. Bókhaldið um íslenska fjallamennsku er svo gefið út í ársritinu margrómaða (stay tuned kids!).
Það hefur viljað brenna við síðustu ár að menn segi ekki frá nýjum ísklifursvæðum og leiðum. Hvort sem um er að ræða hógværð eða nísku gildir einu, aðrir fá ekki að njóta svæðanna og enginn veit hverjir fyrst klifruðu og hvenær.
Ef þú hefur e-r upplýsingar um þetta svæði, hvenær fyrst var klifrað þar, hvaða leiðir og hverjir voru að verki, máttu gjarnan senda mér línu á arsrit@isalp.is.
Allez!
Skabbi
26. júlí, 2007 at 09:52 #51578AnonymousInactiveF.F. þýðir Farið fyrst (eða fyrst farið). Þeir sem fara leiðir fyrstir fá að gráða leiðina og gefa henni nafn.
Olli28. júlí, 2007 at 17:17 #515792401754289MeðlimurÚfff, var búinn a’ gleyma þessu videói…takk Gunni, nú vita allir hvað eftirherman mín af Crusty er hrikalega léleg!
Freyri ‘a að eiga myndir líka af F.F. okkar + Jeff Field af leið sem heitir Old Farts og er líklega M5/6 dót og er upp þennan stutta foss sem fer upp hluta af veggnum lengst til hægri af maður horfir á vegginn…fer svo í gegnum stutt þak og upp næsta foss við hliðina!
Það er svo annað svæði nokkur hundruð metrum í austur þar sem ég var að klifra þennan sama vetur, veit ekki hvort það hafi verið klifrað fyrir/eftir það.Freyr! þú getur nú kannski grafið þessar myndir upp fyrst þú náðir Cintamani styrknum…ég næ honum næst!!!
30. júlí, 2007 at 12:25 #515800401794539Meðlimurhahaha, vonandi ertu búinn að æfa Crusty betur.
Ég held að ég lumi á klukkutíma efni einhverstaðar (óklippt) af þessu klifri þegar Jeff Field og Dennis voru þarna með okkur.
Það sem þeim fannst magnaðast var að það kom enginn reiður bóndi á eftir okkur með haglabyssuna þegar við gengum yfir túnin.
Kveðja Gunnar….
31. júlí, 2007 at 19:42 #51581Freyr IngiParticipantHmnm…
skal grafa þessar myndir upp við tækifæri og sýna þér Friðjón… já og jafnvel ykkur hinum líka.
Fantafín leið þarna í Akrafjallinu.Minni svo fólk á að skrá allar leiðir hér á vefnum.
Betra er seint en aldrei sagði einhver góður maður og tek ég undir þau orð.Kv,
Freysi -
HöfundurSvör
- You must be logged in to reply to this topic.