Klifur á Ítalíu

Home Umræður Umræður Klettaklifur Klifur á Ítalíu

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #45599
    1908803629
    Participant

    Ég er að fara til Ítalíu í vor og er að velta því fyrir mér að slá tvær flugur í einu höggi og komast í smá klifur í leiðinni.

    Eru einhverjir reynsluboltar þarna sem hafa klifrað á Ítalíu? Ef svo er, einhverjar tillögur?

    Ég hef bæði áhuga á að komast í sportklifur og innanhúsklifur – og þá vonandi komast í eitthvað stórt gym.

    Ég er svo til nýbyrjaður í þessu sporti (tæpt ár síðan) þannig að ég er ekki að leita að einhverju rosalegu. Aðallega að spá í að kynnast nýju umhverfi og kannski komast í öðruvísi kletta.

    Ausið úr viskubrunni ykkar ;-)

    #49345
    2005774349
    Meðlimur

    ….án þess að hafa nokkurn tíma klifrað þar sjálf : )

    Það er náttúrlega Arco við Garda vatnið. Það er víst risa kalksteinssvæði sem búið er að klifra í lengi, með leiðum af öllum gráðum. Kirsty og Elvar fóru þangað með stelpurnar sínar fyrir svona tveimur þremur árum og fannst frábært. Held að Maggý og fleiri skvísur hafi líka klifrað þar og Stebbi og Bjössi fyrir löngu.

    Stebbi Steinar Smárason hefur klifrað í Dólómítunum. Ætli það sé ekki mest fjölspanna dót þar. Það er hægt að finna leiðir af öllum gráðum þar líka -Sarah vinkona mín klifraði létta fjölspannaleið þar síðasta haust. Kannski er of snemmt að fara þangað að vorlagi? Gæti verið hrun og vesen ef svæðið er nýkomið undan vetri.

    Hálfdán þekkir svo svæði aðeins sunnar – og veit örugglega um klifurveggi í Róm.

    #49346
    2112774839
    Meðlimur

    Hæ hæ,
    Ég hef aðeins klifrað innanhús í Róm.
    Zeta Club
    Via Casilina, 285
    Roma, RM
    Tel.06/21.70.80.74
    Fax.
    og svo
    Club Lanciani
    Via Pietralata, 135
    Roma, RM
    en það eru einhverjar stöðvar í flestum stóru borgunum og ekkert mál að finna þær.
    Það er svo klifursvæði við Circeo, sem er natural reserve í klettum rétt við sjóinn, um klukkutíma frá borginni. Alveg þess virði að kíkja þar við, og ekki svo erfitt að komast ef þú ert að fara til Rómar, og alveg voðalega fallegt. Líka skemmtilegra en að hanga inni. Svo er geggjað að fara til Sardegniu og ekki dýrt ef þú ert að fara fyrri hluta sumars. Svo er náttulega rosa mikið á norður Ítalíu, m.a. við Garda eins og Hjalti sagði, en ég þekki það ekki.
    Svo bendi ég á frábæra heimasíðu, http://www.planetmountain.com. Þar er líka hægt að koma með fyrirspurnir og þeir eru nokkuð góðir að svara manni.
    Góða ferð!
    Kv. Anna

    #49347
    Hrappur
    Meðlimur

    það væri kanski betra ef þú segðir hvar á Ítalíu þú ætlar að vera. Fullt af svæðum einsog gefur að skilja.

    #49348
    1908803629
    Participant

    Dagskráin er ennþá óskrifðuð en það er stefnt á flakk um mestan hluta landsins. Bókað mál að ég stoppa í Trieste, Flórens og Róm en er að horfa á að kíkja á fleiri staði í leiðinni, jafnvel niður til Napolí, getur ráðist á því hvar skemmtilegasta klifrið er. Þó að ferðin sé ekki hugsuð sem klifurferð, enda frúin ekki mikið í klifrinu, þá væri gaman að heimsækja einhverja flotta staði í leiðinni.

    Þakka svörin, vonandi lumið þið á fleirum.

5 umræða - 1 til 5 (af 5)
  • You must be logged in to reply to this topic.