Home › Forums › Umræður › Ís- og alpaklifur › Ísklifurvettlingar.
- This topic is empty.
-
AuthorPosts
-
2. January, 2010 at 22:50 #471230801852789Member
Sælir félagar.
Hvað eru menn að nota núna sem handhlífar í klifri eruði að mæla með einhverju? Komin nokkra hringi í þessu og fínt að fá smá tips.
Ætla ekki að fara eyða 20,000.-kr í einhverja “ultramegaextream 9000” vettlinga bara einhverja góða með góðu gripi og smá einangrun sem heldur smá hita þegar þeir blotna?
Annars erum við norðanmenn að stefna á klifur í Kaldakinn á mánudag ef einhverjir hafa áhuga á að slást í för.
Kv að norðan.
Magnús S.3. January, 2010 at 01:25 #54962RobbiParticipantBD Punisher eru rosalega fínir. Halda góðum hita og nægilega þunnir til að auðvelt sé að halda um axirnar.
Óksotir: Grunar að þeir séu dýrir og endingin er ekkert til að hrópa húrra yfir.Mín skoðun er sú að ef maður kaupir ógeðslega dýra sérhannaða ísklifurvetlinga þá sparar maður þá fyrir klifrið og tryggir og sígur með mega stóru ullarvetlingunum, sem helst eru innan í e-s konar skél.
Það er sjaldnast rosalega kalt hér heima og bleytan er versta vandamálið. Fyrir mig hefur virkað að vera bara með nokkur pör af ódýrari vetlingum og skipta oftar um. Mæli með Tegera vinnuvetlingum. Færð auðlvedlega eitthvað á bilinu 10-20 pör af þeim fyrir eitt par af Punisher. Hvað finnst hinum ?
Robbi
3. January, 2010 at 08:36 #549642806763069MemberNokkuð sammála Róberti með Tegera. Þeir eru nú samt ekki alltaf besta hönnunin.
Þessir eru gaðveikir þegar maður vill geta haldið lengi í axirnar:http://marmot.com/fall_2009/mens/gloves/multipurpose/spring_glove
Reyndar er ég með eldri týpu en ég vona að þessi nýja sé alveg jafn góð því að ég ætla að fá mér nýja.
Ég er svo einnig með þessa:
http://marmot.com/fall_2009/mens/gloves/multipurpose/alpinist_glove
Aftur virðast þeir hjá Marmot hafa breytt þeim eitthvað síðan ég fékk mér mína. Þetta eru hinsvegar fyrstu handskarnir á löngum ferli sem ég gæti kvittað fyrir að væru í alvöru vatnsheldir. Ég reyndar skipti út innri vetlingnum fyrir þynnri útgáfu til að gera þá liprari.
En vettlingar í þessu sporti eru endalaus höfuðverkur!
Softarinn
3. January, 2010 at 14:51 #549660801852789MemberTakk fyrir fín svör,
Vitiði hvar maður getur fengið þessa Tegera vinnuvettlinga?
Örugglega fínt að vera bara með 2 pör ef þetta er good stuff.3. January, 2010 at 17:22 #54968SkabbiParticipantHæ
Tegera vettlingarnir fást orðið ansi víða, m.a. í Húsasmiðjunni. Ég held að þeir séu ódýrastir í Fossberg í Dugguvoginum, þar hef ég alltaf keypt þá.
Núorðið er ég alltaf með þrjú pör af vettlingum; Punisher par, eitt par af Tegera og belgmikla ullarvettlinga. Ullina til að tryggja og síga, Punisher í klifrið og Tegera sem vara, og í erfiða leiðslu.
Allez!
Skabbi
3. January, 2010 at 20:06 #549732808714359MemberÉg hef keypt Tegera vinnuvetlinga í næstu hurð norðan við vinnuna þína Maggi. Sandblástur og Málmhúðun hafa verið að selja þá og yfirleitt eru þeir með ódýrustu vetlingana hér í bæ.
kv
Jón H3. January, 2010 at 21:23 #54975Ágúst Þór GunnlaugssonParticipantPunisher eru góðir, en kosta sitt.
Eitt system sem ég hef verið að prófa er að hafa þunna flísvettlinga undir OR Vert glove. Það hefur verið að koma ágætlega út.
Tegera leður vettlingarnir eru ekki spes að mínu mati. Skítkaldir þegar þeir blotna og leðrið endist frekar illa. Eru samt fínir fyrir mixklifur. Til eru dýrar Tegera með gúmmíi í stað leðurs. Þeir eru ögn skárri en hinir.
Ági
-
AuthorPosts
- You must be logged in to reply to this topic.