Við fórum þarna nokkrir í nóvember til að grípa í ísinn þó ekki væri hann merkilegur. Þá var nú ekkert mjög mikill ís þrátt fyrir nokkuð langan frostakafla og var ástæðan að mér skilst sú að vatnskerfið var eitthvað bilað og hafði ekki runnið vatn þarna nema hluta af tímanum. Það var því ekki um það að ræða að leyfa þessu að aukast eitthvað því vatnsrennslið var ekki til staðar. (Veit ekki hvort búið er að lagfæra það eitthvað eða hvort málið var bara að menn höfðu ekki haft rænu á að skrúfa frá þessu nema hluta tímans.)
Nú svo var spáð miklu hlýindaskeiði í kjölfarið þannig að við sáum þann kost vænstan að nýta ísinn á meðan hann gafst enda hefur hann örugglega bráðnað allur dagana á eftir.
Höfum þetta þó í huga næst…