Ísklifurfestival 2018 Skráning

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ísklifurfestival 2018 Skráning

  • Höfundur
    Svör
  • #64816
    Siggi Richter
    Participant

    Sælir kæru meðlimir

    Þá er aftur komið að skráningu á ísklifurfestival Íslenska Alpaklúbbsins, og dustum við því rykið af fyrri plönum frá í fyrra. Stefnan er tekin aftur á Breiðdalsvík, og eru heimamenn á Hótel Staðarborg aftur tilbúnir til að taka við og hýsa okkur.

    Austurland er líklega sá landshluti sem hefur fengið hvað fæstar heimsóknir klifurþyrstra, og því úr nógu að hafa fyrir þá sem vilja næla sér í myndarlegar, ófarnar leiðir. Þó er á sama tíma úr nógu af velja í Breiðdalnum og Berufirði af áður förnum leiðum, fyrir þá sem eru ekki jafn spenntir fyrir óvissunni. Á Breiðdal má meir að segja finna brattan mix sector í Flögugili með gömlum og mögulega nýjum leiðum, og geta hrútar og ær glýmt við eina af erfiðari mixleiðum landsins, Chocolate Chaud (M10) sem Ines Papert og Audrey Gariepy frumfóru þar 2007.

    Þar sem festivalið þetta árið verður haldið svona langt frá höfuðborginni, bætum við degi við festivalið sem verður haldið frá 1.-4. febrúar, svo þeir sem meiri tíma hafa geta mætt á fimmtudeginum.

    Hótel Staðarborg býður okkur sömu verð og í fyrra:
    – Uppábúin rúm (morgunverður innifalinn): 5.000kr á mann/per nótt
    – Kvöldverðarhlaðborð: 2.000 kr kvöldið
    Á staðnum er heitur pottur og sána, hægt er að fá aðgang að eldhúsi og þau eru tilbúin til að setja upp þurrkaðstöðu fyrir klifurbúnaðinn í lok dags.

    Skráningin fer þannig fram að þau sem stefna á að mæta á festivalið, skrá sig á þræðinum hér. Þið svarið einfaldlega með nafni (og ef einhver kemur með ykkur), hvaða nætur þið viljið gista og hvaða daga þið viljið kvöldmat með.

    Dæmi um skráningu:
    Jón Jónsson +2 frá fimmtudegi til sunnudags, kvöldmatur fyrir öll á föstudegi og laugardegi

    Skráningu lýkur á miðnætti 18. janúar

    Leiðarvísir Sigga Tomma af Breiðdalnum: https://www.isalp.is/wp-content/uploads/2016/05/Breiddalur.pdf

    —————————————

    English

    Dear Ísalp members

    Again it‘s time for Ísalp‘s annual ice climbing festival, and we will be picking up where we left off last year. The festival will be held in Breiðdalsvík in the East, and the people at Hótel Staðarborg will be offering us shelter over the weekend.
    The east is probably the least explored quarter of Iceland when it comes to climbing, meaning that there is endless potential for first ascents, if that is what you are into. At the same time, there are many established routes already in Breiðdalur and Berufjörður for those who don‘t feel the need to dive into the unknown. A mix climbing sector can as well be found in Flögugil with old and possibly new routes, including one of the harder mix routes in Iceland, Chocolate Chaud (M10), established by Ines Papert and Audrey Gariepy in 2007.

    Since the festival will be held so far from the capital, we are adding an extra day to the festival, which will be held on the 1st-4th of February, so the people with extra time on their hands can show up on Thursday.

    Hótel Staðarborg is offering us the same prices as last year:
    – Prepared beds (breakfast included): 5.000kr per person/per night
    – Dinner buffet: 2.000kr per evening
    At the hotel there is a hot tub and a sauna, it‘s possible to get access to a kitchen, and they are willing to prepare a drying room for the equipment at the end of the day.

    To sign up, you simply reply to this thread, with a name (and if there are any other people joining you), which days you would like to stay, and which days you want dinner.

    Example:
    Jón Jónsson +2 from Thursday to Sunday, dinner for everyone on Friday and Saturday

    The registration deadline is on midnight, the 18th of January.

    Siggi Tommi‘s topo for Breiðdalur: https://www.isalp.is/wp-content/uploads/2016/05/Breiddalur.pdf

    Kveðja, Festivalnefndin

    #64822
    2308862109
    Participant

    Halldór Albertsson +1 frá fimmtudegi til sunnudags, báðir í mat öll kvöldin.

    #64843
    Ásgeir Már
    Participant

    Ásgeir Már Arnarsson, Mæti frá fimmtudegi til sunnudags. Verð ekki í kvöldmat.

    #64848
    Otto Ingi
    Participant

    Ottó Ingi Þórisson, fimmtudagskvöld til sunnudags. Verð í kvöldmat föstudag og laugardag.

    #64871
    Jonni
    Keymaster

    Jónas G. Sigurðsson, fimmtudagskvöld til sunnudags. Verð í kvöldmat föstudag og laugardag.

    #64940
    Skabbi
    Participant

    Skarphéðinn Halldórsson, gisting fimmtudagur til sunnudags, matur föstudagur og laugardagur.

    #64964
    Matteo
    Keymaster

    Matteo frá fimmtudegi til sunnudags, kvöldmatur fyrir öll á föstudegi og laugardegi

    #64965

    Ágúst Þór Gunnlaugsson- gisting föstudag til sunnudags. Kvöldmatur á laugardag.

    #64969

    Björgvin Hilmarsson, gisting fimmtudagur til sunnudags, matur föstudagur og laugardagur.

    #64971
    Bergur Einarsson
    Participant

    Bergur Einarsson, gisting föstudag til sunnudags. Matur á laugardag.

    #64979
    Haukur
    Participant

    Haukur Már Sveinsson. Gisting fimmtudagur til sunnudags, matur föstudagur og laugardagur.

    #64984
    Matteo
    Keymaster

    Franco del Guerra kem lika fra fimmtudag til sunnudagur. Matur à fostudagur og laugardagur

    #64988
    Gunnar Ingi
    Participant

    Gunnar Ingi. Gisting fimmtudags til sunnudags, kvöldmatur á föstu- og laugardag.

    #64989
    Doddi
    Participant

    Þórður Aðalsteinsson, gisting fimmtudag til sunnudags. Kvöldmatur föstudag og laugardag.

    #64993
    Brynjar Tómasson
    Participant

    Brynjar Tómasson, gisting fimmtudag til sunnudags. Kvöldmatur föstudag og laugardag.

    #65008
    Bjartur Týr
    Keymaster

    Bjartur Týr Ólafsson. Gisting fimmtudag til sunnudags. Kvöldmatur föstudag og laugardag.

    #65029
    Kamil
    Participant

    Kamil Kluczynski, Gisting fimmtudagskvöld til sunnudags. Verð í kvöldmat föstudag og laugardag.

    #65041
    Floris
    Participant

    Floris Henri Flo, Gisting fimmtudagskvöld til sunnudags. Verð í kvöldmat föstudag og laugardag.

    #65048

    Haraldur Ketill Guðjónsson, Gisting fimmtudag til sunnudags. Kvöldmatur föstudag og laugardag.

    #65065
    Danni M
    Participant

    Daníel Másson, fimmtudagskvöld til sunnudags. Verð í kvöldmat föstudag og laugardag.

    #65072
    Iris Ragnarsdottir
    Participant

    Íris Pedersen og Árni Haldorsen, gisting fimmtudagskvöld til sunnudags. Kvöldmatur föstud. og laugard.

    #65076
    Tinna María
    Participant

    Tinna María Gisting fimmtudag til sunnudags. Kvöldmatur föstudag og laugardag.

    #65077
    Brecht
    Participant

    Brecht De Meulenaer Gisting fimmtudagskvöld til sunnudags. Verð í kvöldmat föstudag og laugardag.

    #65088
    SiggiB
    Participant

    Sigurður Bjarki ólafsson, gisting fimmtudag til sunnudags. Kvöldmatur föstudag og laugardag.

    #65092
    AtliMar
    Participant

    Atli Már Hilmarsson, gisting fimtudag til sunnudags. kvöldmatur laugardag.

25 umræða - 1 til 25 (af 33)
  • You must be logged in to reply to this topic.