Ísklifurfestival 2017 Skráning

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ísklifurfestival 2017 Skráning

  • Höfundur
    Svör
  • #62403
    Siggi Richter
    Participant

    Sælir kæru Ísalp meðlimir

    Þá er komið að því, skipulagning ísklifurfestivalsins er öll að smella saman, og við þurfum núna bara að fá skráningu og fjölda fólks á festivalið.
    Festivalið í ár verður haldið austur á fjörðum, nánar til tekið Breiðdalsvík og Stöðvarfirði (Með Berufjörð og Fáskrúðsfjörð í bakgarðinum) 10.-12. febrúar næstkomandi.
    Austurland hefur verið lítið sem ekkert klifrað og því nóg af óklifruðum gullfallegum línum fyrir mannskapinn. Á sama tíma er þó heill leiðarvísir af klifruðum leiðum á Breiðdal og Berufirði, og jafnvel boltaður (all-stífur) mix-sector fyrir þá sem það vilja.
    Það er því nóg í boði fyrir alla, og full ástæða til að fjölmenna austur á dúndur festival.

    Gisting hefur ekki verið slegin, en til þess þurfum við að fá að vita fjölda fólks sem stefnir á að mæta.
    Heimamenn eru mjög spenntir fyrir að fá okkur í heimsókn, allt stefnir í að boðið verði upp á gistingu á uppábúnum herbergjum á gistiheimili
    og boðið verði upp á bæði morgunmat og kvöldmat.
    Það er líka í boði fyrir fólk að mæta á fimmtudeginum ef það vill ná langri helgi.

    Verð verður ekki ósvipað verði á Björgum í fyrra, gisting fyrir einstakling per nótt verður líklega í kringum 5.000 kr, verð fyrir kvöldmat verður um 2-3.000 kr á kvöld og morgunmatur upp að 1.500 kr.

    Þeir sem hafa áhuga á og ætla sér að koma með austur þurfa að skrá sig hér á þræðinum á isalp.is, þ.e. hvort þið viljið gistingu og hvort þið viljið kvöldmat í lok dags
    (þið getið enn afþakkað matinn þegar við höfum ákveðið gistiheimili, ef ykkur snýst hugur)

    Dæmi um skráningu: Jón Jónsson +2 frá föstudegi til sunnudags, kvöldmatur fyrir öll á laugardagskvöld og morgunmatur báða daga

    Skráningunni lýkur á miðnætti næsta mánudag (23. janúar), eftir það verður birt hvar við gistum með nákvæmu verði, en þið hafið þá enn tækifæri til að breyta skráningunni ef ykkur sýnist svo.

    Leiðavísir Sigga Tómasar af Breiðdalnum: https://www.isalp.is/wp-content/uploads/2016/05/Breiddalur.pdf

    Kveðja, Festivalnefndin

    • This topic was modified 7 years, 10 months síðan by Siggi Richter.
    • This topic was modified 7 years, 10 months síðan by Siggi Richter.
    • This topic was modified 7 years, 10 months síðan by Siggi Richter.
    #62408
    Jonni
    Keymaster

    Ég mæti og er til í helgarpakkann

    #62410
    Otto Ingi
    Participant

    Ég mæti og er til í helgarpakkann, mögulega tek ég lengri helgi.

    #62411
    Siggi Tommi
    Participant

    Reikna fastlega með að mæta.
    Vonast til að komast á fimmtudeginum og taka 3 nætur.

    #62412
    Tomas Eldjarn
    Participant

    Snilld!, Mæti + 1, föstudag – sunnudags, kvöldmatur x2 laugardag.

    #62414
    Ásgeir Már
    Participant

    Ég mæti frá fimmtudegi til sunnudags. Óviss með matarmálin.

    #62425
    Matteo
    Keymaster

    Hi,
    coming! try to leave on thursday and stay 3 nights.
    I have a friend coming as well.

    #62428
    Siggi Richter
    Participant

    Ísklifurfestival 2017 update

    Gistingin austur á fjörðum hefur verið ákveðin. Hótel Staðarborg á Breiðdal ætlar að taka á móti okkur og bjóða okkur upp á gistingu á uppábúnum herbergjum með morgunmat.

    Verðin sem þau bjóða okkur:
    – Uppábúin rúm (morgunverður innifalinn): 5.000kr á mann/per nótt
    – Kvöldverðarhlaðborð: 2.000 kr kvöldið

    Svo er heitur pottur og sána á staðnum, við fáum aðgang að eldhúsi, og þau eru tilbúin til að setja upp þurrkaðstöðu fyrir okkur til að þurrka búnaðinn í lok dags.

    Þar sem búið er að slá gistingu verður skráningarfrest einnig frestað, þannig að skráningu lýkur á miðnætti næsta föstudag (27. febrúar)

    For english speaking members (sorry I forgot about you last time)

    The iceclimbing festival 2017 is going to be in Breiðdalsvík in the east (and the fjords around), where there are loads of unclimbed routes all around,
    as well as a few climbed ones including a small bolted mix-section (with up to M10 routes).

    Hótel Staðarborg in Breiðdalur will be hosting us, with prepared beds and breakfast.
    The prices they are offering are:
    – Prepared bed (breakfast included): 5.000kr per person/per night
    – Dinner buffet: 2.000 kr per evening

    They also have a hot tub and a sauna, we get acces to a kitchen and they are ready to put up a drying room for us to dry the equipment at the end of the day.

    If you are interested in joining, you need to sign up on this thread here, and specify when you are staying and whether you want dinner as well.
    Example: Jón Jónsson +2 from friday to sunday, dinner for everyone on saturday

    The deadline for registration is on midnight next friday (27th of february)

    Bestu kveðjur
    Festivalnefndin

    • This reply was modified 7 years, 9 months síðan by Siggi Richter.
    #62430
    Siggi Richter
    Participant

    The Festival will be held on the 10th to 12th of february, but people can of course also stay there on the 9th if someone wants to arrive earlier, you just need to specify it when you sign up.

    Leiðrétting á seinustu færslu, lokaskráning er að sjálfsögðu á föstudaginn 27. janúar (ekki febrúar)
    Correction on the last post, the registration is of course on the 27th of January (not February)

    • This reply was modified 7 years, 9 months síðan by Siggi Richter.
    #62432
    Bjartur Týr
    Keymaster

    Ég mæti í helgarpakkann

    #62435
    Haukur
    Participant

    Ég tek gistingu í uppábúnu frá fimmtudegi til sunnudags eða mánudags og kvöld og morgunmat frá föstudegi.

    #62441

    föstudags og laugardagsnótt í gistingu, morgunmatur laugardag og sunnudag og kvöldmat föstudag + laugardag.

    #62446
    Krissi
    Participant

    Mæti +1 í helgarpakkan.

    #62451
    illugi orvar
    Participant

    föstudags og laugardagsnótt í gistingu Kvöldmatur föstudag og laugardag

    • This reply was modified 7 years, 9 months síðan by illugi orvar.
    #62453
    Arni Stefan
    Keymaster

    Við Íris mætum. Allur pakkinn, mögulega auka nótt.

    #62468
    Arnar Jónsson
    Participant

    Ég og Óðinn mætum. Fimmtudag til sunnudags (3 nætur). Viljum allan pakkan.

    #62474

    Mæti, föstudags og laugardagsnótt í gistingu, morgunmatur laugardag og sunnudag.

    #62480
    Anna
    Participant

    Anna Priedite Friday till Sunday + dinner

    #62481
    Siggi Tommi
    Participant

    Var búinn að skrá mig með loðnum yfirlýsingum hérna ofar en hér kemur þetta staðfastara… 🙂

    Ég ætla að mæta og taka þrjár nætur, aðfaranótt fös, lau og sun.
    Kvöldmatur bæði á fös og lau.

    Annars væri ég mikil til í að geta tekið ekki-uppábúið rúm til að spara smá $$$.
    Var ekki óskað eftir verði í það hjá staðarhaldara?

    #62482
    Rory
    Participant

    Rory Harrison + 1, Friday to Sunday with dinner on Friday and Saturday for both.

    I’m also looking for a ride back to Reykjavík on Sunday 12th, I have a course starting on the 13th so need to get back! Happy to contribute to petrol. 7738865 if anyone has space for one person + gear.

    #62484
    Kári B.
    Participant

    Mæti og til í helgarpakkann

    #62485

    Mæti, föstudags og laugardagsnótt í gistingu, Kvöldmat bæði föstudag og laugardag

    #62486
    Elín Lóa
    Participant

    Mæti 🙂
    Föstudagur og laugardagsnótt í gistingu, morgunmatur x2 og kvöldmatur á laugardagskvöldið.

    #62490
    Birgir
    Participant

    Ef það er enn hægt að skra sig þa væri eg til, þarf enga gistingu, bara kvöldverð a lau

    #62496
    vincenzo
    Participant

    Vincenzo Mazza, Friday to Sunday with dinner on Friday and Saturday

    Sorry for being super late here, but I had problems in creating my account.
    I hope that you can still consider me.

25 umræða - 1 til 25 (af 27)
  • You must be logged in to reply to this topic.