Ísklifur

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ísklifur

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #45709
    AB
    Participant

    Ég og Robbi fórum í dag og klifum Rísanda í Múlafjalli. Rétt sluppum heim í gegnum Hvalfjörðinn, þurftum að moka í hálftíma á einum stað.
    Mikill ís en Rísandi þó brattari en við hefði mátt búast. Múlafjallið sem og allt í Hvalfirðinum er á kafi í ís og Eilífsdalur virtist í góðum gír.
    Vá hvað ég er hissa.

    Kveðja,
    AB

    #49315
    2806763069
    Meðlimur

    Vill vekja athyggli á nýrir leið sem ég og Arnar klifruðum og ég vildi gefa mönnum tækifæri á að endurtaka áður en hún hverfur. Þessi leið er nefnilega einstök þar sem verið er að fylgja íslænu sem liggur utan á klettaslabi og er 1m til 4m á breidd og oftast ekki meira en svona 15cm þykk. Svo reyndar kemur ein spönn af ís skán sem lítið er hægt að tryggja en hún er nú bara um 70gráðu brött svo það er lítð mál.

    Svo er Einar Rúnar líka búinn að vera að príla nýjar leiðir sem líta ansi vel út. Á myndum sem hann sendir með skráningunum má einnig sjá að ólarlausa tískan hefur loksins náð einhverri fótfestu á landinu.

    Hvernir fór annars með ferð (h)eldri manna í Haukadal, voru virkilega engar nýjar línur klifraðar?

    kv. Kertasníkir

    #49316
    Anonymous
    Inactive

    Flott hjá ykkur Íbbi! Ég frétti að (h)eldri menn hafi bara klifrað eitthvað gamalt og gott. Ég geri það einnig enda er ég kominn á hjólastóla aldurinn. Ég fer að panta mér göngugrind bráðum í klifrið en á eftir að redda mér harness til að taka það með.
    Klifur kveðjur Olli

    #49317
    2806763069
    Meðlimur

    Þetta er rétti andinn Olli, ekki gefast upp:)

    #49318
    Stefán Örn
    Participant

    „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“……er þetta þá nýjasta tískan – taka nöfn á úglenskum leiðum og staðfæra þau. Já sussum svei! En örugglega fín leið samt.

    Má ég stinga upp á „Gjöfin sem heldur áfram að gefa miklu lengur en hin gjöfin sem heldur áfram að gefa“

    Ekki nei?

    #49319
    2806763069
    Meðlimur

    Það hlýtur að koma að því að maður verður uppiskropa með hugmyndir. Dr. Doom liggur svo alltaf á náttborðinu hjá mér.

    Betra en þegar ég fór að stela nöfnum frá Hnappavöllum.

    Nú vantar mig bara einn brúðar blæju foss, hann þarf að vera 6.gráða, með fullt af blómkálshausum og ekki minna en 2 spannir.

    #49320
    0311783479
    Meðlimur

    Sælt veri fólkið

    Gaman að heyra að það sé alvöru vetur á Íslandi og að menn séu duglegir að nýta sér hann en sérstaklega fannst mér gaman að þessari meitluðu staðháttalýsingu hjá Ívari „Stóri svarti kletturinn við Borgarnes“, þetta er miklu skemmtilegra til aflestrar heldur en „500m vestan við Þrymkarshlíðar í þriðja gili, annað kerti austanmegin frá…“.
    Biðja menn að taka upp lýsingar að hætti Ívars. Glæsilegar leiðir sem menn hafa verið að fara.

    Tek undir með Steppo að í hitabylgjunni í sumar þegar við ókum Berufjörðinn þá var annar hver klettur blautur og mótaði fyrir margri álitlegri línunni.

    Annars er það að frétta héðan úr Skotlandi að í fyrirbænatímum í hefur verið mælst til þess að biðja eftir vetri. Hér eru litlar aðstæður á skoskan mælikvarða, en „aðstæðumörkin“ í þeim kvarða liggja allnokkru neðar en á Íslandi og menn vaða af stað ef heyrst hefur af næturfrosti. Átti samt þess kost að komast í klifur rétt fyrir jól þegar af miskunsemi var smellt í vetur-ham, þetta var sérstök upplifun að fara í ísklifur og þar var leitun að ísnum – meira „torque ‘n’ turf“ eins og það kallast hérna. Og líka hvað þeir þurfa að vakna djöfullega snemma til að leggja af stað. Hlakka til þegar næst gefur á bátinn.

    Fyrir áhugamenn um telemark og þá sérstaklega „innanhús“ telemark, þá mun ég flytja fréttir af ævintýrum mínum við mörkun í stærstu „innanhús skíðahöll“ í evrópu sem er staðsett hérna í Edinborg. Sófaskíðamenn gætu glaðst yfir slíkum fréttum.

    Góðar stundir, ekki von um að maður öfundi menn af vetrinum heima
    Halli

    #49321
    2806763069
    Meðlimur

    Var einnig að bæta við skráningu á leið í Austurárgili. Því miður misfórust myndirnar eitthvað í flutningi. Vefnefndin lagar það kannski ef ástæða þykkir. Annars eru þær nokkuð svalar svona.

    Halli, sendu bara þessa Skota hingað, ég er orðinn nokkuð vanur að hafa ofan af fyrir ísþyrstum klifrurum af bretlandseyjum.

8 umræða - 1 til 8 (af 8)
  • You must be logged in to reply to this topic.