Ísaðstæður yfir hátíðarnar

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ísaðstæður yfir hátíðarnar

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #47558
    Skabbi
    Participant

    Sex vaskir sveinar héldu inn í Eilífsdal í gær í félagsklifur Ísalp fyrir jólin. Þar sem norðanbál gekk yfir suðvesturland um nóttina og hífandi rok var enn uppá Kjalarnesi vorum við mátulega bjartsýnir um notarlegheit í Dalnum.

    Það reyndist engin ástæða til að óttast veðrið, enda var rjómablíða í Eilífsdal, logn og vægt frost. Nægur ís virtist í flestum leiðum þó svo að einhverjar væru í þynnri kantinum.

    Úr varð að þrír fóru í Einfarann og þrír í Miðsúluna. Allir höfðu gaman af, að því að talið er.

    Það er fimbulkuldi framundan og margir komnir í jólafrí. Það væri gaman að fá fréttir af aðstæðum annarsstaðar frá og nýlegar hetjudáðir aðrar.

    Allez!

    Skabbi [img]https://www.isalp.is/media/kunena/attachments/legacy/images/P1020013_eilifs1.JPG[/img]

    #55981

    Fleiri myndir úr ferðnni? Flott að sjá svæðið svona snjólaust.

    #55992
    Siggi Tommi
    Participant

    Ég frétti að Eyjafjöllin væru í aðstæðum í byrjun vikunnar en sel það ekki dýrar en ég keypti það.
    Einhver sem getur staðfest?

    Svo sýndist mér vera orðið vel klifurhæft í Tvíburagili þegar ég rýndi þangað með kíki um helgina.

    #55994
    Skabbi
    Participant

    Björgvin Hilmarsson wrote:

    Quote:
    Fleiri myndir úr ferðnni? Flott að sjá svæðið svona snjólaust.

    Nokkrar hér

    #55995
    2607683019
    Meðlimur

    Það er búið að vera óvenjumikið frost í Öræfum eins og annars staðar og fullt af ís. Samt er ekki allt í aðstæðum, það er búið að vera svo þurrt með frostinu.

    #55998
    Jokull
    Meðlimur
    #56020
    Freyr Ingi
    Participant

    töff stöff!

    Hefur einhver verið á ferð í nágrenni Búahamra núna nýlega?

    F.

    #56023
    Jokull
    Meðlimur

    Reyni að vera með og “pósta“ því sem ég finn
    Hér eru nýjustu myndir úr Kinn, eða frá því í dag að ég held
    http://www.facebook.com/#!/album.php?fbid=480176549301&id=213976989301&aid=258967

    #56034
    2806763069
    Meðlimur

    Fínn ís í Villingadal. Vatn í miðjum fossunum en hægt að fara til hliðar við strauminn.

    Takið bara með skíðastaf fyrir labbað inn dalinn.

    kv.
    Ívar

    #56035
    Gummi St
    Participant

    snilld, það væri gaman að fá smá klifur áður en árinu lýkur… Það er samt svo hlýtt orðið að það er spurning hvort þetta verði nýja trendið: http://forums.climbing.com/photopost/showphoto.php/photo/6799

    #56037
    Freyr Ingi
    Participant

    Ef svo reynist þarf maður nú alvarlega að endurskoða valið á klifurfélögum.

    #56039
    0111823999
    Meðlimur

    Er ég búin að vera að missa af einhverju og er þetta nýja ‘pornið’…
    Hvað fær fólk annars út í svona hluti?

    #56049
    AB
    Participant

    Freyr Ingi Björnsson wrote:

    Quote:
    Ef svo reynist þarf maður nú alvarlega að endurskoða valið á klifurfélögum.

    Mig langaði hvort sem er ekkert að klifra meira með þér.

    AB

    #56054
    Skabbi
    Participant

    Ég bíð eftir konudags klifrinu…

    Skabbi

14 umræða - 1 til 14 (af 14)
  • You must be logged in to reply to this topic.