Sælir,
Ég var fyrir austan núna á fyrrihluta vikunar, ( að vísu ekki að klifra, löngu hættur því ) en þarna er allt morandi í ís, léttum og erfiðum leiðum. Bæði stuttar og langar leiðir, stutt labb og langt labb. Líklega margt af þessu ófarið, nema að Kalli Ingólfs hafi klifrað eitthvað af þessu á síðustu öld.
Þetta horfði ég bara á út um bílrúðuna frá þjóðveginum á leið minni um Héraði ( Egillstaðir ) og yfir heiðina á Reyðarfjörð, Eskifjörð og Neskaupsstað ( Norðfjörður ).
Ekki mikill snjór en samt eitthvað þannig að það gætu verið foksnjór í giljum og í hlíðum.
p.s. og skíðasvæðið í Oddskarði er búið að vera opið síðan fyrir jól.
kveðja
Bassi