Home › Umræður › Umræður › Ís- og alpaklifur › Innlegg í La Sportiva
- This topic is empty.
-
HöfundurSvör
-
26. apríl, 2011 at 20:26 #47486Arnar JónssonParticipant
Sælir allir og gleðilegt sumar,
Hef verið í smá blöðru veseni með mína La Sportiva Evo þegar ég hef farið í langar ferðir á þeim (hugsamlega útaf andarfótunum mínum). Var að spá í að núverandi innlegg væru hugsamlega ekki að gera sig fyrir mig og er því að spá í að fá mér ný. Veit nefnilega um nokkur dæmi þar sem slíkur gjörningur hefur skilað góðri uppskeru.
Og eftir skó umræðuna miklu þá hlýtur að vera eitthverjir skó gúruar sem geta bent á bestu innlegginn fyrir þessa skó
Kv.
Arnar26. apríl, 2011 at 23:27 #56635Ágúst Þór GunnlaugssonParticipantÉg lét sérsníða fyrir mig innlegg hjá Stoð í Hafnarfirði. Það hefur virkað mjög vel og ég sé ekki eftir þeim pening sem fór í þau innlegg.
Ági
26. apríl, 2011 at 23:55 #566360808794749MeðlimurÞar sem ég hef verslað mér skó/skíðaskó erlendis (í sérhæfðum búðum) þá er manni eiginlega ekki leyft að fara út nema að kaupa innlegg líka. Getur vel verið að einhverjir skóframleiðendur geri allt í lagi innlegg en flest eru þau drasl.
Ég hef bæði látið sérsmíða innlegg en lika keypt Suprafeet innlegg sem eru fín ef maður er ekki með problem fætur. Suprafeet fást t.d. í Afreksvörum í Glæsibæ. Þau duga ekki endalaust en það munar miklu að vera með innlegg. Margir verða þreyttir undir ilinni en lagast við að fá sér innlegg.Niðurstaða
Innlegg: Já, algjört möst
Lagast nuddsár: Getur vel verið27. apríl, 2011 at 12:40 #566372006753399MeðlimurInnlegg breyta litlu ef skórinn er of mjór, passa bara að þau séu ekki of þykk.
Ég reyndi mikið að passa í Evo en þeir eru of mjóir fyrir flatfætlinga. Lausnin var Scarpa Mont Blanc, mjög sambærilegir breiðari skór, hafa komið mjög vel út.
kv
-R27. apríl, 2011 at 14:50 #56641Arnar JónssonParticipantTakk allir saman,
Veit vel að það er engin töfralausn fyrir mig að skipta um innlegg og að fá mér skó sem henta fótinum mínum betur er án efa besta lausnin. En þar sem skór kosta í dag 70-80 þús þá vill maður reyna allt áður en maður fari í að kaupa nýja skó.
Hef einmitt lesið um að best sé að innlegin séu ekki há og ég mun hafa það í huga. Evo skórnir hef mér þó fundist ekki vera með alveg nægan stuðning og hef fengið hælsæri og sárindi milli tánna. Held að það sé vegna þess að ég skrölti inní þeim svo það gæti verið að þeir séu pínu of stórir, svo að stærra innlegg gæti lagað það en maður verður að fara mjög varlega þar þó
Varðandi sér sniðin innlegg þá lét ég gera svoleiðs fyrir mig í hlaupaskónna og ég prófaði þau í gönguskónum en þau eru of há undir ilinni og ég fékk bara strax sárindi þar eftir nokkra km, þó þau hafa verið ágæt í hlaupaskónum svo ég ætla að bíða með það.
Ég ætla að kíkja á Suprafeet innleginn, hef eitthvað lesið um að fólk sé ánægt með þau svo að það sakar ekki að prófa
Kv.
Arnar27. apríl, 2011 at 21:09 #566421506774169MeðlimurSvo er hægt að fá sér Mammut Meridian skóna. þeir eru breiðari en LaSportiva og unaður að vera í
30. apríl, 2011 at 09:22 #56645Steinar Sig.MeðlimurInnlegg frá skóframleiðendum eru yfirleitt ómerkilegt frauð, jafnvel í þeim alfínustu. Þeir hugsa bara um að hafa þau eins létt og hægt er til þess að geta auglýst lága grammatölu.
Ef þú kaupir innlegg sem á að ofnbaka, passaðu þá að ruglast ekki á fahrenheit og celsíus. Hætt við að það kvikni í þeim annars…
30. apríl, 2011 at 10:01 #56646SissiModeratorHehe, talarðu af reynslu?
Annars sammála Steinari, það er bara einhver pappírsmassi sem fylgir með. Ég var að kaupa innlegg frá Þráni skóara til að testa, þau eru með svona smá paddi og eru hræódýr. Og svona Superfeet og þannig líta djúsí út en hafa mjög oft bara verið til í stærð 35 og 47 í útivistarbúðum hérna heima.
Varðandi stoðfyrirtækjainnleggin þá get ég eiginlega ekki notað mín svona svakalega lengi, held að þeir séu stundum meira í þeirri pælingu að maður gangi bara til og frá vinnu og út í búð. Það er svona kúla undir ilinni sem ég hef séð hjá fleirum sem gerir það að verkum að það er frekar vont að labba á þessu í mjög marga klukkutíma.
Held að þetta sé málið sem fyrsta skref fyrir þig. Svo voru margir af krökkunum í Skaftafelli í fyrra að nota hlaupaskóinnleggin sín líka.
Sissi
1. maí, 2011 at 13:49 #566471506774169MeðlimurSammála Sissa, keypti í fyrra í bæði skópörin mín innlegg frá Þráni Skóara. Voru hræódýr og fín fjárfesting.
Hann benti mér annars á það að við sem notum gönguskóna mikið, eins og t.d leiðsegjendur þurfa helst að skipta um innlegg í skónum á hálfs árs fresti, það er verið að fara það miklar vegalengdir á þessu. -
HöfundurSvör
- You must be logged in to reply to this topic.