Ingimundur – leiðarvísir og gráður

Home Umræður Umræður Klettaklifur Ingimundur – leiðarvísir og gráður

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #45638
    1410693309
    Meðlimur

    Fór á Ingimund sl. mánudag við þriðja mann og var leiðarvísir á Munda í síðasta ársriti ÍSALP með í ferð og reyndar óbein kveikja að ferðinni. Leiðarvísirinn reyndist býsna vel til þess að komast að klettinum, en leiðinn þangað upp er síður en svo auðrötuð. Semsagt eitt prik fyrir höfunda leiðarvísisins. Þegar komið var að klifrinu vandaðist málið. Hugmyndin hjá mér var að fara auðveldustu og orginal línuna, þ.e. línuna sem er austast á klettinum og lengst til hægri á mynd í leiðarvísinum. Þetta er gráðað 5.6 í leiðarvísinum. Ef marka má leiðarvísinn byrjar leiðin á miðri flögu (e.t.v. 7 m breið), með eins konar grófri hraunáferð, sem sést á myndinni í blaðinu, ef vel er að gáð. Síðan liggur leiðin upp í geil eða stromp um 6-8 m fyrir ofan og verður þar mun meira aflíðandi, léttari og auðtryggðari. Byrjunin gat þó ekki passað því engin tök eða tryggingarmöguleikar eru á umræddri flögu og hún lítillega yfirhangandi. Leiðinn hlýtur því að byrja í lítilli sprungu við endimörk flögunnar öðru hvoru megin, a.m.k. er það augljóslega auðveldara og hægt að setja e-ð inn þar til málamynda. Fyrsti hluti leiðarinnar, þ.e. þessir 6-8 m upp í strompinn eða geilina, voru þó ekki auðveldari en svo að ég komst ekki upp fyrr en í fjórðu tilraun, blótandi og ragnandi þeim manni sem gráðaði þetta 5.6. Það leiðinlega í málinu var svo að fólkið sem ég hafði svo höfðinglega boðið með í ferðina með þeim formála að þetta væri aðeins gráða 5.6., sem þau þyrftu að fara í „topprope“ komst ekki spönnina á eftir mér (þ.e. fyrstu 6-8 metrana) og var leiðangrinu þar með lokið 20 m fyrir neðan toppinn, enda orðið of seint að byrja á annarri línu.
    Nú spyr ég staðkunnuga (með venjulegum fyrirvara um að ég sé genginn af göflunum) : Er nefndur leiðarvísirinn á Ingimund eitthvað skrítinn? Eða hvar er fj. leiðinn? Ef leiðinni er rétt lýst í blaðinu hvaða mannhelv. datt þá í hug að gráða þetta 5.6? Afsakið orðbragðið.
    Kv. Skúli Magg
    P.s. E.t.v. hugsa einhverjir sem svo að karlræfilinn eigi bara fullt í fangi með „íslenska“ 5.6. gráðu. Í þessu sambandi er rétt að hafa í huga að gráður eru ekki til þess að allir hugsi með lotningu til þess sem gaf leiðinni gráðu (jahá, honum fannst þetta bara ekki meira mál en þetta…) heldur til þess að gefa uppl. um erfiðleikastig leiðarinnar. Það er út af fyrir sig hægt að ræða hvernig margar leiðir hér á Fróni eru gráðaðar. Ég get hins vegar ómögulega séð 5.6 flötin á þessari leið, jafnvel í ísl. samhengi. Tek fram að ég góndi á þetta og „hugsaði“ í eitt eftirmiðdegi og varð engu nær.

    #48122
    Jón Haukur
    Participant

    Hummm ég held að karlræfillinn eigi fullt í fangi með 5.6! það hafa feitir björgunarsveitarmenn klifrað þetta í plastskóm og fullri vetrarmúnderingu um margra ára skeið… Leiðin var farin nánast á hverju ári meðan að sérhæfð fjallamennska eða fjallamennska 3 eða hvað þetta nú heitir var haldið fyrir austan, ertu viss um að hafa ratað á rétta leið? Þetta á nú reyndar að vera frekar augljóst hvar auðveldast er að fara upp, en svona er þetta með kókópuffsfólkið, boltana og bleiku festurnar :-)

    jh

    #48123
    Hrappur
    Meðlimur

    Mér fynnst kókópuffs gott

    #48124
    1410693309
    Meðlimur

    Þakka fyrir að fá að fljóta með í kókópuffspakkanum hjá J.H. Mér finnst líka gott að taka í kókópuffsið á köflum. Þetta er nú einmitt gallinn við leiðarvísis-seringu leiða. Eftir að leiðarvísir er kominn hættir maður að hugsa sjálfstætt um hvert maður er að fara og reiðir sig á uppl. frá öðrum. E-ð sem fornmenn eins og J.H. hafa aldrei lagt í vana sinn. Hvað um það, tilgangurinn með skrifinu var nú bara að tékka af þessa blessuðu leið . Ef ég fer þarna aftur hef ég persónulega nokkuð góða hugmynd um hvað ég geri. Línan sem ég fór er líka fær og reyndar skemmtileg eftir á að hyggja, sbr. það sem áður segir.
    Kv. SM

4 umræða - 1 til 4 (af 4)
  • You must be logged in to reply to this topic.