Hverjir eru félagar?

Home Umræður Umræður Almennt Hverjir eru félagar?

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #45660
    1908803629
    Participant

    Mér finnst ég allt of oft lenda í því að vera að lesa greinar eða texta í spjallinu og ég þekki ekki aðilana sem eru að skrifa eða er verið að fjalla um.

    Þá fór ég að spá… helvíti væri nú þægilegt ef maður gæti flett upp í félagaskrá og fengið örlitlar upplýsingar um félaga – og séð jafnvel mynd, þyrfti alls ekki að vera mikið eða flókið

    Ég er ekki búinn að vera lengi í ísalp og þekki því ekki marga en þetta myndi breyta heilmiklu fyrir nýgræðinga eins og mig. Þá held ég að maður væri miklu meðvitaðari um þá einstaklinga sem eru í ísalp og myndi þá kannski myndast meiri samheldni innan félagsins.

    Bara pæling…

    #49894
    0309673729
    Participant

    Síðast þegar þetta var tekið upp mér vitandi hjá stjórninni fyrir nokkrum árum þá var niðurstaðan að birta ekki félagaskránna á vefnum.

    Ég er á því að félagaskráin eigi nú að vera aðgengileg á vefnum. Með stórbættum vef má setja félagaskránna á svæði sem er einungis aðgengilegt félögum í Ísalp.

    kveðja
    Helgi Borg

    #49895
    1908803629
    Participant

    Væri ekki kjörið að taka upp málið aftur?

    Það var einmitt það sem ég var að hugsa, að hafa þetta á lokuðu svæði. Svo mætti kannski hafa upplýsingar um stjórnarmeðlimi aðgengilegt fyrir öllum.

    #49896
    0309673729
    Participant

    Ágætu félagar, látið í ykkur heyra. Viljið þið að félagaskráin sé aðgengileg félögum á lokuðu svæði?

    Upplýsingar um stjórnina eru aðgengilegar öllum .. styddu á „Um Ísalp“ og veldu svo „Stjórn og nefndir íslenska alpaklúbbsins“ Sjá: https://www.isalp.is/art.php?f=2&p=3

    kveðja
    Helgi Borg

    #49897
    0311783479
    Meðlimur

    Í hverju félagi er nauðsynlegt að félagar geti séð hverjir eru félagsmenn, fínt að það sjáist fyrir þá sem eru félagar. Hinir geta litið á það sem gulrót til að ganga í klúbbinn (hversu kjánalega sem það hljómar…)

    #49898
    1908803629
    Participant

    Ég var reyndar að tala um viðbótarupplýsingar um stjórnarmeðlimi, t.d. mynd af meðlimunum ásamt upplýsingum um helstu áhugamál innan fjallamennskugeirans og annað áhugavert.

    #49899

    Ekkert að því að félagar í klúbbnum fái að sjá félagaskránna.

    #49900
    1704704009
    Meðlimur

    Félagaskráin segir harla fátt. Heimili, kennitala, sími…
    Ef fólk hefur eitthvað gagn af þessu þegar það les greinar eftir ókunnuga félaga, því ekki að birta skrána? Það gæti orðið upphafið að dýrlegri vináttu.

    Svo þarf að heyra í fleirum varðandi það t.d. að birta símanúmer. Skyldi vera að þegar fólk hafi gengið í klúbbinn og skráð gsmnúmer sem ekki eru skráð í símaskrána, þá hafi það verið gert í trausti þess að ekki myndu 300 manns geta tékkað á númerinu að vild?

    Almennt finnst mér félagaskráin alls ekkert leyniplagg en það eru álitamál sem þyrfti að gaumgæfa, svona móralskt séð.

    #49901
    Björk
    Participant

    Eru 300 manns í Ísalp? Bara að spá.

    #49902
    1704704009
    Meðlimur

    366 félagar nánar tiltekið.

10 umræða - 1 til 10 (af 10)
  • You must be logged in to reply to this topic.