Home › Umræður › Umræður › Ís- og alpaklifur › Hvað er að frétta af ísklifuraðstæðum
- This topic is empty.
-
HöfundurSvör
-
23. október, 2006 at 09:06 #46724AnonymousInactive
Fór einhver að klifra um helgina???
Olli23. október, 2006 at 10:03 #50703Ágúst Þór GunnlaugssonParticipantÉg var í Kerlingarfjöllum um helgina. Þar var allt pinnfrosið og lítill snjór. En þeir fossar sem voru klifranlegir virtust frekar þunnir þó ég hafi ekki skoðað þá í návígi.
23. október, 2006 at 10:35 #507041410693309MeðlimurVið Tómas Júlíusson fórum í gagnmerkan ískönnunarleiðangur í Kistufelli í gær. Úr varð drulluklifur með stöku klettahafti þar sem „klettarottan“ Tómas sýndi óvænta takta. Á efstu brún fundum við nægan ís til að kæla drykkjarföngin. Já, við erum búnir að stimpla okkur rækilega inn fyrir sísonið!
23. október, 2006 at 11:48 #50705SkabbiParticipantVið ákváðum nokkur að gefa ísfossum á suðvesturhorninu aðeins lengri tíma til að myndast en héldum þess í stað inn að Gígjökli í upphitunarferð. Fundum prýðilegt stál og ég fullyrði að allir náðu að keyra sig út.
Stórfínt en kræst hvað Jökullinn skreppur mikið saman milli ára, hann á ekki mörg ár eftir með þessu áframhaldi.
skabbi
23. október, 2006 at 15:29 #507061108803169MeðlimurGufunesbærinn ætti að vera tilbúinn von bráðar þ.e. pípulagningslega séð. Svo er það bara að treysta á frostið
Kveðja,
Nils Gufunesbæjarvinnumaður23. október, 2006 at 15:40 #50707Arnar JónssonParticipantSkruppum í smá bíltúr/gönguferð í kaldadal. Ég fór bara hálfaleið þar sem maður jú aulaðist til að gleyma skónum heima. Þó fann Gummi þar fína snjó rás sem hann drattaðist upp og kláraði að fara alla leið á toppinn. Það var alveg vel þunnt í Birkitrénu, alveg mögulegt að klifra það en frekar risky, þó það sé aldrei að vita að það verði tilbúið fyrir klifur ferðina næstu helgi. Frostið er greynilega, nóg en það er mjög lítið af ís þarna eins og er.
24. október, 2006 at 08:25 #50708Siggi TommiParticipantJá, kuldinn er til lítils ef ekkert er vatnið til að frysta.
Fór enginn að skoða í Eilífsdal, Villingadal eða í Hvalfjörðinn?24. október, 2006 at 19:00 #50709Ágúst Þór GunnlaugssonParticipantÉg fór í bíltúr í Hvalfjörð í dag. Þar er allt að gerast. Þilið var orðið nokkuð gott en það vantar mikið uppá að það sé klifranlegt. Oríon var að byggja sig upp og kominn ótrúlega langt á leið. Stígandi í Múlafjalli komin langt með að vera nógu þykkur. Ég sá ekki inn í Glymsgil en þar er örugglega sömu sögu að segja.
25. október, 2006 at 10:39 #507101704704009MeðlimurVið erum að renna inn í 4 daga hlýindi á morgun og síðan fer að frysta á ný á mánudag. Af vitnisburði þeirra sem hafa viðrað sig og annarra fyrirliggjandi veðurfarsgagna kann að vera fossaklifur þurfi eins og eina viku í viðbót.
26. október, 2006 at 09:15 #50711Gummi StParticipantþað eru líka myndir af trénu í Þórisjökli síðan á lau. síðasta á :
http://php.internet.is/gummistori/lesa_frett.php?id=71
ef þið viljið sjá þaðGF
-
HöfundurSvör
- You must be logged in to reply to this topic.