- This topic has 4 replies, 2 voices, and was last updated 7 years, 3 months síðan by Helgi Egilsson.
-
HöfundurSvör
-
24. nóvember, 2016 at 09:33 #62157Helgi EgilssonKeymaster
Sæl verið þið.
Nú erum við að starta hönnunarvinnu á Bratta. Það er heilmargt sem þarf að ákveða og undirbúa áður en skálinn verður fluttur upp í Botnssúlur. „Brattanefnd“ hefur verið með smá umræður um þessi efni á lokuðum spjallhópi. Þeir sem eru áhugasamir um þessi efni, mega gjarnan senda tölvupóst á stjórn ÍSALP og þá verður þeim bætt í spjallhópinn.
Það sem við erum að kasta á milli okkar er meðal annars:1) Hvernig er best að ganga frá klæðingu á húsinu og loftun?
2) Hvernig verður gengið frá gluggum og hurð?
3) Hvernig er gáfulegast að kynda skálann?
4) Klósettmálin alræmdu – hvað er skynsamlegast í þeim efnum?
5) Hvernig viljum við innrétta höllina? Viljum við hafa gistiaðstöðu í annarri álmunni og samkomu-/eldunaraðstöðu hinu megin? Viljum við gistiaðstöðu báðum megin? Viljum við eldhús báðum megin?
6) Hvað viljum við hafa gistipláss fyrir marga?
7) Hafa menn flottar útlitshugmyndir?Samhliða þessari vinnu stendur til að klára formlegan samning við Ferðafélagið um verkaskiptingu í skálasamstarfi okkar. Allir kraftar þegnir í það sömuleiðis og eru áhugasamir beðnir um að senda tölvupóst á stjórnina.
24. nóvember, 2016 at 12:14 #62159Helgi EgilssonKeymaster.
13. september, 2017 at 23:58 #63647Helgi EgilssonKeymasterOpna hér með upp á nýtt fyrir umræður um hönnun Bratta!
27. september, 2017 at 13:50 #63662SissiModeratorEitthvað að frétta af þessu? Hvernig eru menn að hugsa dæmið t.d. varðandi layout á hvoru rými um sig, eldhúsi, hitunarkerfi, klósetti og fleira?
5. október, 2017 at 15:36 #63682Helgi EgilssonKeymasterHugmyndin sem við erum að vinna með er að hafa aðra álmuna sem svefnálmu (eingöngu) og hina álmuna sem matar- og samkomuaðstöðu (eingöngu).
Við erum að hugsa um olíukyndingu eins og er. Þingvallaþjóðgarður setti skilyrði um þurrklósett og við gerum ráð fyrir að annað herbergið í miðálmunni verði klósett, en hitt verði geymsla, t.d. fyrir eldavið ef það verður kamína.
Við ætlum að reyna að halda í það útlit sem var á skálanum þegar hann var á Kaldadal eftir besta megni. Það þarf að klæða skálann með Alu-zink (bárujárni) og koma fyrir loftunartúðum í klæðningu.Endilega varpið öllum hugmyndum hingað fram!
-
HöfundurSvör
- You must be logged in to reply to this topic.