Heimtur árgjalds

Home Umræður Umræður Almennt Heimtur árgjalds

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #44946
    1709703309
    Meðlimur

    Stjórnin þakkar félögum sem hafa greitt árgjaldið fyrir árið 2005 en aldrei hafa fleiri greitt það svo vitað sé til.

    Við viljum samt hvetja þá sem eiga það eftir að drífa sig í heimabankann og klára þetta. Núna í dag hafa 215 af 389 skráðum félögum greitt árgjaldið. Það hefur ekki verið stefna kúbbsins að beita ströngum innheimtuaðgerðum en reynum að höfða til samvisku félaga í staðin. Viljum samt minna á að ef félagar greiða ekki árgjaldið geta þeir átt á hættu að vera teknir út af sakramentinu (félagaskrá) einnig sem að símanum hjá ykkur verður lokað, bensínstöðvar munu ekki lengur taka við greiðslukortum frá ykkur, aðgangur að ölhúsum borgarinnar verður stöðvaður og svo mætti lengi telja ….

    Ársritið kemur fljótlega út og því ætti engin að draga að greiða árgjaldið. Munið að fleira felst í árgjaldinu heldur en bara blaðið s.s. afslættir, niðurgreiddar myndasýningar, afslættir á námskeið, rekstur á vef en einnig eruð þið með því að greiða árgjaldið að styrkja hagsmuna- og grasrótarsamtök fyrir fólk sem vill stunda útivist svo eitthvað sé nefnt.

    Einnig viljum við benda fólki á að uppfæra upplýsingar um sig á vefnum eða senda á info@isalp.is og óska eftir breytingu ef þið teljið að við höfum rangar upplýsingar.

    Með kveðju,

    Stefán Páll Magnússon
    gjaldkeri ÍSALP

    #50203
    Páll Sveinsson
    Participant

    Þó ég sé farinn að versla minna af útivistarvörum núna í seinni tíð og internetið og ferðalög sjái um stóran hluta líka þá hef ég fengið árgjaldið margfalt til baka með þeim afslæti sem ég hef fengið út á það.

    Ég tala nú ekki um allt annað sem ég hef fengið í þessum félagsskap.

    kv.
    Einn af elstu „styrktar“félögum ÍSALP
    Palli

    #50204
    1704704009
    Meðlimur

    Það má í þessu samhengi benda á að félögum hefur fjölgað um 23 síðastliðna sex mánuði og eru nú að nálgast 400 manns eins og Stefán bendir á.

    #50205
    2906883379
    Meðlimur

    Hvar getur maður nú fundið þetta reikningsnúmer til að maður geti farið að borga? :)

4 umræða - 1 til 4 (af 4)
  • You must be logged in to reply to this topic.