Ég kíkti þarna um daginn og skoðaði og allt leit vel út, enda er þetta kannski ekki inni á háskaðasvæðinu. Var sjálfur að spá í að kíkja þarna við tækifæri og prófa þessa nýju eðalboltun
Við Unnur Bryndís klifruðum tvær leiðir þarna fyrir skemmstu. Það var smá aska á sumum gripum og syllum en ekkert sem truflaði klifrið að ráði. Fínasta boltun og góðar leiðir.
Var í Pöstinni um miðjan júlí og þar var alveg vel klifrandi. Maður tók alveg eftir pínu ösku á nokkrum gripum, en það var ekkert sem hafði nein stórvægileg áhrif.