Hálkubroddar á fjöllum

Home Umræður Umræður Almennt Hálkubroddar á fjöllum

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #47242
    Sissi
    Moderator

    Hvernig gerðist það eiginlega að fólk fór að nota hálkubrodda á fjöllum? Hálkubroddar eiga kannski erindi undir hlaupaskó eða út í Bónus en ekki á fjöll.

    Og hvernig gerðist það að sömu aðilar hættu að nota ísöxi þegar gengið er á broddum? Fjallamenn geta seint stöðvað sig án þess að hafa öxi.

    Magnað að ferðamennskufyrirtæki ákveði að varpa grunnatriðum í fjallamennsku fyrir róða.

    Frétt

    Hvað finnst ykkur?

    #58034

    Ég hef ekki prófað svona hálkubrodda í fjallendi, en stórefa að þeir eigi heima þar. Sérstaklega í alvöru harðfenni. Því miður virðist sem of mikill afsláttur sé gefinn í þessum fjölmennu fjallgöngum sem ferðafélögin og mörg ferðaþjónustufyrirtæki standa fyrir. Fyrir utan það þá skil ég ekki hvert sportið er að fara í fjallgöngu með 100 öðrum.

    Ági

    #58036
    Björk
    Participant


    Vitið þið samt með þessa brodda, þar sem þú ert bara með gadda á hælnum.
    http://fjallakofinn.is/?webID=1&p=52&sp=44&item=797

    Ef maður byrjar að renna þá ætti maður að geta sett tánna niður. Þetta er selt sem rjúpnaskyttubroddar og þeir eru eflaust seint að labba með exi annari og byssu í hinni… eða hvað?

    kv. Björk

    #58042
    0808794749
    Meðlimur

    Slysið um helgina er ekki það fyrsta tengt hálku/innanbæjarbroddum. Heyrði líka af svipuðum dæmum í fyrra. Þessir hálkubroddar eru klárlega ekki gerðir fyrir brekkur og ójöfnur, flestir festir með teygjum eða álika sem poppar af um leið og það kemur eitthvað átak á þetta.
    Hef ekki prufað hálfbrodda eins og Björk vísar í en þeir eru þá allavegana strappaðir á skóinn og ættu ekki bara að poppa af.
    Svo er ísöxin annar handleggur sem fólk er greinilega farið að skilja eftir heima!

    #58055
    2006753399
    Meðlimur

    Tek undir með hálkubrodda í fjallamennsku. Hvaða ferðaþjónustufyrirtæki eða félög eru að nota þetta drasl?

    Eins með ísöxi, þetta helst í hendur og ætti að nota saman, hjálm líka í brattlendi.

    Nota sjálfur oft hálfbrodda á kúnna á sumrin (Grivel, Stubai og Camp), þeir eru ágætir til brúks á morknum sumarís og mun sterkari en álbroddar sem vega jafnmikið. Spara mikla vigt í löngum leiðöngrum. Myndi þó ekki nota þá í brattlendi eða að vetri til.

    #58080
    1705655689
    Meðlimur

    Ég hef nú spáð töluvert í svona brodda einmitt fyrir rjúpnaskytterí eftir að ég húrraði niður gilbrekku fyrir nokkrum árum. Hlaupabroddar eins og yaktrack (bæði gormar og gaddar) endast ekki daginn þar sem gengið er á grjóti, möl og hjarni til skiptis og þá oftast í hliðarhalla. En ekki er heldur hægt að ganga á alvöru broddum í öllu þessu grjóti sem maður er að brölta í. Það er nefnilega þannig að flestar rjúpnaskyttur eru að þramma snjólínuna (ís og grjót til skiptis). Ég er því alltaf orðið með ísöxi á bakpokanum (stutta fjallaskíðaöxi) og ef ég þarf að fara einhverja brekku sem mér lýst ekki á axla ég byssuna og tek fram öxina. Einn félagi minn sem horfði á eftir mér niður í gilið er búinn að fá sér öxi eingöngu fyrir rjúpnaveiðar.

    #58092
    aronreyn
    Meðlimur

    FÍ er ekki ferðamennskufyritæki Sissi, ekki frekar en Ísalp. Það er hinsvegar umhugsunarvert að félagasamtökin FÍ standi fyrir svona fjölmennum ferðum og geri ekki meiri kröfur um búnað en þetta. Og einnig að leiðsögumenn FÍ meti aðstæður ekki betur en svo að það verði ítrekað slys í ferðuim hjá þeim. Það kemur fram í fréttinni að tveir aðrir hafi slasast og einn þurft að dvelja á sjúkrahúsi. Einnig kemur fram í kommenta kerfinu að sami hópur hafi fyrr á árinu lent í samskonar vandræðum og að fólk hafi slasast einnig þá. Ég þekki Díönu og veit að hún byrjaði að fara á fjöll fyrir ári síðan með þessum hóp. Hún hafði aldrei stundað fjallgöngur áður. Hennar þekking er því bundin við það sem leiðsögumenn FÍ og félagar hennar í þessum hóp hafa kennt henni. Stjórn FÍ hlítur að þurfa að skoða öryggismálin betur og fara yfir þjálfun og réttindi leiðsögumanna sinna. Þeir hljóta að vera ábyrgir fyrir þessu klúðri. (Er ekki Páll Ásgeir með þennan hóp ?)

    #58095
    0311783479
    Meðlimur

    „FÍ er ekki ferðamennskufyritæki Sissi, ekki frekar en Ísalp“

    Ég held að FÍ sé nánast á mörkunum að vera meira fyrirtæki en samtök áhugamanna.

    kv.
    HG

    #58096
    aronreyn
    Meðlimur
    Haraldur Guðmundsson wrote:
    „FÍ er ekki ferðamennskufyritæki Sissi, ekki frekar en Ísalp“

    Ég held að FÍ sé nánast á mörkunum að vera meira fyrirtæki en samtök áhugamanna.

    kv.
    HG

    Það má efalaust segja það enda skálareksturinn orðinn að „fyrirtæki“ með fasta starfsmenn og mikil umsvif. Í stjórn félagsins eru engu að síður einstaklingar sem eru sjálfboðaliðar og eru kosnir af almennum félagsmönnum. Ég og þú getum því hæglega gengið í FÍ og boðið okkur fram í stjórn.

    Hinsvegar er sú iðja að skipuleggja og selja dagsferðir líkt og FÍ gerir leyfisskyld hjá Ferðamálastofu en bæði FÍ og Útivist eru undanþegin eftir að hafa farið í dómsmál til þess að komast undan leyfisskyldunni. Af hverju veit ég ekki, ég hefði haldið að þessum aðilum ætti að vera kappsmál að hafa allt sitt á þurru.

    Þegar svona slys verða ítrekað í ferðum hjá sama aðila hlítur einhver að skoða það alvarlega hvað liggur þar að baki og hvort það þurfi ekki að breyta einhverju.

    #58097
    Björk
    Participant

    Eru ekki leiðsögumenn í ferðum á vegum FÍ á launum?

    #58149
    Sissi
    Moderator
    #58150
    2802693959
    Meðlimur

    Burt séð frá því hvað endar undir skónum (hálkuvarnir eða fullvaxnir 10-12 gadda broddar) er mikilvægast að fara ekki fram úr sér, heldur snúa við í tíma og áður en komið er í aðstæður sem búnaðurinn er ekki hannaður fyrir. Þannig eiga hálkuvarnir (keðjur eða annað) vel við í gönguferðum að vetrarlagi svo fremi ekki sé teflt á tæpasta vað þar sem fallhætta er fyrir hendi.

    Þrátt fyrir gott framtak Landsbjargar hrasa hrasa ég um meðfylgjandi setn/málsgrein:
    „Sé haldið til fjalla þarf alltaf að taka með snjóflóðaýli, skóflu og snjóflóðaleitarstöng. Gönguskór þurfa að vera góðir og vera svokallaðir hálfstífir skór svo hægt sé að festa á þá mannbrodda ef gangan leiðir menn á þær slóðir að notkun á þeim sé nauðsynleg.“

    … bæði vegna þess að fyrsta boðorðið um ýli, skóflu og stöng er óraunhæf krafa fyrir fólk þótt það haldi til fjalla að vetrarlagi og nær væri að upplýsa um hvernig forðast megi 25-50°brekkur og snjóþungar hlíðar.
    Svo er það engin skylda að gönguskór séu hálfstífir fyrir nútíma brodda.

    Hvað varðar hras í fjallshlíðum veit ég að FÍ hefur haldið námskeið í kúnstum vetrarfjallamennsku (þ.e. notkun ísaxar og brodda) fyrir sitt göngufólk, en hvort slíkt námskeið er skylda gegn þátttöku í ferðunum veit ég ekki.
    Áfram Slysbjörg
    Jón Gauti

    #58151
    Sissi
    Moderator

    Ástæða þessa pistils er væntanlega sá að undanfarið hefur æ fleira göngufólk, bæði á eigin vegum og í hópum, farið að stunda vetrarfjallamennsku án þess að átta sig á því.

    Eins og fram hefur komið hefur einhverra hluta vegna myndast sú stemning í þessum kreðsum að hálkubroddar og göngustafir séu nægilega góður búnaður til að tækla fjöll að vetrarlagi.

    Það er þarft verk að reyna að fræða þennan hóp um hvað sé réttur búnaður til göngu og brölts í fjallendi í vetraraðstæðum, ekki síst í ljósi skuggalegrar tíðni á slysum undanfarið.

    Ég held að við ættum ekki að vera að hnýta í þetta framtak heldur reyna að leggja okkar lóð á vogaskálarnar og fræða fólk í kringum okkur.

    Einnig er ágætt að minnast á snjóflóðaútbúnað í þessu þar sem ég er nokkuð viss um að fólk sem heldur til fjalla vopnað hálkubroddum hefur ábyggilega aldrei hugsað út í það að það gæti lent í snjóflóðum

    Nú eru vélsleðamenn og fjallaskíða- og fjallabrettafólk flest komið með heilögu þrenninguna en þessi hópur gæti lent í vandræðum seinna meir. Minni á að fólk hefur ítrekað lent í alvarlegum snjóflóðum á niðurgönguleið við Þverfellshorn.

    Einnig þyrfti þessi hópur að sækja sér fræðslu í vetrarfjallamennsku, þangað til er mjög ólíklegt að það hafi þekkingu til að meta aðstæður, snjóalög eða halla þar til í óefni er komið, eins og dæmin sýna.

    #58153
    2802693959
    Meðlimur

    Þetta var mitt lóð Sissi … enda stendur efnið mér nærri.
    Þú ert duglegur að draga fólk í dilka. En þeir sem gagnrýna verða líka að setja sig inn í þær aðstæður sem fjallgöngufólk er að glíma við að vetrum, en þær eru um margt frábrugðnar þeirri vetrarfjallamennsku sem þú ert að vísa í.
    Undanfarin fimm ár má heita að nær mánaðarlega hafi ég gengið á fjöll með áhugasama Íslendinga sem eins og þú bendir á Sissi eru að átta sig á möguleikum fjallgangna að vetrarlagi. Þetta er áhugasamt fólk sem eins og gengur fer sínar eigin leiðir og finnur lausnir. Fyrir þennen hóp virðast hálkuvarnir vera ágæt lausn upp að ákveðnu marki en kúnstin er sú að þekkja takmörk þessa útbúnaðar, enda leysa hálkuvarnir ekki allan vanda. Ég er ekki í vafa um að helmingi fleiri væru búnir að slasa sig helmingi verr með því einfaldlega að renna á hausinn á svellbunkum á leið til fjalla eða í neðstu hlíðum þeirra þar sem engum (jafnvel ekki fullþjálfuðum björgunarsveitarmanni) ditti í hug að spenna á sig fullvaxna fjallabrodda.
    En auðvitað eru alltaf einhverjir sem ganga of langt og leiðast út í aðstæður sem þeir ráða ekki við. Það myndu þeir líka gera á fullvöxnum fjallabroddum. Það á við um þá sem stunda fjallgöngur eins og aðra að þeir verða að læri á útbúnaðinn og ofmeta hann ekki. Hálkubroddar eiga við í sáralitlum halla þar sem aðeins er hætta á að hrasa en ekki á falli. Ef minnsta hætta er á alvarlegu falli þarf að koma til ísöxi og eftir aðstæðum alvöru broddar.
    Gott dæmi um skynsamlega notkun heyrði ég hjá miklum fjallgöngumanni Leifi Hákonarsyni. En hann notar umræddar keðjur (hálkuvarnir) á leiðinni upp að Steini þar sem hann fer í alvöru fjallabrodda til að ganga upp á Þverfellshornið. Þannig er hann örugglega mun öruggari en þeir (e.t.v. flestir björgunarsveitarmenn sem annað hvort stunda fjallamennsku eða vetrarfjallamennsku) sem sennilega kjósa að ganga broddalausir á svellbunkum upp að Steini í útköllum nú eða með fullvaxna brodda undir hálf eða alstífum fjallaskónum og ekki bíð ég heldur í slysahættuna af því.
    Með hverju ætlar þú að mæla?
    Hvað snjóflóðin varðar er erfitt að bera gönguhópa saman við vélsleða-, fjallaskíða og fjallabrettafólk þótt þeir eigi það sameiginlegt að ferðast að vetrarlagi af því fjallgöngufólk reynir oftar en ekki að forðast snjó á ferðum sínum en velja frekar snjólétta hryggi eða brekkur þar sem steinar og melar standa upp úr. Að þessu sögðu tel ég mun árangursríkara að benda fjallgöngufólki sem langar að ganga til fjalla á veturna á að forðast alfarið allar 25-50° brattar snjóbrekkkur.
    Þar fyrir utan þóttu mér ráðleggingar Safetravel í hefti sem gefið var út fyrir nokkrum misserum mjög gagnrýnivert og því hef ég varan á mér. Finn þetta hefti reyndar ekki núna og eins víst að það hafi verið fjarlægt.
    bestu
    Jón Gauti

    #58156
    5604992139
    Meðlimur

    Fínar umræður. Takk fyrir þær. Síðustu mánuði hefur verið umræða innan SL og víðar um notkun svokallaðra hálkubrodda á fjöllum. Þær vöknuðuðu m.a. í kjölfar nokkura útkalla/óhappa þar sem viðkomandi notaði þannig án þess þó að verið sé að fullyrða að þeir séu endilega slysavaldurinn. Í kjölfar slys í Esju fyrir ca 10 dögum smíðaði undirritaður því stutta grein til að vekja athygli á og ekki síður umræðu um þetta málefni. Samhliða var greinin m send á nokkra aðila til að opna meira á umræðuna þ.á.m stjórn Ísalp.

    Það er alveg rétt sem Gauti bendir á að búnaðurinn er ekki allt, miklu frekar sá sem honum stjórnar og menn verða að hafa vit og þekkingu til ákvarðana.

    Varðandi setninguna sem Gaut hnaut um er það fínn punktur en aftur á móti er takmarkað sem hægt er að koma fram í stuttri grein sem fólk nennir að lesa og því aðeins tæpt á helstu atriðum í þessari grein.

    En í stuttu máli, meginmarkmið að vekja upp umræðu og vangaveltur svo allir séu enn meðvitaðri um mikilvægi góðs búnaðar, reynslu göngufólk og ekki síst góðra og ábyrgra leiðsögumanna og fararstjóra :)

    Takk takk

    Jónas G

15 umræða - 1 til 15 (af 15)
  • You must be logged in to reply to this topic.