Home › Umræður › Umræður › Ís- og alpaklifur › Grafarfoss
- This topic is empty.
-
HöfundurSvör
-
3. janúar, 2008 at 13:58 #46138Páll SveinssonParticipant
Grafarfossin fékk tvær heimsóknir milli jóla og nýárs.
Ég skellti nokkrum myndum inn á mínar síður og teiknaði inn á eina af þeim helstu leiðir sem hafa verið farnar upp fossin í gegnum árin.Lummar engin á skemtilegum sögum frá þessum fræga fossi.
T.d. held ég að flest klifurslys á íslandi hafa verið í Grafarfossinum.kv.
Palli3. janúar, 2008 at 17:02 #52146ABParticipantFlestir eiga sínar Grafarfosssögur. Hér er ein.
Grafarfossinn var fyrsta erfiða ísleiðin sem ég leiddi. Þetta var í febrúar 2002 og ég klifraði með Maggý. Veðrið var andstyggilegt; einhvers konar frost-slydda sem myndaði klakaskúlptúra í andliti manns, væri maður ekki duglegur að þurrka hana burt. Við klifruðum upp miðjan fossinn, upp í lítinn íshelli sem myndast þar gjarnan. Þaðan leiddi ég upp til hægri, fyrst upp ansi bratt ísþil. Ég lenti í miklum vandræðum vegna þess að augnlokin frusu saman milli högga og mér gekk erfiðlega að halda augunum opnum. Ég komst þó upp mesta brattann en áttaði mig á því að ég átti bara tvær ísskrúfur eftir fyrir síðustu 20 metrana og megintryggingu. Ég klifraði ca. 10m í viðbót setti inn skrúfu og kláraði svo fossinn. Þegar ég var alveg við það að ná upp að stórum steini ofan við fossinn, kláraðist línan. Þá var það eina í stöðunni að skrúfa inn þessa einu ísskrúfu sem eftir var og gera megintryggingu í ísbrekkunni fyrir ofan fossinn. En það var sama hvað ég reyndi, skrúfan vildi ekki ganga inn í ísinn því einn af göddunum fremst var innboginn. Ég vissi ekki þá að hægt er að berja aðeins ofan á ísskrúfur til að koma þeim inn í ísinn. Það var mjög kalt og hvasst þarna uppi á brúninni og ég vissi ekki hvað í fjandanum ég ætti til bragðs að taka. Ég endaði þó á því að höggva út íspolla og tryggði Maggý upp á honum. Allt tók þetta óratíma og hún var orðin frekar áhyggjufull í stansinum, enda vissu hún ekkert af mínum vandræðum, 40 m ofar. Þegar hún kom loks upp á brún var ég orðinn svo kaldur að ég gat tæpast hreyft mig. Það var svo hvasst að ég hafði ekki treyst mér til að ná í dúnúlpuna í bakpokanum. Maggý hálf dró mig til hliðar, út í móa, hjálpaði mér í dúnúlpuna mína og tróð í mig Snickers og þá kom ég til lífsins á ný. Takk, Maggý!
Við komumst svo loks niður. Ég uppskar mjög vægt kal í andlitið en Maggý fékk stærðarinnar kalsár á mjóbakið/síðuna þar sem úlpan hafði lyfst upp og bert bakið komist í snertingu við hina hressandi frost-slyddu.
Þetta þótti mér vera frábært ævintýri – þó sérstaklega þegar frá leið.
Kveðja,
AB
3. janúar, 2008 at 23:33 #52147Páll SveinssonParticipantÉg hef farið Grafarfossin svo oft að það þarf eitthvað eftirmynnilegt að gerast til muna eftir ferðini.
Hann er t.d. fyrsti og eini ísfossin sem ég hef einfarið.Ég man líka eftir þeim tíma þegar það var í tísku að klifra hann að næturlægi og er ein af forsíðum ÍSALP dæmi um það og við fengum meira að segja HSSR til að kaupa létta rafstöð og kastara til að halda gott nætur gigg sem aldrei varð af.
Mætti kanski endurvekja þá hugmynd.Einu sinni náði ég líka að bjarga fræknum klifrara úr sjálfheldu í fossinum. Svona gæti ég haldið endalaust áfram.
kv.
Palli4. janúar, 2008 at 11:08 #521481704704009MeðlimurEin hérna; í mars 2000 var undirritaður að endurvekja ísklifurdútl eftir margra ára hlé. Skrúfur og búnaður frá fyrrihluta níunda áratugarins var dreginn fram, tvistar voru ekki til í dæminu (bara ein karabína á skrúfu) og megnið af skrúfudraslinu var stálskrúfur sem þurfti að berja inn.
Við vorum þarna þrír á ferð og ekki með annað en einfalda 9 mm línu (sem ég fékk í jólagjöf 1986). Ryðdrulla gubbaðist út úr stálskrúfunum þegar maður juðaði þeim inn á leiðinni upp í fyrsta stans. Ætli ég hafi ekki tryggt félagana upp á hálfbragði á þessum hlægilega mjóa spotta. Þetta gekk nú slysalaust, en ekki er víst að línan eða skrúfudótið hafi haldið nokkrum sköpuðum hlut ef einhver hefði dottið.
Gleymdi ég að minnast á vopnabúnaðinn; þetta var svakaflott beinskeft og háöldruð Camp öxi með laflausu blaði en hamarinn var aðeins skárri – enda miklu nýrri (árg 1987) Eftir þetta áttaði maður sig á að maður var mörgum áratugum á eftir í öryggi (og nýjustu tízku). En við kláruðum upp á topp og vorum asskoti ánægðir með daginn. Það eina sem vantaði var sítt að aftan til að fullkomna þetta.
5. janúar, 2008 at 05:16 #521490206862359MeðlimurFyrsta ísklifrið mitt: Þegar ég leit niður horfði félagi minn á mig með þessum mikla örvæntingarsvip, er allt í lagi spurði hann, jájá sagði ég, afhverju ertu að hrista skóinn minn? þá sá ég að ísöxin hans var á kafi í hælnum á splúnkunýju scarpa plast skónum mínum. eftir smá hristing var öxin laus og við kláruðum fossinn. þegar heim var komið skoðaði ég þetta betur og mér til mikilllar lukku hafði öxin aðeins gert gat á plastið og rétt snert innri sokkinn og hásinin mín því sloppið með skrekkin.
5. janúar, 2008 at 12:37 #521501108755689MeðlimurHahaha…þetta er nú með því klikkaðasta sem ég hef heyrt (lesið).
9. janúar, 2008 at 00:50 #521512208704059MeðlimurSkemmtilegur þráður.
Meiraaðsegja ég hef farið Grafarfossinn, tvisvar og fyrra skiptið í náttmyrkri með Tamma Júl og Kalla Ingólfs. SS ekkert af því að segja nema að í týrunni af höfuðljósinu myndaðist lítill heimur þannig að ég sá ekki niður úr stansinum, sem betur fer fannst mér.
Þetta hefur líklega verið haustið ´93, gott þurrt og kalt haust.
Seinni ferðina fór ég með Tomma, sama haust, að morgni til daginn sem við fórum norður í jólafríið. Hulda var nefnilega að vinna framað hádegi. Þetta bratta þil sem Andri lýsir kemur mér kunnuglega fyrir sjónir og til allrar guðslukku hefur Tommi alltaf verið handsterkur. Ekki meira um það.
Undanfararafstöð HSSR er ennþá til og kannski ekki of seint að halda „giggið“ sem að Palli talar um.
Hlynur Sk. Snjóbílsstjóri HSSR.
PS: Man einhver eftir því þegar maður nokkur sagði á myndasýningu á Grensásveginum: „vá, þessi foss er örugglega 100 gráður“
9. janúar, 2008 at 21:59 #521521811843029MeðlimurHSSK á líka nokkuð öflugt batman ljós, höfum einmitt verið að pæla í svona uppákomu!
-
HöfundurSvör
- You must be logged in to reply to this topic.